Sjúkrasögur

Föðurbróðirinn
Föðurbróðirinn

Föðurbróðirinn

Published Maí 2019
Vörunúmer 374
Höfundur Alison Roberts
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Jafnt og þétt óx efi Finns um að hann væri að gera rétt og á endanum fékk hann snert af höfuðverk. Ýmis siðferðisleg vafamál fylgdu áætlun hans, enda þótt það hefði verið auðvelt að bægja þeim frá sér þegar hann fékk þessa fáránlegu flugu í höfuðið. Ef til vill var líf hans í þann veginn að gjörbreytast.
–Eruð þið orðnar svangar? spurði hann og leit aftur í.
–Ég á epli, flögur og rúsínur. Ykkur þykja rúsínur góðar, er það ekki?
–Nei.
–Eruð þið þyrstar?
–Nei.
–Það er farið að kólna, ekki satt?
Finn vissi að hann var að tapa baráttunni en varð að halda áfram að tala. Hann varð að láta sem allt væri með
felldu, enda þótt ekkert gæti verið fjær sanni.
Hann var heldur ekki svangur. Það hafði reynst þrautin þyngri að innbyrða hálfa samloku þegar þau gerðu hádegishlé á ferðalagi sínu. Honum hafði næstum því orðið ómótt.
–Sjáið þessi stóru, svörtu ský þarna uppi, sagði hann og reyndi að sýnast glaðlegur. –Er ykkur nógu hlýtt, stelpur?
Hann leit aftur í spegilinn. Fjögur stór, brún augu störðu á hann. Hvernig gátu þriggja ára börn verið svona tortryggin á svipinn? Kannski væri telpurnar bara varkárar.
Hann láði þeim það ekki.
Hann reyndi einu sinni enn. –Ellie? Emma? Viljið þið að ég stansi og finni yfirhafnirnar ykkar? Þessar bleiku og fallegu?

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is