Sjúkrasögur

Gagnkvæm þrá
Gagnkvæm þrá

Gagnkvæm þrá

Published Desember 2023
Vörunúmer 429
Höfundur Caroline Anderson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún var of sein. Aftur.
Hún skundaði inn, þjökuð af sektarkennd og gremju eins og venjulega, og beint í flasið á James Slater, yfirlækni,
deildarklappstýru og heimsins stundvísasta manni.
Hann lyfti brún og brosti í kampinn. –Daginn, Emily.
Hver er afsökunin í dag?
Hún ranghvolfdi augunum. –Billy. Fyrirgefðu. Hann vildi ekki fara í skóna.
Þá hló James. –Farðu með hann berfættan í skólann.
Þá gerir hann þetta aldrei aftur. En ég er feginn að þú ert komin. Ég set þig inn á endurlífgun. Ég er svolítið
upptekinn á fundum í allan dag og þarf að biðja þig um að sinna nýja lækninum okkar.
Emily rak upp stór augu. –Þarf hann barnapíu?
Aftur skellti James upp úr. –Tæplega. Hann þarf bara að kynnast deildinni. Við erum mjög heppin að fá hann.
Hann vann hjá SKL.
Það kom henni á óvart. Stóráfallakerfi Lundúnaborgar var á heimsmælikvarða og eitt andartak velti hún því fyrir
sér hvers vegna í ósköpunum hann hefði kosið að koma til Yoxburgh. Spítalinn var frábær, en samt… Jæja, hann
hlaut að minnsta kosti að vera fær á sínu sviði. Það sama varð ekki sagt um síðasta afleysingalækninn þeirra.
–Allt í lagi. Ég þarf bara að skipta um föt. Hvað heitir hann?
–Oliver Cavendish.
Hún fékk áfall alveg ofan í tær, en hún hafði engan tíma til að staldra við og hugsa. Hún vissi ekki einu einni hvað
hún ætti að hugsa.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is