Sjúkrasögur

Gjöfin
Gjöfin

Gjöfin

Published Júní 2017
Vörunúmer 351
Höfundur Charlotte Hawkes
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Erfitt tilfelli, dr. Parker?
Evie lyfti höfðinu frá svölu glerinu á sjálfsalanum þegar hún heyrði karlmannsröddina og reyndi að bæla niður fiðringinn
sem myndaðist í maganum.
Hvenær tækist henni að komast yfir þessa óviðeigandi hrifningu?
Andartaki áður hafði hún verið að hugsa um erfitt mál. Eftir að hafa barist heilan dag fyrir sjúklinginn og stöðugt lent á veggjum var hún vondauf og úrvinda, en eftir eina einfalda spurningu frá einum virtasta lýtalækni Silvertrees, Maximilian
Van Berg, hafði á augnabliki komið líf í líkama hennar.
Eins og gerðist alltaf þegar hún var nálægt honum.
Evie kreisti fram bros. Fagmannlegt en ekki of daðurslegt.
Hann vildi halda öllu fagmannlegu, eins og sást á því að hann notaði titilinn hennar en ekki bara fornafnið eins og aðrir
kollegar gerðu. Og hann var ekki mikið fyrir daðurdrósir...
ekki frekar en Evie vildi vera talin ein slík.
–Ekkert sem ég ræð ekki við, herra Van Berg.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók


Max vildi ekki vera kallaður dr. Van Berg. Hann var af gamla skólanum, hafði lært í Royal College of Surgeons og
hafði því rétt á því að vera kallaður herra.
–Það efast ég ekki um, muldraði Max, henni til undrunar,
áður en hann sneri sér að sjálfsalnum. –Var maskínan að gleypa peninga aftur?
Bíddu við. Hafði hann hrósað henni? Og notað ótrúlega

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is