Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Heiðvirður einfari
Published
2. mars 2012
Lýsing
Mennirnir þrír stóðu þétt saman. Háir. Dökkir. Hljóðir. Þeir voru klæddir í svart leður og héldu á mótorhjólahjálmum. Í hinni hendinni héldu allir á ískaldri bjórflösku. Þeir hreyfðu sig sem einn, lyftu flöskunum og létu þær snertast svo það glamraði í glerinu. Raddir þeirra voru alvarlegar. –Fyrir Matt, sögðu þeir bara. Þeir drukku. Fengu sér stóran sopa af gylltum drykknum.