Sjúkrasögur

Heimilislæknirinn
Heimilislæknirinn

Heimilislæknirinn

Published Apríl 2019
Vörunúmer 373
Höfundur Louisa Heaton
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–En það hljóta að vera aðrar stöður sem þú getur sótt um. Einhvers staðar lengra í burtu, eins og Glencoe eða Fort William?
Kannski. En núna bjuggu þær hérna. Í Gilloch. Og hún vildi ekki vera svo fjarri ættingjum sínum. Ekki lengur. Grace  stækkaði ört og hún vildi ekki að amma hennar missti af uppvexti hennar. Það var einfaldlega ekki í boði að eyða mörgum tímum í að ferðast á milli staða á degi hverjum.
Það hafði verið dásamlegt að búa í Cornwall, en það var liðin tíð. Hún hafði snúið aftur heim þremur árum eftir að Ashley lést.
Aftur á heimaslóðir. Og það hafði verið rétt ákvörðun, að koma heim.
–Þetta starf, hérna í þorpinu, það er þvílíkur happafengur! Ég á eftir að geta farið heim hvenær sem ég þarf. Til dæmis ef
neyðartilvik kæmi upp.
Ósjálfrátt fann hún enn einu sinni fyrir sektarkennd þegar hún hugsaði til þess þegar Ashley lést. Vikum saman hafði hún setið við rúmstokkinn og haldið honum félagsskap, haldið í höndina á honum, lesið fyrir hann, þangað til að dag einn sem hún var kölluð til vinnu. Neyðartilvik hafði komið upp þegar lest hafði farið út af sporunum og það hafði vantað mannskap.
Og Ashley hafði dáið einn. Hún hafði fengið símtalið í vinnunni, frá nágranna sem var með lykil og hafði lofað að líta til með honum. Henni hafði ekki tekist að komast heim í tæka tíð, hafði verið föst í endalausum umferðarhnútum, tafin af umferðarljósum og ökumönnum sem virtust ekki vita hvaða fótstig var bensíngjöf.
Hana hafði bara langað að komast til baka til Grace, sækja hana úr barnagæslu og halda henni þétt upp að sér áður en hún

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is