Sjúkrasögur

Heimkoma læknisins
Heimkoma læknisins

Heimkoma læknisins

Published 2. mars 2014
Vörunúmer 312
Höfundur Joanna Neil
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Viltu koma og líta á þennan unga strák fyrir mig, Katie?
Það mátti heyra eitthvað skrýtið í rödd Colins McKenzie
og Katie leit upp til hans, velti fyrir sér hvað hefði truflað
aðstoðarvarðstjórann sem yfirleitt var svo afslappaður.
–Auðvitað. Hún hafði verið að leita í skápunum að
sjúkrabirgðum, athuga hvort hún þyrfti að panta eitthvað,
en nú hætti hún því og sneri sér að honum. –Hvað er að?
Hún var á vakt á lögreglustöðinni tvö kvöld í viku,
fyrri part kvöldsins aðra vaktina og seinni partinn hina,
sem passaði vel við vaktirnar hennar sem barnalæknir á
bráðamóttöku sjúkrahússins. Hér gerðist aldrei neitt
merkilegt.
Samfélagið á skosku eyjunni var lítið, glæpir voru fátíðir
og hlutverk Katie sem læknir lögreglunnar var yfirleitt
að sinna smotteríi eins og að búa um rispur eða meta
ástand ungmenna sem höfðu innbyrt of mikið áfengi

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is