Sjúkrasögur

Í felum
Í felum

Í felum

Published Júlí 2016
Vörunúmer 340
Höfundur Fiona Lowe
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Hendur dr. Meredith Dennison voru bundnar fyrir aftan bak og höfuðið á henni í stórri fötu, andlitið nokkrum millimetrum frá vatninu á meðan hún reyndi að bíta í gúmmítúttur sem flutu þar. Vinnufélagar hennar skellihlógu... hún ætlaði að drepa þau öll. Þau höfðu gert fyrirsát og skipulagt óvænta barnagjafaveislu, sem hafði verið falleg hugmynd... en hún hefði alveg viljað sleppa samkvæmisleikjunum.
–Svona nú, Merry, gríptu eina með tönnunum, sagði Olivia úr móttökunni glaðlega.
–Ég borða kvöldmat með foreldrum Richards á Le Gout klukkan sjö, sagði hún og lyfti höfðinu aðeins. –Ég get ekki mætt með blautt hár. Snobbaði þjónninn hleypir mér ekki inn.
–Þú hefur nægan tíma til að laga hárið, sagði Emma, góð vinkona sem var líka heimilislæknir. –Viltu ekki fá gjafirnar?
–Þetta er kúgun, sagði hún með vanþóknun.
–Já, en þetta er skemmtilegt. Emma skellihló. –Þetta er hefnd fyrir auðmýkinguna sem þú lést mig þola í gæsaveislunni minni.
Meredith sneri höfðinu til hliðar til að sjá vinkonu sína.
–Ég fékk glæsilega karlkyns fatafellu til að nudda sér upp við þig og þú drekkir mér.
Emma ranghvolfdi augunum. –Þetta var ekki sérlega heillandi því hann kom til mín viku fyrr vegna kynsjúkdóms. Í stað þess að dást að vöðvunum sá ég bara fyrir mér einkenni sjúkdómsins og kúgaðist næstum því

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is