Sjúkrasögur

Lækningin
Lækningin

Lækningin

Published Maí 2020
Vörunúmer 386
Höfundur Karin Baine
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Svo þú ert konan sem ég ætla að gera ófríska? Gaman að hitta þig aftur.
–Sæll, herra Garrett. Kayla O´Connell tók í hendina á manninum sem Liam, bróðir hennar, og Tom, maðurinn hans,
höfðu komið henni saman við fyrir þessa þungunarumræðu.
Þar fór sú hugmynd að þetta væri ekkert meira en viðskiptasamband, það þurfti ekki nema eitt handtak, eina snertingu frá honum til að hné hennar yrðu að búðingi. Hún hefði helst viljað að hann kæmi ekki nálægt þessu. Það hefði verið mikið auðveldara að gera þetta með ókunnugum. Það hafði komið henni nógu mikið úr jafnvægi að hitta Jamie í brúðkaupi bróður hennar.
–Æ, Kayla, ég hefði haldið að við gætum notað skírnarnöfnin. Jamie er fínt.
Jafnvel þó hæglátt, kynþokkafullt bros hans dáleiddi hana, gerði fágaður þokki hans hana alltaf taugaóstyrka. Hann
minnti hana á foreldra hennar og framhliðina sem þau voru vön að setja upp fyrir heiminn að sjá, til að fela syndirnar sem áttu sér stað bak við luktar dyr. Hann var svo sannarlega eitthvað fyrir augað, en hann vissi það, og naut alltof mikið þeirrar staðreyndar að hún roðnaði í hvert sinn sem hann nálgaðist hana.
En fyrst hann var stóri bróðir Tom var engin leið að forðast hann. –Takk fyrir að koma, Jamie.
–Þú veist að ég myndi gera hvað sem þú biður um. Þú þarft bara að segja til. Hann hélt augnaráði hennar andartaki lengur en nauðsynlegt var og það fór skjálfti um líkama hennar við undirliggjandi tillöguna. Það sem hræddi hana meira en óskammfeilið 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is