Sjúkrasögur

Læknirinn og prinsessan
Læknirinn og prinsessan

Læknirinn og prinsessan

Published Október 2017
Vörunúmer 355
Höfundur Scarlet Wilson
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Þetta er neyðartilfelli, Sulivan, ég sver það.
Sullivan hló þurrum hlátri, hristi höfuðið og renndi fingrunum í gegnum rakt hárið. –Það er alltaf neyðartilfelli, Gibbs.
Hann starði á brúnleita tjaldveggina.
Gibbs hló líka. –Jæja, í þetta skiptið þá er það í alvöru. Asfar Modarres hné niður. Einhver innvortis vandamál. Hann var
heppinn að við náðum til hans í tíma.
Sullivan byrjaði að ganga um gólf. –Er í lagi með hann?
Honum líkaði vel við íranska lækninn. Hann hafði gengið til liðs við Lækna án landamæra á sama tíma og Sullivan. Þeir
höfðu aldrei unnið saman en hann þekkti hann nógu vel til að vita að hann hafði samúðina og áhugann til að sinna þessu starfi vel.
–Það ætti að verða það. Hann fór í skurðaðgerð fyrir nokkrum tímum.
Gibb dró djúpt andann. Sullivan brosti. Nú kom það.
–Hvað um það, það eru tvær vikur eftir af verkefninu og aðeins einn læknir á staðnum. Ástandið er viðkvæmt. Berklarnir eru komnir á hættustig í Nambura. Við þurfum aukahendur.
Sullivan hristi höfuðið og gekk um gólf. –Ég er skurðlæknir, Gibbs. Ekki læknir. Það síðasta sem ég lærði um berkla var í
læknanáminu. Ég veit hreinlega ekkert um sjúkdóminn og hvað þá um fjölónæma berkla eins og í þessu tilviki.
Hann var ekki að grínast. Hann myndi ekki hika við að skera upp væri hann beðinn um það. Sem skurðlæknir í hernum hafði hann framkvæmt uppskurði við skelfilegar aðstæður. Enginn efaðist um hæfileika hans sem skurðlæknir. Hann var sjálfur stoltur af þeim.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is