Sjúkrasögur

Leikur að eldi
Leikur að eldi

Leikur að eldi

Published Mars 2015
Vörunúmer 324
Höfundur Tina Beckett
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Marcos vildi ekki að faðir hans færi en hann hafði samt farið...
eins og hann gerði alla daga.
Marcos sat í rykinu fyrir utan húsið þeirra og fór gætilega í
gegnum hlassið sem pabbi hans hafði komið með deginum
áður. Plast hér. Málmur hér... Passaðu að skera þig ekki.Ryðgaður skápur sem hann og bróðir hans þurftu að draga að hrúgunni. Marcos hafði nappað skrúfjárni úr bakpoka föður síns
svo að hann gæti reynt að taka skápinn í sundur.
Hann þurfti að gera eins mikið og hann gat áður en pabbi
kæmi heim því hann verkjaði í hjartað að sjá hendurnar á
pabba titra þegar hann reyndi að stinga skrúfjárninu í skrúfuna... og svo hræðslusvipinn á andliti hans þegar hann gat ekki
gert það.
–Gættu bróður þíns.
Orð föður hans ómuðu í eyrum hans eins og alla aðra
morgna frá því hann hafði séð mömmu í þessum skrítna kassa.
Pabbi hans hafði litið út fyrir að vera virkilega hræddur þann
dag líka. Marcos hafði bara verið dapur og svangur.
Hann hélt því áfram að fylgjast með Lucas og færa hluti af
einum stað til annars. Bróðir hans teiknaði línu með spýtu í
moldina og fætur hans voru næstum svartir. Marcos gretti sig.
Hvar voru sandalarnir hans? Það var fullt af beittum hlutum
hérna úti. En Lucas hlustaði aldrei. Sama hversu oft Marcos
talaði við hann. Hann arkaði til bróður síns, sparkaði af sér
skónum og benti á þá.
Lucas herpti munninn en hann stakk fótunum í þá. Hann var
reiður. Marcosi var sama. Það var á hans ábyrgð að Lucas slasaði sig ekki.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is