Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Leyndarmál herlæknisins
Lýsing
Antonia Farringdale læknir hafði hæfileika til að skynja vandræði.
Hún hafði byrjað að þróa þá við hné föður síns þegar þau fylgdust með oft á tíðum úfinni, grárri víðáttu Atlantshafsins frá sjóbörðum gluggum Westlake björgunarbátastöðvarinnar þar sem móðir hennar stýrði bát út til björgunar. Hún lærði að lesa í að stæður þegar áhöfnin átti auðvelda nótt fyrir höndum, eða gat búist við erfiðri nóttu fullri af hættum.
Hún hafði fínstillt þá sem læknir, vissi oft á eðlislægan hátt hvort hún ætti við algeng tilfelli hjá sjúklingum sínum, eða þessi fáu tilfelli þar sem um eitthvað sjaldgæfara var að ræða.
Og hún hafði fullkomnað þá sem bráðalæknir á vígvelli, vinnandi í sjúkrahússtjaldi í leiðöngrum í hvaða stríðshrjáða landi sem hún var í þann daginn.
Já, hún gat svo sannarlega skynjað vandræði.
Af hverju, velti hún fyrir sér þar sem hún pírði augun og leit inn í anddyrið á Delburn Bay björgunarbátastöðinni, bara einum og hálfum klukkutíma lengra upp með ströndinni en Westlake, og þar af leiðandi það næsta sem henni hafði tekist að koma heim í meira en áratug, skynjaði hún það svo taugatrekkjandi sterkt, á einmitt þessu augnabliki?
Hreyfingarlaus en vökul stóð hún í dyragættinni. Hún þorði varla að anda á meðan augun leituðu að einhverju óvanalegu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók