Sjúkrasögur

Ljósmóðir verður móðir
Ljósmóðir verður móðir

Ljósmóðir verður móðir

Published September 2019
Vörunúmer 378
Höfundur Deanne Anders
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Dauf birta og blíðlegt hljóð í öldum sem brotna á ströndinni hafði skapað andrúmsloft eins og í rólegu skjóli, en ljósmóðirin Lana Sanders vissi að sjúklingnum hennar var fyrir löngu síðan orðið sama.
–Þú stendur þig mjög vel, sagði Lana þar sem hún hjálpaði Kim gegnum annan samdrátt og fylgdist með mónitornum fyrir fóstrið. Hún fylgdist með hjartslætti fóstursins verða hraðari og lækka aftur að grunngildunum. Hingað til höfðu þetta verið fullkomnar fæðingarhríðir.
–Þú verður of sein, hvíslaði Jeannie að Lönu á meðan hún lagfærði fæðingaborðið.
–Það er ekki langt eftir, sagði Lana, jafn mikið til að fullvissa hjúkrunarfræðinginn og sjúklinginn.
–Ýttu. Núna. Kim stundi hátt.
–Bíddu, ég þarf að finna myndavélina! kallaði Tim eiginmaður Kim þar sem hann sneri baki við henni og hóf að leita í
íþróttatösku sem lá á náttborðinu.
–Bíða? sagði Kim. Röddin hækkaði um áttund og tók á sig þann hljóm sem eingöngu kona í fæðingu, eða andsetin, gat gert.
–Hvað ertu búinn að vera að gera allan þennan tíma?
–Þetta er allt í lagi Tom, við höfum nokkrar mínútur, sagði Lana.
Djúpt urr slapp frá Kim.
–Ókei, kannski ekki, sagði Lana og horfði á dökkan hring af votum krullum koma í ljós.
Hún staðsetti fæðingarborðið svo það væri í seilingarfjarlægð, tók hlífðarklæðið af og lét það falla á gólfið.
–Kim, við erum búnar að gera þetta áður, ekki satt? Lana beið þangað til hún hafði athygli Kim. –Kollurinn er farinn að sjást svo þú skalt rembast þegar þú ert tilbúin.
–Núna! sagði Kim og dró andann hratt að sér

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is