Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Neistaflug í Vegas
Lýsing
Las Vegas, Nevada.
Hún var ekki alveg klár á því hvernig hún kom sér hingað.
–Og tekur þú, Emily West, læknir, Ryan Gary, lækni, sem löggildan eiginmann þinn?
–Jább! sagði hún hátt og skýrt, og hún pírði augun til að sjá betur Elvis eftirhermuna sem stóð fyrir framan hana. Hún skildi
ekki af hverju hann var svona hallandi.
Þetta er það vitlausasta sem ég hef á ævinni gert.
Að minnsta kosti hélt hún það, en Emily var ekki alveg með skýra hugsun eins og staðan var. Hún leit á manninn sem stóð
við hliðina á henni skælbrosandi.
Hún vissi ekki hvernig hún endaði í giftingarkapellu með vinsælasta, kynþokkafyllsta, mest heillandi taugalækninum í heiminum, en það var allt í lagi. Yfirleitt, þá átti hún í vandræðum með kvíða í flestum samskiptum sínum. Það hafði verið erfitt að mæta á fyrirlesturinn hans um samvaxna tvíbura og tala síðan við hann eftir fyrirlesturinn til að segja honum hvað henni fannst mikið til hans koma.
Eftir að sambandið endaði á milli þeirra Robert, annar skurðlæknir, vegna öfundar í starfi, átti hún alls ekki von á því að
Ryan byði henni í drykk. Hún sagði við sjálfa sig að hún ætti ekki að gera þetta, en taldi að einn drykkur með samstarfsmanni væri ekki það versta í stöðunni.
Það voru næstu fimm drykkir sem voru slæm ákvörðun, en því lengur sem þau spjölluðu saman, því rólegri varð hún.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók