Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Ný von
Lýsing
Kaffi. Svart, heitt og nóg af því... var það sem hann lét eftir sér á hverjum morgni. Það var eitt af fáu í lífinu sem hann
vissi að var öruggt. Eitthvað sem hann hlakkaði til. Daniel Caldwell fékk sér sopa af kaffinu, lagði pappírsbollann frá sér
á borðið og breiddi úr dagblaðinu fyrir framan sig. Grein um olíuverð vakti athygli hans svo hann kom sér fyrir í stólnum til að lesa hana. Hann hafði bara tíma til að lesa eina grein þar sem hann leyfði sér aðeins hálftíma til að slaka á áður en hann færi í vinnuna á morgnana. Restina af deginum sinnti hann skyldum sínum á sjúkrahúsinu og svo því sem fylgdi því að vera einstæður faðir þriggja ára orkumikillar dóttur. Það var nóg um að vera í lífi hans, stundum full mikið, en þessi hálftími sem hann gaf sér á kaffihúsinu gerði það að verkum að honum fannst hann vera mannlegri. Honum fannst gott að hitta annað fólk á þessum stutta tíma þó hann hefði í rauninni engan tíma fyrir félagslíf á þessum tímapunkti í lífinu. Það var notalegt að vera innan um fólk sem ætlaðist ekki til neins af honum. Það var sjaldgæft. Daniel fékk sér annan sopa og las fréttina um hækkandi olíuverð. Ekki að það skipti hann svo miklu máli. Hann ók um á sparneytnum bíl og stuttar vegalengdir í senn, í það minnsta á virkum dögum. Um helgar reyndi hann að fara með Maddie í garðinn eða niður að höfn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók