Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Óvænt barn
Lýsing
Hæ, þú.
Jæja, hérna er hún. Mín hinsta ósk. Mér þykir leitt að biðja þig um að gera þetta, en ég hef virkilega engan annan. Þú ert sú eina sem ég treysti og þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig.
Ég verð að biðja þig um þetta. Í þetta sinn er það fyrir Tori og þá getur þú ekki sagt nei!
Ég sagði föður hennar aldrei neitt. Þú veist af hverju, og að það var hið rétta að gera á þeim tíma, en þegar ég nálgast
brottfarastundina get ég ekki annað en hugsað um elsku litlu stúlkuna mína, sem á engan ættingja í öllum heiminum. Ég hef
verið þar. Ég hef upplifað það. Og það er einmanalegur staður að vera á. Hún mun eiga þig að, guðmóður sína, en... hún á föður þarna úti og hann gæti verið stórkostlegur!
Ég legg þetta því á þig. Finndu hann. Hann heitir Cole Branagh og er læknir. Heimilislæknir. Ef hann er læknir hlýtur honum að vera annt um fólk, ekki rétt? Ég vona að hann hafi gott hjartalag. Ég vona að hann geti verið allt sem hún þarfnast.
Ég vil að þú finnir hann, og ef þú heldur að hann sé góður maður láttu hann þá vita af Tori.
Ég þarfnast þess að þú finnir pabba hennar.
Ég veit að þú munt taka réttar ákvarðanir.
Kærar ástarkveðjur til þín, alltaf og að eilífu,
Skye xxx
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók