Sjúkrasögur

Óvænt þungun
Óvænt þungun

Óvænt þungun

Published Ágúst 2015
Vörunúmer 329
Höfundur Amy Ruttan
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Sjáðu þennan!
–Hvern? spurði Ingrid og leit yfir myrkvaðan barinn þar sem
hún og bestu vinkonur hennar á sjúkrahúsinu voru að fagna
stöðu hækkun  hennar.
–Þennan. Við endann, sagði Philomena og flautaði til áhersluauka. –Ég er viss um að hann gæti látið mig mala í alla nótt.
Ingrid sneri sér í sætinu til að sjá á hvern vinkona hennar
benti. Þegar hún sá karlmanninn sem hafði breytt krabbameinslækninum virta, dr. Philomenu Reminsky í kött, svelgdist henni
næstum á drykknum sínum.
Maðurinn var hár, stæltur og í hermannafötum, sat við enda
barsins og virtist hafa allar konur staðarins á eftir sér. Hann var
snoðaður en hún sá á augabrúnunum að hann var dökkhærður.
Líklega væri hann enn glæsilegri með síðara hár. Engu að síður
fór honum það vel að vera snoðaður.
Maðurinn virtist vera fáskiptur.
Það var eitthvað sem sagði umheiminum að abbast ekki upp á
hann, samt virtist það laða kvenfólk að.
Það voru nokkrir aðrir hermenn á barnum en hann var einn,
horfði á sjónvarpið í horninu og virtist ekki taka eftir neinu í
kringum sig.
Tók ekki eftir neinu eða var sama.
Ingrid elskaði háa, dökka og fámála menn.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is