Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Sonurinn
Lýsing
Hann var seinn.
Finn Baird var aldrei seinn fyrir. Ekki lengur. Nú orðið gaf hann sér ætíð tíma til að keyra og finna bílastæði svo að hann
yrði kominn á læknastofuna í tæka tíð. Þá gat hann búið sig andlega undir daginn og komið sér í mjúkinn hjá yfirmanninum í leiðinni. Einnig hafði hann tíma til að laga á sér fótinn áður en hann byrjaði að vinna.
Hann hafði hvorki búist við því að það tæki svona langan tíma að koma fætinum í lag þennan dag né að það yrði svona
sárt.
Það var gremjulegt, vegna þess að hann var að flýta sér og því meir sem hann flýtti sér, þeim mun hægrara gekk allt fyrir
sig.
Í tvo mánuði hafði hann starfað sem sjúkraþjálfari á Barnaspítala heilagrar Margrétar, sem meðal heimamanna gekk
gjarnan undir nafninu Maggan, og lagt sig fram um að verða þekktur fyrir að hafa ævinlega nógan tíma fyrir sjúklingana
sína. Margir þeirra áttu við stærri vandamál að stríða en hann og flestir brostu meðan á meðferðinni stóð. Síendurteknar æfingar voru erfiðar og leiðigjarnar, en Finn reyndi sitt besta til að fá börnin til að hlæja meðan á þeim stóð. Hann reyndi að
telja þeim trú um að ef þau legðu sig fram gætu þau náð hvaða markmiði sem vera skyldi.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók