Sjúkrasögur

Systirin
Systirin

Systirin

Published Maí 2015
Vörunúmer 326
Höfundur Lucy Clark
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Þetta ertþá þú.
Djúp rödd Seans Booke leiddi í líkama Jane og fékk allt
innra með henni til að titra. Hún lokaði augunum í örstutta
stund og hélt sér rólegri, að minnsta kosti á ytra byrðinu. Það
gengi ekki að láta fyrrverandi máginn hrella hana. Með kurteist bros á andlitinu sneri hún sér að honum, lagaði gleraugun ósjálfrátt og rétti úr öxlunum, togaði aðeins í ermarnar
til að tryggja að þær hyldu úlnliðina. Það var varnartækni
sem þróast hafði með árunum til að fela örin sem minntu
hana stöðugt á myrkasta tíma lífs hennar.
Sean Booke stóð fyrir framan hana, hraustlegri, myndarlegri og meira ógnandi en síðast þegar hún hafði séð hann,
sem hafði verið við útför systur hennar fyrir þremur árum.
Þá hafði hann verið í svörtum jakkafötum sem höfðu smellpassað við skap hans og í erfidrykkjunni hafði hún haft fá
tækifæri til að tala við hann því hann hafði einhvern veginn
alltaf verið annars staðar en hún.
Loks hafði hún áttað sig. Sean hafði ekki viljað tala við
hana og miðað við raddblæ hans hafði ekkert breyst. Hann
hélt á spjaldtölvu og tveimur sjúkraskýrslum. Jane ræskti sig.
–Hvernig hefurðu það, Sean? Hún hrósaði sjálfri sér í
hljóði fyrir það hve kurteis og fagmannleg hún hljómaði um
leið og hún gekk á undan honum inn í fundarherbergi barna

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is