Flýtilyklar
Sjúkrasögur
Töfrar jólanna
Lýsing
Það sem Emma Sinclair þurfti núna var töfrasproti. Töfrasproti sem hún gæti veifað yfir dagatalinu og látið desembermánuð hverfa. Breytt honum í janúar og byrjun á nýju ári. Nýju lífi. Eða ekki.
Kannski gæti hún notað sprotann til að frysta tímann. Svo alltaf yrði byrjun desembermánaðar, þar sem henni leið svo vel að hún gat ímyndað sér að síðustu ár hefðu aðeins verið slæmur draumur.
Loftið var orðið þungt í pínulitlu íbúðinni í London. Emma opnaði rifu á gluggann til að hleypa fersku lofti inn. Loftið var mjög ferskt. Himinninn var dökkur og skýin greini lega full af raka sem varla félli í formi fallegra snjókorna. Kannski kæmi bítandi slydda. Eða ísköld þoka.
London gat verið svo grá á þessum árstíma.
Svo nöpur. Það var bara komið fram á mitt síðdegi en ljós höfðu alls staðar verið kveikt. Á götunni fyrir neðan og í glugg um húsanna sem hún sá. Ekki bara venjuleg ljós. Sumir höfðu þegar sett upp jólatré og búðirnar á neðstu hæðinni höfðu þau með marglitum blikkljósum. Einhver var í jólasveinabúningi á götunni, að dreifa auglýsingum, líklega að bjóða afslátt af einhverju.
Fólk var á hlaupum, klætt í yfirhafnir og með trefla. Regnhlífar birtust á götunni þegar skýin ákváðu að sleppa svolitlu