Sjúkrasögur

Vegir ástarinnar
Vegir ástarinnar

Vegir ástarinnar

Published Apríl 2015
Vörunúmer 325
Höfundur Tina Beckett
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Lucas Carvalho var heppinn maður.
Það sögðu læknarnir honum í það minnsta. Ef hann gæti
bara munað af hverju.
Það var ekki eins og hann gæti ekki munað neitt. Hann gat
það. Hann vissi hvað hann hét fullu nafni, að hann væri
lýtalæknir frá Kaliforníu og að hann hafði komið til Brasilíu til
að vera á læknaráðstefnu.
Það voru þó stórar gloppur í minni hans sem þurfti að ráða
bót á. Það var eins og mikilvægar upplýsingar hefðu þurrkast
út í einni svipan. Eins og til dæmis hvernig hann hafði endað
hér með höndina í fatla og skurð neðarlega á kviðnum... eða af
hverju hann lá í sjúkrarúmi.
Og bróðir hans... maðurinn sem hafði staðið yfir honum
þegar hann vaknaði eftir aðgerðina fyrir þremur dögum. Bróðirinn sem hann hafði ekki séð í næstum þrjátíu ár, hafði farið í
fyrradag til Bandaríkjanna í áríðandi erindagjörðum.
Erindið varðaði konu.
Viprur fóru um varir hans. Síðast þegar hann elti konu var
þegar... heili hans reyndi að finna svar.
Nei. Það hafði aldrei gerst. Og myndi aldrei gerast.
Hann vonaði að minnsta kosti að hann hafi ekki gert einhverja vitleysu á þeim tíma sem hann gat ekki munað eftir.
Sæti hjúkrunarfræðingurinn sem kom og heimsótti hann
nokkrum sinnum hafði fullvissað hann um að það var hann
sem hafði talað bróður sinn til og hvatt hann til að fara á eftir

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is