–Bara við tvö erum svo vitlaus að vera á fótum, sagði hún við tveggja ára gamla hundinn sinn, Boomer, og neyddi sig til að anda rólega. Boomer opnaði ekki augun. –Og ég held að það eigi bara við um mig. Að vinna á meðan aðrir sváfu hentaði Sadie ágætlega. Hún hafði litla þörf fyrir dagsbirtu og fólk eftir að henni hafði verið rænt, fyrir tveimur árum. Já, hún kipptist enn til við minnsta hljóð. Leit stöðugt um öxl. En hún var alltaf tilbúin. Átti alltaf von á því versta. Var alltaf á verði. Samt hafði síðasta árið verið friðsælt. Það var engin ástæða til að ætla að nokkuð breyttist, þrátt fyrir að eðlisávísunin segði annað. Að vera stöðugt á verði var svona svipað og að leggja bíl en skilja eftir kveikt á háu ljósunum. Innan skamms yrði hún straumlaus. Boomer ýlfraði aðeins í svefni. Verndari hennar? Það var fyndið. Hún hafði valið stóran hund í athvarfinu sér til verndar. Þessi golden retriever hennar var hins vegar álíka hugrakkur og Scooby Doo. Hann vildi bara éta og gæti ekki einu sinni rekið burt kött. Hins vegar hafði hann hátt og geltið gat verið ógnvekjandi. Sadie bjóst við að það nægði til að láta menn hugsa sig tvisvar um. Þegar hún beygði sig niður til að taka hveitipokann upp, heyrði hún annað hljóð sem fékk hárin til að rísa á höfði hennar. Boomer hallaði líka undir flatt þegar smellur heyrðist í lás. Hjartað barðist í brjósti hennar.
–Við vitum það. Ef þú talar við lögregluna, deyr hann, sagði annar maðurinn. –Við höfum samband. Noah öskraði á hana. Hún heyrði skelfinguna í rödd hans. Vonleysið fyllti hana á meðan hún barðist við gaddavírinn, horfði á mennina hverfa inn í skóginn með frænda hennar. Nei. Almáttugur, nei. –Hann er veikur. Hann þarf lyf, kallaði hún. Þeir hurfu án þess að líta um öxl. Sársaukastingir þutu upp fótlegginn. Óttinn greip hana. Trén voru allt um kring. Noah hafði verið rænt og hún var föst. Hjálparlaus. –Gerið það. Einhver. Hófadynur heyrðist í fjarska. Hún greip andann á lofti og leit í kringum sig. Voru fleiri á ferli? Allt hafði gerst svo hratt. Hve lengi höfðu þeir dregið hana? Hve langt inn í skóginn var hún komin? Allt sem minnti á graskersakur var horfið. Engin opin svæði eða heybaggar. Ekkert appelsínugult. Engin lykt af dýrafeldi og yl. Það var ekkert kunnuglegt í kringum hana núna. Miðað við blóðið sem hún sá og sársaukann, átti henni eftir að blæða út. Nei. Hún mátti ekki deyja. Noah þarfnaðist hennar. Reiðin kraumaði innra með henni og henni hitnaði allri. Katherine varð að bjarga honum. Hann átti engan annan að. Líklega var hann skelfingu lostinn, sem gæti leitt til astmakasts. Án pústsins eða lyfsins, gæti