Flýtilyklar
Barb Han
-
Ættardeilur
Hvers vegna fann hann þá fyrir henni þar sem hann gekk í áttina til hennar? Hann kærði sig ekki um að taka eftir löngu leggjunum, stígvélunum, hvíta kjólnum eða síða, jarpa hárinu.
Það hafði ekki verið hans val að binda enda á ástarsamband þeirra. Hann hafði einfaldlega brennt sig á henni. Þegar hann hugsaði um það hversu auðvelt hún hafði átt með að binda enda á sambandið hleypti hann brúnum og fann fyrir reiði.
–Hvað ert þú að gera hér? hreytti hann út úr sér.
–Ég kom til að finna þig, svaraði hún og krosslagði hendurnar. Það gerði hún gjarnan þegar hún var svolítið taugaóstyrk en vildi leyna því.
–Ég á ekkert vantalað við þig, sagði hann og gnísti tönnum. Hann var vissulega reiður.
Sambandi þeirra hafði lokið fyrir fáeinum mánuðum og hann var enn ekki búinn að jafna sig eftir slitin. Hún leit vel út og það bætti vara gráu ofan á svart í hans augum.
–En ég þarf að tala við þig, sagði hún.
–Hvað er að? Hvar er nýi kærastinn? Ryder nam staðar. –Þú ert að sóa tíma þínum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Harðjaxlinn
Joshua O‘Brien tók fótinn af bensíngjöfinni.
Jeppinn hikstaði áður en hann drap á sér. Hann var orðinn bensínlaus í skyndiflóði fjörutíu og fimm kílómetra frá búgarði fjölskyldunnar í Bluff í Texas. Hann bölvaði ónákvæmninni í bensínmælinum og opnaði bílstjóradyrnar. Það samræmdist ekki beinlínis hugmyndum hans um skemmtileg föstudagskvöld að aka alla leið til Harlan til að sækja kassa af vörum sem fara
áttu á árlegt jólauppboð fjöskyldu hans. Þegar Nelson ekkjufrú hafði komið til dyra í rauðum silkibaðsloppi og boðið honum upp á drykk hafði skemmtunin minnkað enn frekar. Joshua hafði tapað hlutkestinu um það hver ætti að fara að sækja kassann og fást við ekkjuna sjötugu. Svona ferðir voru ein af ástæðum þess að Joshua langaði ekki til að vinna til frambúðar á búgarðinum. Hann saknaði löggæslustarfanna.
Á hinn bóginn ætlaði hann ekki að takaákvörðun um það hvort hann framlengdi tímabundna leyfið frá lögreglustörfunum og sinntibústörfum enn um hríð.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á bláþræði
Tyler var meinilla við slys og óhöpp.
Bræðurnir sex höfðu erft nautgripabúgarðinn tveimur mánuðum eftir að foreldrar þeirra höfðu beðið bana í „slysi“. Nýjar vísbendingar höfðu orðið til þess að lögreglustjórinn hóf rannsókn málsins á ný, enda benti margt til þess að um morð hefði verið að ræða.
–Ertu ómeiddur? kallaði hann og vonaðist eftir svari þó að hann byggist ekki við því.
Líkaminn var fastur undir hjólinu. Tyler sá hann ekki vel, en hafði nógu oft orðið vitni að svona atburðum til að gera sér grein fyrir því við hverju mátti búast.
Ekkert farsímasamband var á þessum hluta jarðarinnar svo að hann gat hvorki hringt á sjúkrabíl né lögreglu. Labbrabbtækið hafði hann skilið eftir á geldingnum sínum, honum Digby. Flestir stórbændur notuðu fjórhjól og
pallbíla til að kanna ástand girðinga, ekki sístþegar jarðirnar voru jafn stórar og Nautabú.
Tyler hafði hins vegar talið að hestinum veittiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vonarglæta
Nöpur hviða nísti Dallas er hann sté út úr pallbílnum sínum og lokaði á eftir sér. Hann bretti upp ermarnar á yfirhöfninni. Umferðin var lítil og hann hafði því komist í búðina á mettíma. Yfirleitt var búið að opna hana á
þessum tíma, en Jessie hafði oft verið seinn fyrir á morgnana síðan þau hjónin eignuðust tvíbura snemma í mánuðinum á undan.
Bíll ók yfir planið. Var þetta Kate Williams, hinn stolti eigandi súpueldhússins Matverks?
Dallas hafði ekki hitt hana enn, enda hafði hann haft nóg fyrir stafni á búgarðinum frá því að foreldrar hans dóu.
Kona kom út úr bílnum og opnaði afturdyrnar. Hún var lágvaxin, klædd þykkum, bláum jakka og með trefil. Hann hló innra með sér. Konunni var greinilega jafn illa við kulda og honum.
Honum sýndist hún vera í bláum gallabuxum og loðfóðruðum stígvélum. Þetta voru dýr föt ef þess var gætt að konan rak súpueldhús.
Og hún byrjaði bersýnilega snemma að vinna, því að klukkan var ekki nema hálfsex.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Játningar
Beckett Alcorn, öðru nafni mannræninginn frá Mason Ridge og alræmdasti glæpamaður í sögu Mason Ridge, sat í fangelsi, þar sem hann átti heima. Þar með hefði fimmtán ára hremmingum íbúa bæjarins átt að vera lokið. En þá hafði Alcorn sagt til félaga síns gegn því að sér yrði sýnd mildi. Þeir Jordan Sprigs höfðu stýrt barnaránshring í Texas síðastliðin fimmtán ár. Sprigs var talinn vera í felum utan ríkisins. Bæjarbúar hefðu átt að geta sofið rótt, en sú var ekki raunin. Kallað hafði verið eftir aðstoð alríkislögreglunnar við leitina að Sprigs. Afar ólíkleg var að hann skyti upp kollinum þarna. En engum var rótt. Þessu máli virtist aldrei ætla að ljúka. Ef til vill var það þess vegna, sem Dawson var viss um að ekki væru öll kurl komin til grafar. Alcorn var í fangelsi, Sprigs hundeltur og lífið í bænum ætti að ganga sinn vanagang á ný. En ennþá voru undarlegir hlutir að gerast og skuggaverur að læðast meðfram húsum. Foreldrar Melanie, fyrrverandi starfsmenn póstþjónustunnar, voru á ferðalagi á húsbílnum sínum og hún því ein heima. Þess vegna leist Dawson ekki á þessar mannaferðir og laumaðist út um bakdyrnar til að kanna málið. Ef hann gægðist inn um glugga og yrði ekki var við nein vandræði gæti hann sofið rólegur. Sofið? Við lá að hann skellti upp úr. Það var ekki beinlínis róandi til þess að vita að Melanie væri ein heima og alræmdur glæpamaður léki lausum hala. En ef hann gengi úr skugga um að Melanie væri óhult gæti hann vonandi fest svefn. Auk þess þurfti hann að sjá hana, en það var aukaatriði.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Myrkt Leyndarmál
Lisa Moore vaknaði með andfælum. Hún reyndi að setjast upp, en þá var eins og þúsund naglar væru reknir í hana og höfuðið hlutað sundur. Skær flúrljós blinduðu hana. Hún missti jafnvægið og skall aftur niður á stífa dýnuna. –Hana nú, farðu varlega. Áður en hún gat gert aðra tilraun til að setjast upp kraup Ryan Hunt hjá henni. Návist hans róaði hana mjög. –Hvað ertu að gera hér? spurði hún. Er hún leit í kringum sig sá hún að hún var á spítala. –Og hvað er ég að gera hér? –Ég kom um leið og hringt var í mig, sagði Ryan með sinni lágu, dimmu og heillandi rödd. Hún sá votta fyrir einhverri tilfinningu í augum hans sem hún áttaði sig ekki á. Ryan var hávaxinn maður og stæltur. Hann var ekkert lamb að leika sér við. Var það ekki áreiðanlega bara þess vegna sem henni fannst svona notalegt að hafa hann þarna? En hvað hafði eiginlega komið fyrir? Skyndilega mundi hún það og um hana fór heiftarlegur hrollur. Beckett Alcorn, sonur voldugasta mannsins í bænum, hafði ráðist á hana. Faðir hans hafði nýlega verið handtekinn, grunaður um þátttöku í barnsráni sem hafði skekið bæinn Mason Ridge í Texas fyrir fimmtán árum. Frést hafði að Charles Alcorn hefði tekist að flýja áður en yfirheyrslur byrjuðu og mikil leit væri gerð að honum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Ógnvaldurinn
Undanfarið ár hafði verið Dylan Jacobs erfitt, svo ekki væri dýpra í árinni tekið. Hann hafði ekki einasta komist að því að hann ætti barn, heldur að móðirin, sem hafði leynt hann barninu, lægi fyrir dauðanum. Hann langaði til að vera henni reiður fyrir hvort tveggja, en gremjan hafði fjarað út á leiðinni að spítalanum þar sem hún lá banaleguna. Og um leið og hann horfði í grænu augun dóttur sinnar, sem voru nákvæmlega eins og augun hans, bráðnaði hann fyrir henni.
Það hafði verið auðvelt að heillast af Maribel. Hún var rjóð í kinnum, dökka hárið var liðað og hláturinn yndislegri en sólargeisli.
Hins vegar hafði herþjónusta hans í Afganistan verið barnaleikur miðað við það að ala upp og annast tveggja ára telpu sem hafði nýlega misst allt sem hún átti.
Eitt ár gat svo sannarlega skipt sköpum.
Dylan settist á hækjur sér við enda gangsins, rétt utan sjónmáls, og hlustaði á hljóðið í rafmagnstannburstanum hennar Maribel uns það þagnaði. Næst heyrði hann létt fótatak hennar á bambusgólfinu á ganginum. Hann kannaðist við leikinn, enda höfðu þau farið í hann á hverjum morgni síðan hún fluttist til hans í
Mason Ridge. HúnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Mannaveiðar
Rebecca Hughes bar höfuðið hátt og hafði augun hjá sér þar sem hún ýtti innkaupakerrunni áfram í hitanum í Norður Texas. Hún deplaði augunum og reyndi að hlífa augunum við sólskininu.
Sendiferðabíll stóð við hliðina á bílnum hennar á bílastæði matvöruverslunarinnar og það fékk hárin til að rísa aftan á hálsinum á henni. Rúðurnar voru skyggðar svo hún sá ekki bílstjórann eða nokkuð annað sem gæti leynst í bílnum. Viðvör unarbjöllur glumdu í huga hennar þegar hún nálgaðist bílinn sinn.
Það voru nákvæmlega fimmtán ár frá því að henni og yngri bróður hennar hafði verið rænt og dagsetningin gerði hana alltaf hvekkta. Þau höfðu verið lokuð inni í sitt hvorum skúrnum. Þegar tækifæri gafst, tókst Rebeccu að sleppa og taldi sig geta sótt hjálp. Þess í stað villtist hún í skóginum og sá litla bróður sinn aldrei aftur.
Hún hélt kerrunni í miðri gönguleiðinni og gætti þess að enginn gæti komið sér á óvart. Axlirnar spenntust og minningarnar komu af krafti.
Þrjátíu og sex tíma kvalir áður en hún slapp, án bróður síns. Hryllingurinn og hvarf Shanes myndi ásækja hana allt hennar líf.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Endatafl
hafði verið með bundið fyrir augun í margar klukkustundir að henni fannst en hafði samt glatað öllu
tíma skyni og verið leidd gegnum víti.
Gróðurinn varð sífellt þéttari eftir því sem hún
gekk lengra. Þyrnar stungust í fætur hennar. Sólin
hafði brennt hörundið. Ökklarnir voru þaktir maurabitum.
Maður sem þeir kölluðu Dueño hafði skipað
mönn unum að breyta útliti hennar. Þeir höfðu skorið
af henni hárið og hellt einhverju yfir það sem lyktaði
eins og bleikiefni. Hún bjóst við að þeir hefðu gert
þetta svo hún passaði ekki lengur við lýsinguna á
kon unni sem orlofsstaður hennar myndi tilkynna að
væri horfin. Ó guð, hún fékk í magann við að hugsa
um að hún væri horfin.
Hún hafði lesið um að bandarískum ferðamönnum
hefði verið rænt í fríum en kom svona lagað ekki
fyrir annað fólk? Ríkt fólk?
Ekki skráningarfulltrúa, sem átti enga fjölskyldu,
en hafði safnað og nurlað saman í þrjú ár til að komast í þessa ferð.
Mennirnir fyrir framan hana lengdu bilið á milli
sín og hún sá litlar tjaldbúðir framundan. Hún titraði
um leið og siggróin hönd lagðist á öxl hennar.
–Niður! Hann ýtti henni niður á fjóra fætur.
Dueño, leiðtogi þeirra, stóð yfir henni. Hann var
örlítið hærri en hinir og vel klæddur. Hann huldi andlitið svo hún hefði ekki getað bent á hann í sakbendingu þó að hún hefði viljað. –Viltu fara heim frk.
Baker?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Eðlishvöt
Hver yrði næsta fórnarlamb hans. Hvers vegna ætti
hann að breyta út af venjunni?
Ein ástæða kom upp í hugann. Reiði. Bob var
nákvæmur og vandvirkur. Julie hafði truflað
hann við morðathöfnina, sem hann lýsti sem
kyn örvandi fremur en kynlífstengdri. Ef til vill
hafði það nægt til að kalla á breytingu.
Luke gat þó ekki útilokað þann möguleika að
um hermikráku væri að ræða. Mynd af Julie
hafði birst víða í fréttum og á Netinu. Ekki varð
hins vegar framhjá því litið að Julie var svarthærð, eins og öll fórnarlömb Robs.
Hann virti fallegu, hallandi rithöndina fyrir
sér. Hún myndi gefa fleiri vísbendingar um
persónuleika Robs. Það vissi hann líka, enda var
hann bráðsnjall, og því var stóra D-ið í heiti
djöfulsins enn þýðingarmeira en ella. –Sá sem
skrifaði þetta tók sér góðan tíma.
Luke tók gagnapoka úr hanskahólfinu og
benti á miðann. –Ég sendi þetta í greiningu.
Lögregluþjónarnir kinkuðu kolli.
–Getið þið séð af einum einkennisklæddum í
nótt? Ég vil gjarnan að hann standi vaktina í
sundinu á bak við húsið hennar.
–Ekkert mál, sagði Wells. –Ég skráði hjá mér
punkta eftir að ég talaði við ungfrú Davis. ViltuVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.