Hún andaði ört, hjartað sló hratt, leit í kringum sig í svefnherberginu og svo á klukkuna á náttborðinu. Rúmlega fjögur að nóttu. Fyrir utan geisaði stormur sem skók risastór eikartrén við hliðina á húsinu hennar. Stormurinn hristi greinarnar og feykti þeim til, að öryggisljósunum sem voru sett upp á þakskyggnið. Regnið rann niður gluggana og sýndu snáklíka skugga í herberginu.
Kade Ryland alríkislögreglufulltrúi hljóp upp tröppurnar á sjúkrahúsinu í Silver Creek. Hvað svo sem það var sem gekk á var það slæmt. Enginn vafi á því. Skilaboðin í talhólfinu staðfestu það. Farðu strax á sjúkrahúsið, hafði Grayson sagt skipandi. Þar sem Grayson bróðir hans var lögreglustjórinn í Silver Creek gátu fréttirnar ekki verið góðar.
Nate Ryland lögreglufulltrúi leit einu sinni á leikskólabygginguna og vissi að eitthvað var að. Hann laumaði hendinni yfir Glockbyssuna. Eftir tíu ár í lögreglunni í San Antonio voru það ósjálfráð viðbrögð. En það var ekkert vanalegt eða ósjálfrátt við harða hnútinn sem myndaðist í maganum.
Kayla Brennan leit svo sannarlega ekki út fyrir að vera morðingi. Það var fyrsta hugsun varafógetans Dades Ryland þegar augnaráð hans féll á ljóskuna sem hljóp niður stigann. Önnur hugsun hans fór í aðra átt. Slæma átt. Hann tók vel eftir dökkfjólubláa kjólnum sem loddi við líkama hennar. Glæsilegar útlínur.
Grayson Ryland lögreglustjóri gat ekki hrist af sér tilfinninguna um að einhver fylgdist með honum. Hann renndi hendinni yfir Smith&Wesson byssuna í leðuraxlarhulstrinu og steig út úr lögreglubílnum. Hann lyfti höfðinu, hlustaði og horfði í kringum sig á þéttan skóginn sem var að kæfa gula bústaðinn. Framdyrnar voru lokaðar og gluggatjöldin dregin fyrir.