Flýtilyklar
Brauðmolar
Delores Fossen
-
Kúreki á vakt
Parker McKenna fraus. Á boðskortinu hafði ekkert verið minnst á að deila fínni máltíð með morðingja, en hann var nokkuð viss um að það orð lýsti best manninum í horninu hægra megin.–Sækjast sér um líkir, tautaði Parker við sjálfan sig.En Parker hafði aðeins drepið þegar annað kom ekki til greina, þegar hann hafði neyðst til að gera það til að vernda einhvern.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Upp á líf og dauða
Byssuskotin hljóðnuðu. Mattie Collier beið með öndina í hálsinum eftir fleiri skothvellum. Sem betur fer komu þeir ekki. Miðað við það sem sást í beinni útsendingu fréttanna í sjónvarpinu var gíslatökumálinu lokið. Martröðinni var lokið. Einni martröð að minnsta kosti. Mattie deplaði tárunum burtu og vissi að það var kominn tími til að deyja, aftur
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ótaminn
–Uss, heyrði Bailey Hodges einhvern segja. Ef þeir finna þig, drepa þeir þig. Bailey reyndi að opna augun til að sjá hver hafði hvíslað þessa viðvörun, en augnlokin hlýddu ekki. Ekki heldur aðrir líkamshlutar. Allt var þykkt og óskýrt. Hver ert þú? tókst Bailey að umla. En einhver greip strax um munn hennar. Láttu ekki heyra í þér, hvíslaði manneskjan aftur. Það var kona. En af hverju hafði hún sagt þetta? Ef þeir finna þig, drepa þeir þig.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Riddari á hvítum hesti
Þeir höfðu fundið hana. Willa Marks greip andann á lofti þegar hún sá mann stíga út úr svartri Fordbifreið sem rétt í þessu hafði ekið upp heimreiðina hjá henni. Það var merki fast við beltið hans. Hún setti höndina fyrir munn sér til að kæfa ópið sem var komið fram á varir hennar og beygði sig niður til að geta kíkt út í gegnum gluggatjöldin. Hún trúði þessu varla. Þetta gat ekki verið að gerast. Willa flýtti sér í burtu frá glugganum og þrýsti sér upp að veggnum næst hurðinni.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Móðir í vanda
Houston Sadler steig af hestinum, tók niður hattinn og sló honum við lær sitt til að hrista af honum mesta rykið sem sest hafði á hann í reiðtúrnum. Bear, hesturinn hans fnæsti í mótmælaskyni þegar Houston leiddi hann inn í hesthúsið svo hann gæti kembt hann. Þeir komust ekki langt. Ekki hreyfa þig, sagði einhver. Houston hafði hvorki tíma til að hreyfa sig né hugsa áður en hann fann fyrir byssuhlaupinu við bak sitt.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Áhyggjufullir foreldrar
Russ Gentry bölvaði í hljóði þegar brúnhærða fegurðardísin gekk inn um dyrnar á Silfurdollara kránni. Fjandinn sjálfur! Hún hafði veitt honum eftirför! Hann hafði komið auga á hana þegar hann rölti frá hótelinu á krána fimmtán mínútum áður. Hún hafði ekið löturhægt eftir götunni fyrir aftan, líkt og hún héldi að hann væri of heimskur eða blindur til að taka eftir silfurlitu Jaguar bifreiðinni. Hann hafði tekið ákvörðun um að hunsa hana, í von um að hún væri villt.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Verndari barnsins
Hljóðið í byssuskoti sendi hjarta Shaws Tolberts, kafteins í lögreglunni í San Antonio, niður í tær. Fjárinn. Þetta mátti ekki gerast. Hann mátti ekki missa einn af þessum gíslum. Ekki skjóta! hrópaði Shaw til rúmlega þrjátíu lögregluþjóna og sérsveitarmanna sem hann hafði látið umkringja Fæðingarsjúkrahús San Antonioborgar. Á sekúndubroti þagnaði allt og allir í kringum hann frusu. Engar óðamála skipanir og skraf heyrðust lengur
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í fylgd fógetans
Eitthvað var að. Reed Hardin fógeti tók Smith & Wesson skammbyssuna upp úr axlarhulstrinu og steig út úr skítugum pallbílnum sínum. Hælar leðurstígvélanna sukku í jörðina, sem var mjúk eftir rigninguna. Hann lyfti höfðinu. Hlustaði. Það var það sem hann heyrði ekki sem angraði hann. Já, eitthvað var að. Það hefði átt að heyrast í smáfuglunum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Verndarengillinn
Það tók Jonathan Taylor nokkra stund að átta sig á því að hljóðið sem hann heyrði var ekki hluti af martröð næturinnar. Einhver var að berja að dyrum. Hann leit á klukkuna á náttborðinu og sá að hún var þrjú að nóttu til. Hann bölvaði, svipti af sér sænginni og greip byssuna. Heimsókn á þessum tíma nætur boðaði aldrei neitt gott.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Skuggar fortíðar
Mason Ryland lögreglufulltrúi vaknaði við öskrið. Augun galopnuðust og Mason staulaðist á fætur af sófanum á skrifstofunni sem hann hafði sofnað á. Teygði sig í skyrtuna sína en fann hana ekki. Honum gekk betur að finna skammbyssuna sem hann hafði lagt á skrifborðið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.