Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Saksóknarinn
Það brakaði í gömlum viðnum undir hné Jonah Watson alríkislögreglumanns sem beygði sig niður til að athuga undir stóla kviðdómsins, sem von var á hvað úr hverju. Í dómshúsinu voru 34 réttarsalir. Hann og fjórir aðrir samstarfsmenn hans í alríkislögreglunni voru að yfirfara allar aðstæður í réttarsalnum áður en rétthöldin hæfust. Enduruppbygging gamla dómshússins í Multnomah sýslu hafði tekið sjö ár og átti nú að vera aðalvettvangur réttarhaldanna yfir Bomber sprengjuaðilanum. Rosalind Eyler átti að mæta fyrir rétt til að svara til saka fyrir sprengingarnar fjórar sem höfðu átt sér stað um alla Portland borg þar sem 32 saklaus fórnarlömb höfðu tapað lífinu. Umstangið og fjölmiðlafárið vegna þessa stóra máls í réttaumdæmi Oregon fylkis var þegar hafið. Mótmælendur höfðu þegar komið sér fyrir við dómshúsið til að styðja átrúnaðargoð sitt og fjölmiðlar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lífsvilji
Hún átti að vera örugg og vernduð hérna og hann gæti aldrei fyrirgefið sjálfum sér ef eitthvað hafði komið fyrir hana. Finn steig á eitthvað og leit niður. Þetta var síminn sem hann hafði látið hana hafa eftir að hann gerðist tengiliður hennar. Ætli hún hafi misst hann úr höndunum á mitt stofugólfið við að reyna að flýja árásarmann? Hann heyrði umgang sem dró hann inn á svefnherbergisganginn. Hann athugaði baðherbergið og aukaherbergið á leið sinni inn ganginn að svefnherbergi Camille. Hún hlaut að vera þar. Finn sá dökka bletti fyrir framan lokaðar dyrnar að svefnherberginu og fékk kuldahroll. Svo teygði hann sig niður til að athuga hvort þetta væru blóðdropar en fékk sting í magann. Þetta voru ekki blóðdropar heldur dökkrauð rósablöð eins og höfðu verið á glæpavettvangi allra hinna fórnarlambanna þegar Kutinn hafði lokið sér af. –Camille! Hann sparkaði hurðinni upp, rauk inn í herbergið og rétt náði að koma auga á grímuklæddan mann áður en
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á flótta
Raleigh Wilde. Þó nokkuð var liðið síðan Beckett Foster hafði séð hana og hann fann hversu mikil áhrif það hafði að berja hana augum aftur. Fjórir mánuðir, ein vika og fjórir dagar ef hann átti að vera nákvæmur. Þessi ljósgrænu augu, mjúkt dökkt hárið og há kinnbeinin. Þessi fegurð náði samt ekki að breiða yfir þá staðreynd að hún stóð þarna fyrir framan hann með afsagaða haglabyssu og beindi henni að honum. Hann lét hönd sína hvíla á byssuskeftinu sem hann bar við mjöðmina. Fyrrum forsvari góðgerðarsjóðsins Mæður í forgangi, nú sakamanneskja á flótta stóð í viðbragðstöðu. –Veistu ekki að það er ólöglegt að brjótast inn á heimili annarra alríkislögregluþjónn? Þessi rödd. Það var hægt að týna sér í þessari mjúku, rámu rödd hennar. Raleigh herti takið á byssunni. Það hafði bara tekið hana fáeinar sekúndur eftir að hún kom inn um dyrnar að gera sér grein fyrir að hann beið hennar hinu megin í herberginu. Þegar skýrslan um hana barst inn á skrifborð til hans þá hafði það bara tekið hann um nokkra klukkutíma að komast að því hvar hún hafði falið sig síðastliðna fjóra mánuði. Hún aftur á móti hafði ekki hugmynd hversu lengi hann hafði beðið hennar þarna. Hann var búinn að tæma skotin úr haglabyssunni sem hún hélt á og fjarlægja öll önnur vopn sem hann hafði fundið í kofa frænku hennar. –Svona nú. Við vitum bæði að þú hefur ekki gleymt nafninu mínu það auðveldlega
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skotmarkið
Wendy Haas hló að daðurslegri athugasemd fylgdarmanns síns og leit yfir mannþröngina í móttökusalnum. Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hún kom auga á vandræðin holdi klædd. Hún náði varla andanum. Sá sem starði á hana var enginn annar en Jagger Carr. Eini maðurinn sem gæti sett líf hennar allt úr skorðum enn og aftur. Skollitað hár hans var stuttklipptara núna og hreinlegra. Andlit hans var að hluta í skugga en það sást að hann hafði elst. Hann var herðabreiðari og hávaxnari en hana hafði minnt. Á því lék enginn vafi að þetta var Jagger, en hvernig gat staðið á því? Hann átti að sitja inni, hann hafði fengið fimmtán ára fangelsisdóm fyrir morð. Morð sem ekki hefði verið framið ef þau hefðu ekki verið saman. Fangelsisdóm sem var henni að kenna. Hann hataði hana alveg jafn mikið og hún hataði hann. En hvernig vogaði hann sér að vera undir sama þaki og hún, horfast í augu við hana en segja ekki orð? Ekki einu sinni hreyta í hana ónotum. –Heyrðu elskan, er allt í lagi? spurði Tripp Langston, sem var ástmaður hennar öðru hvoru. –Þú lítur út eins og þú hafir séð draug. Það var ekki fjarri lagi. En draugur úr fortíðinni ætti varla að vera hættulegur þótt Jagger, í eigin persónu og frjáls ferða sinna, gæti reynst henni skeinuhættur.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Saklaust fórnarlamb
Ekki nóg með að glæpaforingi hættulegustu glæpasamtaka Bandaríkjanna væri á eftir Allison þá var Henry að reyna að taka son hennar frá henni. Hún hafði lítinn áhuga á því að þau legðust svo lágt að fara að skíta hvort annað út eftir níu ára hjónaband. Benjamín var sonur þeirra beggja en hann var litla barnið hennar. Fyrr skildi hún samt dauð liggja en að leyfa honum að fá fullt forræði yfir honum og flytja með hann hinu megin á landið frá San Diego til Quantico í Virginiu. Henni var svo misboðið og ætlaði sér að berjast með kjafti og klóm fyrir Ben. Hún tók af sér demantshringinn og lét hann falla í postulínsskálina á náttborðinu við rúmið sitt. Eftir sex mánaða skilnað að borði og sæng svaf hún enn sín megin í rúminu eins og heilinn á henni vonaði enn að þau Henry fyndu leið til að bjarga hjónabandinu og brotinni fjölskyldu sinni. Hún bjó um rúmið og ákvað með sjálfri sér að hér eftir svæfi hún í miðjunni á rúminu. Allison klæddi sig í dragtarjakkann á leiðinni niður stigann í húsinu sem hann hafði viljað kaupa en ekki hún. Kannski ætti hún að sparka í Henry þegar hún hitti hann eftir 20 mínútur hjá sáttasemjaranum. Í hvert skipti sem hún hitti manninn sem hafði einu sinni verið ástin í lífi hennar þurfti hún að minna sig á að ofbeldi
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Launbrögð
Sama hvert hún fór eða hvað hún gerði þá náði Isabel Vargas ekki að leiða minningarnar hjá sér. Sumir dagar voru betri en aðrir en fimmtudagar voru verstir. Þetta var eini dagur vikunnar sem hún þurfti að sjá um að loka listagalleríinu sínu einsömul. Brenda aðstoðarkonan hennar fór snemma til þess að komast á réttum tíma á jógaæfingu hinu megin í bænum. Á fimmtudagsdagskvöldum endurupplifði hún líka oftast skelfilega atburðinn sem hennar fyrrverandi hafði borið ábyrgð á. Hún minntist áverkanna sem hún hafði borið eftir hann. Hún fann fyrir andardrætti hans aftan á hálsinum og mundi ofbeldisfulla meðhöndlun hans á henni. Hvernig hann hafði notað líkama sinn til að halda henni fanginni. Illskuna í rödd hans þegar hann urraði fúkyrðum í eyru hennar ásamt því að hann endurtók eins og vitfirringur orðin: Ég elska þig. Isabel hrökk við þegar hún heyrði í dyrabjöllunni og fékk hraðan hjartslátt. Hún dró djúpt andann til þess að róa sig niður, tók rólega saman föggur sínar, slökkti ljósin á efri hæð gallerísins og vonaði þar með að sá sem var við dyrnar gæfist upp og færi. Gerðu það ekki vera hann. Henni varð enn um og ó þegar dyrabjallan hringdi aftur. Hún náði í töflurnar í veskið sitt sem sálfræðingurinn hafði skrifað upp á fyrir hana eftir síðasta fundinn sem Isabel hafði átt
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Öryggisbrestur
Enginn alríkisfulltrúi óskaði sér að vera í þeirri stöðu að þurfa að færa vitni undir vitnavernd Dómsmálaráðuneytisins svona fréttir. –Þú ert í bráðri hættu, sagði Aiden Yazzie og dró fyrir eldhúsgluggann. Hann snéri sér að skelfdu andliti Eugene Potter. Alvarleiki málsins var augljós á múnderingunni sem fjögurra manna sérsveitarteymið var í. Þau voru fullvopnuð í skotheldum hlífðarfatnaði og höfðu komið á sérútbúnum bíl sem var lagt fyrir utan. Þegar takast þurfti á við óvenjulegar og hættulegar aðstæður þá svaraði sérsveitarteymi alríkislögreglunnar kallinu. 62 ára gamall maðurinn hrökklaðist í stól við eldhúsbekkinn. –En hvernig? Hann strauk skjálfandi hendi í gegnum þunnt, grátt hár sitt. –Ég hef farið svo varlega, hvernig komst upp um gervi mitt? Aiden skiptist á augnatilliti við félaga sinn og vin Charlotte „Charlie“ Killinger. Spurningu Eugene var ekki auðsvarað. Þetta var svartur blettur á óaðfinnanlegu orðspori San Diego skrifstofunnar. Það var allt í upplausn í
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Vitnið
Hann var enn myndarlegri en vanalega með svitann perlandi í gegnum dökka skeggrótina. –Ég er nokkuð viss um að tilraun til morðs sé ekki í starfslýsingu minni. Djúp röddin kitlaði löngun hennar til hans. Hann sendi henni bros sem hún fann fyrir alveg niður í mjaðmir. –Þú hafðir rétt fyrir þér varðandi það að ég hef verið að gera þér of auðvelt fyrir. Hann strauk löngum hárlokk sem hafði losnað úr taglinu á bak við eyra hennar. Snerting fingra hans sendi fiðrildi í maga hennar eins og hún væri enn unglingsstúlka en ekki þroskuð raunsæ 32 ára kona. –Þú þarft að þekkja hvernig það er að fyllast ótta og hræðslu til að geta sýnt réttu viðbrögðin í raunverulegum aðstæðum. Nick hafði verið akkeri hennar í gegnum þessa myrku tíma, kennt henni sjálfsvörn og orðið henni kær vinur. Staðfastur, gáfaður og kynþokkafullur vinur sem hún gat ekki hætt að hugsa um að skríða upp í rúm með. Ted Zeeman rölti inn í bílskúrinn og pikkaði á fartölvu í leiðinni. Gamli góði Ted sem hafði alltaf lag á því að trufla Nick og Lori rétt áður en þau gerðu eitthvað sem talist gæti óviðurkvæmilegt. Lori stóð upp og bauð Nick höndina til að hjálpa honum á fætur. Hann þáði það þó hann þyrfti ekki aðstoð hennar, reis á fætur og dustaði af sér. Hann var um einn og áttatíu á hæð en kraftlegur vöxturinn gaf til kynna hversu hættulegur hann var. Hún ýtti frá sér hversu fáránlega skotin hún var í McKenna alríkisfulltrúa. Ef að hún dróst að honum þá var næstum öruggt að hann væri ekki góður gæi inn við beinið. Slæmir gæjar færðu henni ekkert nema hjartasár og hver einasti maður sem hún hafði laðast að hafði skilið hana eftir í sárum. Hún var ekki í leit að fleirum. –Ertu farin að kvíða fyrir stóra deginum á morgun? spurði Ted. Að bera vitni í Alríkisdómstól landsins gegn tengdaforeldrum sínum fyrir milljóna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bannvæn svikráð
Mason einsetti sér að taka betur eftir þegar aðstoðarmanneskja hans veldi dagsetningu á árlega haustferð fyrirtækisins á næsta ári. Það var frekar erfitt að leika örláta yfirmanninn á dánardægri óleysts morðs bróður síns. Aftur á móti, þá hafði hann kannski gott af þessari samveru og að búa til betri minningar á þessum degi. 13 kílómetra löng leiðin á milli Smokey-fjallanna rétt austan við Tennessee var stórkostleg. Það skemmdi ekki að ferðast um í átta feta löngum hestvagni og fylgjast með haustlaufunum leika um í golunni. Það var mikill munur á þessu umhverfi og heimabæ hans í Louisiana, þar sem allt var sígrænt með miklum mýrum og flóum og ekki fjall í augsýn. Það eina sem hafði bjargað geðheilsu hans var að flýja daglega áminningu um hans fyrra líf og flytja hingað. Líka að hafa geta ráðið fólk í vinnu sem hafði gengið í gegnum það sama og hann. Að gert var útum starfsferil þeirra innan lögregluembætta landsins vegna rangra eða ósanngjarnra ákvarðana ráðamanna. Fyrirtækið Riddarar réttvísinnar gaf þeim öllum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Banaráð
Manning fjölskyldan gekk út úr gjafavöruversluninni, þau voru í fylgd sex öryggisvarða, þeirra á meðal voru þeir Randy Faulk og Jack Thompson. Þeir höfðu verið samstarfsmenn Bishop þegar hann vann hjá leyniþjónustunni fyrir löngu. Með þeim voru þrír núverandi samstarfsmenn Bishop úr röðum Riddara réttvísinnar. Riddararnir höfðu verið ráðnir til að styðja við leyniþjónustuna á meðan á heimsókn þessa mikilvæga fólks til bæjar þeirra stóð. Honum var tilkynnt í gegnum heyrnatækin að búið væri að ná grunsamlega aðilanum og verið væri að yfirheyra hann. Það þýddi samt ekki að fyrrverandi forsetinn væri óhultur, miðað við slæmu tilfinninguna sem Bishop var með í maganum. Hann fylgdist með hinum grunsamlega aðilanum. Sá var ekki nálægt Manning og var ekki á leið í áttina að honum en Bishop var samt ekki rólegur. Það var eitthvað ógnvænlegt í loftinu. Bishop jók hraðann og skokkaði létt til þess að hafa í við þann grunsamlega. Maðurinn var kominn á svæðið sem var lengst frá forsetanum, þar sem minnsta öryggisgæslan var. –Svæði fimm, sagði hann í samskiptatækið. –Hver er að vakta það svæði? Það átti að vera að minnsta kosti einn að vakta það svæði en það svaraði honum enginn. Maðurinn gekk upp smá hæð og hvarf inn á milli tveggja verslana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.