Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Eldraun í óbyggðum
–Hér koma konan og ökumaðurinn hennar, sagði Luke, –af hverju ætli hún hafi ekki farið með þeim.
–Kannski er hún að fara að versla eða láta laga á sér hárið. Travis reyndi að láta spennuna
ekki heyrast í röddinni um leið og hann lyfti sjónaukanum aftur til að virða fyrir sér fólksbílinn sem hafði stoppað neðan við innkeyrsluna. Hann sá glitta í karlmann undir stýri og konu við hlið hans en þurfti engan sjónauka til að vita hvernig konan leit út. Leah Carlisle var 27 ára gömul með dökkt liðað hár sem hún var vön að slétta. Augun voru brún á litinn, eins og
gott kaffi með mjólk, og hún gat sýnt margvíslegar tilfinningar með augnaráðinu einu og sér.
Hún var vel vaxin, mittið mjótt og afturendinn stinnur, brjóstin lítil og stinn og dásamlega næm. Hún naut kynlífs og þau höfðu passað svo vel saman...Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sérsveitin
Hann bægði kunnuglegum óróleikanum frá sér og fór yfir smáatriðin í verkefni dagsins. Ungur, hvítur maður, líklega á miðjum þrítugsaldri, grannvaxinn, íþróttamannslegur, um 1,70 cm á hæð. Á myndunum af honum sem hann hafði fengið úr öryggismyndavélunum frá Scotland Yard í London var hann vel rakaður og brúnt hárið stuttklippt. En Luke myndi þekkja hann þótt hann hefði látið sér vaxa skegg og litað hárið. Hann var góður í því.
Þess vegna hafði FBI ráðið hann og hans líka til sín, hermt eftir aðferð sem Bretar höfðu notað, að safna saman hópi manna sem átti auðvelt með að þekkja andlit og láta þá leita uppi sakamenn áður en þeir frömdu fleiri glæpi.
Annar maður sem Luke vonaðist til að koma auga á var maður á fimmtugsaldri, dökkur yfirlitum með stálgrátt liðað hár, og enn annar, þéttur, krúnurakaður Asíumaður með ör við annað augað.
Ef hann kæmi auga á einhvern þeirra átti hann að fá þá inn til yfirheyrslu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Yfirbót
Hann leiddi fólkið hjá sér, eða reyndi það að minnsta kosti, og beygði sig undir lögregluborðann við endann á innkeyrslunni.
–Eruð þið búin að finna líkið af henni? kallaði blaðamaður. Jared var ekki að horfa í áttina til hans en þekkti gervilega djúpa rödd Kyle Smith og var ekki hissa á að maðurinn hefði birst þarna. Þessi sjálfumglaði maður lét sér ekki nægja að segja fréttir heldur reyndi að láta þær snúast um sig að hluta, að minnsta kosti þessa frétt, þetta mál. Hann var bæði vægðarlaus og hranalegur.
Jared gretti sig við spurninguna, þoldi ekki tilhugsunina um sársaukann sem hún myndi valda fjölskyldu horfnu stúlkunnar sem hefði heyrt spurninguna eða átti eftir að heyra hana síðar í fréttatímanum.
–Fannstu einhvern tímann líkið af Lexi Drummond? kallaði annar fréttamaður? –Það eru fimm ár liðin.
Sex. Lexi hafði verið fyrsta fórnarlamb raðmorðingjans. Nei, lík hennar hafði aldrei fundist.
Fjölskyldan beið ennþá eftir að geta lokið málinu en hann hafði ekkert að bjóða þeim. Ekkert lík, engan grunaðan, engar vísbendingar.
Nú hafði morðinginn tekið aðra stúlku. Annað fórnarlamb.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Bjargvættur brúðarinnar
Snaran hertist að hálsinum á Dalton Reyes sem barðist við að kyngja munnvatni. Munnurinn á honum var þurr því að hræðslan og taugaóstyrkurinn voru að fara með hann. Hann togaði í of þrönga slaufuna um hálsinn og þakkaði guði
fyrir að það var ekki hann sem var að gifta sig.
Hann gat ekki ímyndað sér sjálfan sig lofa því að elska eina konu það sem eftir væri ævinnar... og nota svo ævina til að reyna að gera konuna hamingjusama. Hann vildi þetta ekki fyrir sjálfan sig en stóð við hliðina á Ash Stryker alríkislögreglufulltrúa þegar hann gaf Claire Molenski þetta loforð.
Ash sneri sér og leit á hann, pírði augun að varandi. Dalton áttaði sig á því að hann hafði misst af stikkorðinu og flýtti sér að stinga hendinni í vasann eftir hringnum. Af hverju í fjáranum hafði hann langað til að vera svaramaður? Það var nógu slæmt að þurfa að fara í smóking en að þurfa líka að passa upp á hringskömmina...
Þetta var of mikið. Hann vildi frekar vera í skothríð frá mafíósum en að þola álagið þegar allir kirkjugestirnir horfðu á hann. Kirkjan var að vísu lítil en það var heitt þarna og þröngt.
Svitinn perlaði á efri vörinni en svo fann hann hringinn og dró hann upp, fínlegan gullhring.
Fínlegan eins og brúðurin var.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sek eða saklaus
Hafði hún rétt honum eitthvað um leið og hún tók í hönd hans? Ash var ekki nógu ná lægur til að sjá það en aðrir fulltrúar fylgdust líka með henni.
Ash stóð upp og settist í næsta stól við borðið. Hann var að nálgast hana. Bjallan klingdi aftur, merki um að næsta 5 mínútna lota væri að hefjast.
–Hvernig getur þú litið svona út og verið svona félagslega heftur? spurði konan andspænis honum.
Hann einbeitti sér að takmarki sínu og veitti konunni varla neina athygli. Hún var sennilega nógu gömul til að vera mamma hans, jafnvel amma, gráhærð og með lítil lesgleraugu hangandi í gullkeðju um hálsinn, klædd peysu með kattamyndum. –Afsakaðu?
–Þú hefur ekkert talað við konurnar á undan mér, sagði hún. –Fyrst þú lítur svona út, há vaxinn og dökkur yfirlitum og myndarlegur, þarftu sjálfsagt ekkert að segja. Þú getur látið rymja í þér og konurnar fara með þér heim.
Hann langaði til að rymja af gremju og óþolinmæði en hún gæti tekið því sem heimboði. –Fyrirgefðu, sagði hann, –þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á svona lagað...Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ræningjarnir
Hann skildi bílstjórahurðina eftir opna og hljóp yfir bílastæðið sem var fullt af viðskiptavinum. Hvað voru margir hugsanlegir gíslar inni í bankanum? Hvað gætu margir orðið fyrir skoti miðað við lætin í ræningjunum sem skutu án afláts. Blaine gat ekki beðið eftir hjálp, ekki þegar svona margir saklausir borgarar voru í hættu.
Hann hljóp hálfboginn að dyrunum, ýtti þeim harkalega upp og þaut inn. –FBI, kallaði hann hátt til að reyna að róa fólkið sem æpti og grét af hræðslu.
Aðkoma hans espaði ræningjana bara upp.
Glerið fyrir aftan hann brotnaði þegar kúlurnar flugu yfir höfuðið á honum og í gegnum gluggana og brotunum rigndi yfir viðskiptavinina sem lágu á grúfu á gólfflísunum. Innveggirnir, sem voru glerskilrúm sem aðskildu skrifstofurnar frá aðalsalnum, brotnuðu líka.
Fleiri fóru að æpa og snökta.
Blaine skýldi sér bak við eina af stoðunum úr steinsteypu og stáli sem hélt loftinu í nýtískulegri byggingunni uppi. Hann lyfti hendinni, gaf viðskiptavinunum bendingu um að liggja kyrrir og mat aðstæður. Nokkrir voru skrámaðir eftir fljúgandi glerbrot en ekki var að sjá að neinn væri dauðsærður. Enginn hafði fengið skot í sig. Ennþá.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leyndarmál í San Antino
Tveimur mánuðum fyrr, í Denver í Kólórado Það var napur nóvembergrámi í Denver og ekki glitti í heiðan himin. Rafe Vargas var samt ekki kalt þótt andardráttur hans breyttist í gufu í ísköldu loftinu. Öll hans athygli beindist að
dyrunum á vöruskemmunni. Húsalengjan var nánast yfirgefin og appelsínugul aðvörunarbönd og keilur voru út um allt. Og það var ekkert skrítið því Rafe þurfti ekki að fara inn í bygginguna til að vita að dínamít og kveiki þræðir lágu þvers og kruss út um allt. Það átti að sprengja alla miðbæjarhúsalengjuna til grunna eftir fáeinar mínútur. Það var eins gott að tölvunörðurinn hjá CTC, Zane Westin, væri með hnitin á takmarki Rafes á hreinu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gísl
Það snarkaði í varðeldinum, sem kastaði óhugnanlegri birtu og skuggum á andlit ungu áhorfendanna. Stóreygir hlustuðu þeir á sögumanninn, sem átti athygli þeirra alla.
Hinum megin við eldinn sátu Zack Scott, lögreglustjóri í Mystic Glades, og vinur hans, Cole Larson, rannsóknarlögregluþjónn í Colliersýslu, og biðu þess að sögunni lyki til þess að þeir gætu fylgt ungviðinu í bæinn.
Fimmtíu metra í burtu, undir bogadregnu skilti sem líktist krókódíl, var innkeyrslan í sérviskulega og skondna bæinn Mystic Glades. Þar bjuggu tvö til þrjú hundruð manns í bæ sem lá í leyni á fenjasvæðunum í Flórída, nokkrum kílómetrum frá þeim hluta þjóðvegar I75 sem gekk undir heitinu Krókódílasund. Miðbærinn var ein malargata með tvílyftum verslunar og íbúðarhúsum úr timbri og fyrir framan þau höfðu verið lagðar gangstéttir úr plönkum.
Gatan var eins og leikmynd úr spagettí vestra og ekki dró úr áhrifunum að allmargir íbúanna gengu um með skotvopn, annað hvort falin eða fyrir allra augum. Þeirri hefð var Zack staðráðinn í að breyta. Það gekk hins vegar hægt, enda sögðust bæjarbúar þurfa á byssum sínum að halda til að verja sig fyrir slöngum og krókódílum, kvikindum
sem voru mjög algeng á þessum slóðum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ögurstund
Það var ómögulegt að aka bíl inn í graslendið, inn á milli sýprustrjáa og fenjaviðar, nema bíllinn væri á flotholtum. Ryðgaði bíllinn hans Eddie var á sléttum dekkjum sem voru við það að springa. Engin flotholt sjáanleg.
Colton ók út á vegaröxlina rétt við brú sem lá yfir ræsi. Þarna hafði GPS-sendirinn sýnt að Eddie var niðurkominn rétt áður en hann beygði inn í mýrlendið. Það hafði ekki gagnað neitt að láta tæknina um að elta þann grunaða. Hann hefði átt að halda sig nær og hafa augun á Eddie frekar en að treysta á sendinn. Þegar ungi maðurinn beygði út á milliríkjaveginn hafði Colton haldið að hann gæti orðið smeykur ef hann sæi sama svarta Mustanginn í baksýnisspeglinum allan tímann svo hann hafði hægt á sér.
Hvar var vandræðagepilinn núna? Greinilega ekki á þjóðveginum og ekki á vegaröxlinni. Ef GPS-tækið hafði rétt fyrir sér og hann hafði ekið hérna út af veginum gat hann ekkert farið.
Há girðing lá meðfram þessum hluta vegarins á svæði sem gekk undir nafninu Alligator Alley.
Girðingin kom í veg fyrir að villt dýr þvældust út á veginn og yllu slysum. Samt sýndi punkturinn á tækinu að maðurinn sem Colton elti hafði ekið í suður, framhjá girðingunni.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Við dauðans dyr
Dex horfði út um gluggann á Cessna Covalisflugvélinni sinni yfir víðáttu Evergladessvæðisins fyrir neðan sig. Hann flaug á 350 km hraða og tilbreytingalausa, sandlita sefgrassléttan fyrir neðan hann náði yfir stórt svæði, rofin af einstaka skurðum, fullum af leðju, og stórum sýprustrjálundum í vatninu og ræturnar stóðu upp úr söltu vatninu eins og risastór hnúskótt hné. Ef þetta svæði líktist votlendinu heima í Saint Augustine gat hann ekki skilið hvernig nokkur gat þolað lyktina af rotnandi gróðri, lykt sem minnti á úldin egg, nógu lengi til að vilja koma í heimsókn þangað og ennþá síður að búa þar. –Jake, ég skil þetta ekki. Hann hélt farsímanum við eyrað meðan hann horfði út um glugg ann. –Þú lagðir þig fram við að sannfæra mig um að leggja peninga í stofnun einkaspæjarafyrirtækisins Lassiter & Young en svo ertu tilbúinn að hætta, örfáum mánuðum eftir að þú fórst frá öllu sem þú þekktir, þar á meðal mér, og opnaðir stofu í Naples. Fyrir hvað... þessa mýri sem er full af daunillum plöntum og fleiri krókódílum á fermetra en fólki? Getur þú ekki fengið Faye til að flytja frekar en að þú flytjir til Mystic Glades? –Bíddu nú við, sagði Jake, –hvað áttu við þegar þú segir þessi mýri? Ertu ekki ennþá í norður Flórida?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.