Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Dulmálið
–Dr. Fleming, geturðu tjáð þig um viðvörunina
sem var gefin út vegna kjarnaofnsins í MiðVirginíu eftir jarðskjálftann á þriðjudaginn?
–Dr. Fleming, er öruggt að nota kjarnorku?
–Er almenningur í hættu?
Claire Fleming kreisti fram bros þegar hún
sneri sér að nokkrum fréttamönnum sem stóðu
á gangstéttinni framan við skrifstofur kjarnorkuöryggisnefndar. Hún hafði búist við þessum spurningum, en vonast eftir að geta fengið
sér kaffibolla fyrst. Morgnarnir voru nógu erfiðir þó að kaffileysi bættist ekki við. Kaffið
kom henni í gang.
–Ég vil fullvissa fólk um að ekkert óhapp
átti sér stað í kjarnorkuverinu í Mið-Virginíu.
Kjarnaofninn gaf frá sér væg merki um truflanir
í kjölfar jarðskjálftans, en neyðarbúnaðurinn
tók við stjórninni eins og vera ber og almenningur var aldrei í hættu. Kjarnorka er enn einhver öruggasta leiðin til að fullnægja vaxandi
orkuþörf þjóðarinnar.
Einn fréttamaðurinn, lágvaxin og þybbin
kona með stór gleraugu og alvörusvip, páraði
eitthvað hjá sér og opnaði svo munninn til að
spyrja, en Claire stöðvaði hana með því að rétta
upp höndina og brosa afsakandi. –Við höldum
fréttamannafund síðar í dag og ég yrði þakklát
ef þið biðuð með spurningarnar þangað til hann
hefst.
Fréttamennirnir mölduVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Mannslíf í húfi
Hvar er hún?
James fitlaði við bjórglasið sitt og horfði á
sjónvarpið fyrir ofan barinn með öðru auganu. Hann sat í horninu og sá yfir alla krána
og enda þótt hann væri lítið fyrir golf voru
myndirnar frá golfkeppninni það skásta sem
um var að vera á þessari stundu.
Hann leit á úrið sitt, lagði glasið á borðið
og fékk sér handfylli af jarðhnetum. Kelly
var yfirleitt stundvís, en ef til vill hafði
dagurinn verið langur eða umferðin mikil.
Það rigndi og ökumenn í Washington misstu
stundum vitið þegar dropi kom úr lofti. Ef
hún kæmi ekki fljótlega drykki hann bjórinn
sem hann hafði keypt handa henni. Hann
myndi bara gera henni greiða með því.
Engum fannst volgur bjór góður.
–Viltu annan, James? kallaði Danny og
þurrkaði af barborðinu.
James hristi höfuðið. –Ekki strax, takk.
Ekki fyrr en ég er búinn með bjórinn hennar
Kelly.
–Ætti hún ekki að vera komin?
Eins og eftir pöntun opnuðust dyrnar og
Kelly kom askvaðandi inn, alvarleg á svip og
strauk regndropana af yfirhöfninni. Hún
veifaði til Dannys á leiðinni að borðinu, settist síðan og stundi og tæmdi svo úr bjórflöskunni í einum teyg. James rak upp stór
augu. Hún setti síðan flöskuna á borðið og
ætlaði að biðja um aðra, en Danny var þá
kominn með flöskuna og brVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Upprisan
Það var steikjandi hiti á veginum sem hann
hafði gengið klukkustundum saman, dögum
saman eða allt sitt líf. Hann var ekki viss og
það skipti engu. Það eina sem skipti máli var
ógreinilegi depillinn í fjarska, þar sem brennheitir geislar sólarinnar spegluðust í einhverju
sem hlaut að vera stöðuvatn. Hann verkjaði í
skraufþurran munninn þegar hann hugsaði um
vatn, ferskt og svalandi.
Hann staulaðist áfram. Fæturnir voru alsettir
blöðrum. Í huga hans kom upp minning um
fagurbláa sundlaug og íturvaxna konu með stór
sólgleraugu sem gekk til hans. Þegar hún
brosti fylltist hann girnd.
–Til í annan? spurði hún og rétti honum einhvern rjómakenndan, ískaldan drykk í glæru
plastglasi. Safarík ananassneið prýddi jaðar
þess. Minningin var svo ljóslifandi að hann gat
næstum fundið bragðið að vökvanum. Hann
fann líka næstum því bragðið að vörum hennar
og hvernig mjúkt, dökkt hárið var viðkomu.
Hann brosti og teygði sig í áttina til hennar.
Þá fann hann skorpnar varir sínar springa og í
stað sæta bragðsins fann hann salt blóðbragð í
munni sér. Hillingin stríddi honum í fjarska.
Hitinn og sólin villtu honum sýn. Þú kemst
aldrei til hennar aftur, jafnvel þótt þú gangir á
heimsenda.
Hann gat þóVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Tvíburarnir
Var til of mikils mælst að fá frið, fyrst hún gat
ekki endurheimt son sinn?
Spurningin ómaði í höfði hinnar sextíu og
átta ára gömlu Nancy Rayford, þrátt fyrir öflugu lyfin sem hún var nýbúin að taka. Áfram
var barið að dyrum. Hvað var klukkan eiginlega? Hvað hafði hún sofið lengi?
Hún reif af sér teppið, settist upp í sófanum
og leit á sjónvarpið, þar sem einhver grínisti
lét móðan mása. Hún skrúfaði niður í honum.
Áhorfendur hlógu óskaplega. Það var eitthvað
svo óviðeigandi, enda hafði yndislegi strákurinn hennar verið brenndur fyrir tveimur vikum. Öskuna geymdi hún í duftkeri.
Hún minnti sjálfa sig á að hann hefði ekki
verið strákur, heldur maður. Þeir höfðu báðir
verið fullvaxta menn, hann og Ian. En hún
hafði aldrei kynnst þeim á fullorðinsárum eða
sem hermönnum. Um var að kenna uppeldisaðferðum eiginmanns hennar. Nú var hann
farinn líka og hún ein eftir, einmana roskin
ekkja, umkringd þúsundum ekra af beitilandi,
sem þurrkar herjuðu á, og þyrstum nautgripum.
Höggin hófust á ný, hálfu harðari en áður.
Þau bergmáluðu í deyfðum huga hennar uns
henni varð að lokum ljóst að eitthvað hlaut að
vera að. Hún skalf við tilhugsunina um að
fleiri einkennisbúnir menn stæðu við dyrnar
hjá henni, menn sem tilkynntu henni að eini
eftirlifandi sonur hennar, frumburðurinn Zach,
væri dáinn líka.
Hún rak upp sársaukavein er húnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fingraför
Tíu mánuðum eftir að Lena Perez hvarf fannst
konulík á bökkum árinnar Charles. Síminn vakti
Gray Bartlett aðstoðaryfirlögregluþjón klukkustund áður en vekjaraklukkan hans átti að hringja.
–Ég vil ekki fullyrða of mikið strax, en þetta
er líkt handbragði Valentínusar, sagði aðstoðarvarðstjórinn. Gray þurfti ekki að vita meira.
Valentínus var hans mál, hans morðingi. Enn
eitt líkið sem sá maður hafði á samviskunni.
Hann brölti fram úr, neri á sér andlitið og
staulaðist fram í eldhús. Íbúðin var fábrotin og
alls ekki heimilisleg. Hann nam staðar á eldhúsgólfinu, klæddur nærbuxum einum fata, hellti í
sig kaffi frá deginum áður og virti fyrir sér tómlegar vistarverurnar. Svo fleygði hann drykkjarkönnunni í vaskinn.
Fyrstu tveir sólarhringarnir skiptu mestu máli.
Eftir það minnkuðu líkurnar á því að hægt væri
að upplýsa glæpinn. Hve mörgum klukkustundum skyldi Gray vera á eftir morðingjanum?
Hafði glæpurinn verið framinn fyrir tveimur
dögum eða fimm tímum? Hann fór í steyðibað,
rakaði sig og var kominn út tíu mínútum seinna.
Hann hafði verið enn fljótari að komast í gang
þegar hann var í hernum.
Umferðin inn í Boston var lítil. Háskóla stúd entar voru í sumarfríi og borgin virtist hálftóm. Hann
lagði bílnum hjá lögreglubifreiðum sem stóðu uppi
á hæð þaðan sem sást yfir ána. Þar var nokkur
fjöldi manna saman kominn til að fylgjast með því
sem um var að vera. Lög reglan hafði strengt gulan
borða fyrir tröppurnar niður á árbakkVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fullkomin glæpur
Hún hélt áfram inn ganginn og dró andann
djúpt þegar hún sá að dyrnar hjá Jack stóðu opnar.
Sally kom alltaf undirbúin og svo var einnig í þetta
sinn. Hún var með áætlun. Hún ætlaði að þykjast
hlusta á áhyggjur hans, en standa fast á sínu og
hafna því að fá aðstoðarmann, sama hvað Jack
segði. Því hafði hún samið áhrifaríka ræðu í gærkvöldi, sem lyki þegar hún horfði út um gluggann,
sneri sér til að morgunsólin lýsti upp andlit hennar
og tilkynnti með raddblæ sem gaf til kynna innri
baráttu og jafnframt játningu. „Málið er, Jack, að
ég vinn bara ekki sérlega vel með öðrum.“
Til vara hafði hún komið með kaffi handa honum. Aftur andaði hún djúpt að sér. Þetta myndi
virka.
Hún barði létt að dyrum áður en hún fór inn.
–Fyrirgefðu hvað ég kem seint, sagði hún glaðlega. –Vildirðu finna mig?
En lengra komst hún ekki. Hjá Jack var gestur.
Nú var þýðingarlaust að varpa sökinni á skóna eða
finna bestu birtuna í glugganum og koma með tilþrifamiklar játningar sem hún hafði lagt á minnið.
Hún fékk gæsahúð. Skyndilega var henni sama
þótt Jack Reynolds rifi hana í sig opinberlega og
kallaði hana lélegan lögmann. Henni var sama þótt
fínu, dýru skórnir spryngju í loft upp. Það eina sem
komst að var maðurinn sem var að tala við Jack.
Maðurinn sem hún hafði einu sinni lifað fyrir að
hata.
Ben McNamara. Sjálfur skrattinn.
–Halló, Sally. Jack brosti og bVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Sjö dagar til stefnu
–Já. Hún virðist hafa verið færð í hana eftir að hún lést og hárið er kolla. Stúlkan var ljóshærð.
–Alríkislögreglan hefði samt ekki áhuga á þessu máli. Ekki að svo stöddu, að minnsta kosti.
–Ég hafði hana ekki í huga, heldur þig. Dom renndi tveimur plastpokum með sönnunargögnum eftir borðinu.
–Við fundum þetta bréf hjá líkinu. Skíthællinn lofar sex táknum á sex dögum. Þann sjöunda muni hann myrða aftur. Svo var hann svo elskulegur að skilja eftir tákn númer eitt. Mynd af stúlkunni þinni.Hjartað í Nick stöðvaðist andartak þegar hann sá myndina af hinni svarthærðu Libby Andrews. Hún var að koma út úr dómhúsinu, klædd blárri dragt. Hún horfði í auga myndavélarinnar gegnum gleraugu með dökkri umgjörð. Myndin var dæmigerð fyrir Libby. Stúlkan, sem sumir í Arbor Falls kölluðu „ísprinsessuna“, var kynþokkafull í dragtinni sinni.
–Hún er ekki stúlkan mín, muldraði hann.
–Myndin virðist hafa verið rifin úr blaði, bætti hann við.
–Já. Hún er úr Journalþriðjudaginn tíunda apríl,
blaðsíðu eitt. Myndin er tekin við Brislin-réttarhöldin. Þú manst eftir öldungadeildarþingmanninum sem var sakfelldur fyrir spillingu. Libby sótti hann til saka.Nick vissi allt um málið. Þó að hann byggi í Pittsburgh hélt hann tengslum við Arbor Falls og komst ekki hjá því að frétta af réttarhöldunum. Brislin var talinn eiga bjarta framtíð í stjórnmálum þar til Libby brá fyrir hann fæti. Hann ýtti plastpokunum aftur til Doms.
–Ég veit ekki hvað þú vilt að ég geri. Þetta er þitt mál. Leystu það.
Dom hrukkaði ennið.
–Sex dagar, Nick. Við höfum ekki mikinn tíma.
–Hvað viltu að ég geri í því? Það er fimm tíma akstur heim til mín. Ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Veit Libby af þessu?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í klóm ræningjanna
Daniel Henderson stóð með hendina á skefti
skammbyssunar sem hvíldi í axlarslíðrinu undir
jakkanum. Hann hafði ekki augun af manninum
sem stóð á miðju gólfinu.
–Barnabarns þíns hefur verið saknað í hálfan
mánuð, endurtók Patrick O‘Hara og veðrað andlitið
varð alsett áhyggjuhrukkum. –Ég hef reynt allt annað. Ég fyllti út eyðublað um að stelpunnar væri
saknað en lögreglan hefur engar vísbend ingar. Ég
er að missa vitið. Þess vegna sneri ég mér til þín.
–Hvað ertu að segja? Á ég barnabarn? Kate
Winston, fyrrverandi varaforseti Banda ríkjanna,
stóð hnarreist fyrir framan hann og brá ekki svip.
Eina merkið um að maðurinn hefði komið róti á
huga hennar var náfölt andlitið. Hún leit á syni
sína þrjá, Trey, Thaddeus og Samuel. –Vissuð þið
þetta?
Mennirnir þrír hristu höfuðið.
–Hún er ekki dóttir neins af sonum þínum. Hún
er dótturdóttir þín. Dótturdóttir okkar,sagði O‘Hara.
–Um hvern fjandann ertu að tala? spurði Trey,
sá elsti.
O‘Hara hvessti augun á hann. –Kannski ættirðu
að spyrja mömmu þína um það.
Kate lygndi aftur augunum og lagði höndina á
brjóst sér.
–Þú kemur henni í uppnám, sagði Thad og tók
utan um móður sína. –Þú ættir kannski að fara,
áður en við látum fylgja þér út.
–Nei. O‘Hara varð ekki haggað og hann hafði
ekki augun af Kate. –Ég þarf hjálp til að finna
barnabarnið mitt og þú ert síðasta von mín. Nema
þú viljir ekkert af stelpunni vita, frekar en dóttur
okkar.
Nú fauk í Sam. –Komdu þér út.
Kate stöðvaði hann. –Nei, bíddu, leyfðu honum
að tala.
Patrick leit á bræðurna og svo aftur á Kate.
–Shelby var á háskólabókasafninu á þriðjudagskvöldi fyrir hálfum mánuði að vinna að rannsóknarverkefni. Hún sagðist koma heim um miðnætti. Klukkan tvö um nóttina lokaði ég kránni og
fór ég heim. Hún var ekki þar og bíllinn ekki fyrir
utan. Ég varð áhyggjufullur og keyrði alla leið að
háskólanum í Beth City. Bíllinn hennar var á
stæðinu þar, en Shelby hvergi sjáanleg. Ég veit
ekki hvað ég á til bragðs að taka, sagði hann og
neri á sér hökuna.
Daniel komst við þegar hann sá örvæntinguna í
augum mannsins. Hálfur mánuður var heil eilífð í
svona málum. Lítil von var til þess að hún fyndist
á lífi.
–Hvað er hún gömul? spurði Kate.
–Tuttugu og þriggja ára. Hún er alltaf stundvís,
sagði Patrick og kom nær.
Daniel gekk á milli Patricks og Kate. –Ekki fara
nær en þetta.
Patrick leit á hann. –Mig langaði bara til að
sýna henni mynd af Shelby, sagði hann og horfði
svo á Kate. –Hún er svo lík mömmu sinni. Og
Carrie var mjög lík þér. Dökkhærð með heiðblá
augu. Hann brosti, en varð svo strax alvarlegur
aftur. –Við verðum að finna hana. Hún er allt sem
ég á.
Daniel tók við myndinni og rétti Kate hana.
Trey steig í veg fyrir hann og tók við myndinni.
–Maðurinn er brjálaður. Þú ætlar þó ekki að fara
að hjálpa honum? Hann er að notfæra sér það að
við erum veik fyrir núna... Trey varð litið á
myndina og rak upp stór augu. –Ja, hver fjárinn.
Kate rétti út höndina. –Láttu mig fá myndina.
Trey rétti henni hana. –Þetta hlýtur að vera fölsun. Það er allt hægt í tölvum nú á dögum.
Kate starði lengi á myndina og augun fylltust
tárum. –Þetta gæti verið mynd af mér á yngri
árum. Ég skil þetta ekki, sagði hún og leit á
Patrick.
–Hvað skilurðu ekki? Þú yfirgafst dóttur þína.
Ég ól Carrie upp og hún eignaðist Shelby, sem ég
ól upp líka. Hann benti á myndina. –Shelby Raye
O‘Hara. Gullfalleg og bráðgáfuð ung stúlka sem á
framtíðina fyrir sér. Ég vona að ég finni hana áður
en eitthvað hræðilegt hendir hana. Hann kyngdi.
–Nema það sé of seint.
Daniel óttaðist að eitthvað slæmt hefði komið
fyrir stúlkuna fyrst hennar hafði verið saknað
svona lengi.
–Ég yfirgaf ekki dóttur mína. Hún dó, hvíslaðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Minnisleysi
Svik Mikes gerðu það að verkum að hann
ákvað að flytja úr fjölskyldusetrinu og taka á leigu
lítið hús í norðanverðri Raleighborg. Í raun langaði hann ekki til að vera of nálægt fjölskyld unni.
Hann kærði sig ekki um að hugsa um ástæður
þess, en fann á sér að eitthvað skelfilegt vofði yfir.
Hann snarstansaði fáeinum skrefum frá dyrunum að innri skrifstofunni. Skelfingin gagntók
hann þegar hann sá að dyrnar voru opnar í hálfa
gátt.
–Owens? kallaði hann aftur, en vissi að hann
fengi ekkert svar. Sam hafði verið í sérsveitunum
í áratug og fann á sér þegar ofbeldi hafði átt sér
stað. Hann fann næstum lyktina af því.
Hann opnaði dyrnar og bjó sig undir það versta.
Skrifstofa Owens var í rúst. Skjöl og pappír ar lágu
á víð og dreif. Owens lá hjá brotnum tölvuskjá.
Augun voru opin en blóðpollur undir höfðinu.
Sam tók varla eftir dauðaþefnum í herberginu.
Hann hafði fundið lyktina af dauðanum svo oft.
Hann hljóp til Owens, en vissi að hann var dáinn og að hann gæti ekkert gert. Hann þreifaði
eftir púlsi og kom þá auga á kringlótt gat á enninu á sálfræðingnum. Þarna hafði atvinnumaður
verið að verki.
Sundurslitnar myndir birtust í huga hans.
Honum varð þungt um andardrátt. Hann stóð upp,
tók andköf og svitnaði. Í nótt hafði hann dreymt
að hann hefði drepið einhvern. Hann hallaði sér
upp að veggnum, horfði á hendurnar á sér og
reyndi að henda reiður á því hvað væri veruleiki
og hvað ímyndun hans þjáða og skemmda hugar.
Hvenær lyki þessari vítisvist? Hvenær yrði hann
aftur samur maður?
Eitt var öruggt. Owens myndi ekki hjálpa honum framar.
Hann horfði aftur í lófana á sér eins og þar
væri svarið að finna. En svörin voru vitaskuld
engin.
Hann gæti auðveldlega hafa drepið Owens áVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Sonur frambjóðands
Thaddeus Winston kvaddi febrúarþokuna og fór
inn á lögreglustöðina í Raleigh í Norður-Karólínu.
Björt ljós skinu í móttökunni þar sem Gladys sat,
eins og venjulega. Hún hafði verið að eltast við
hann í nokkra mánuði. Hann hafði reynt að gefa
kurteislega í skyn að hann hefði ekki áhuga.
–Daginn, Thad, sagði hún, daðrandi rómi.
Hún var mikið máluð, með bláan augnskugga,
áberandi augnháralit og þykkt lag af farða sem
þrengdi sér ofan í hrukkurnar kringum augun og
munninn. Hún litaði hárið ljóst og notaði of mikinn hárúða. Fellibylur fengi ekki haggað hárgreiðslunni.
Hún var um það bil tuttugu árum eldri en Thad,
sem hafði heyrt að maðurinn hennar hefði farið frá
henni vegna yngri konu.
–Góðan daginn, Gladys. Er Darcy Jenkins
kominn? Hann talaði aldrei við Gladys um neitt
annað en vinnuna.
–Já, sæti. Hann bíður eftir þér í fundarherberginu.
Hann þakkaði fyrir með því að kinka kolli, opnaði millidyrnar og arkaði inn ganginn að innsta
fundar herberginu. Dyrnar voru opnar.
Hinn stuttklippti, dökkhærði Darcy með brúnu
augun hallaði sér fram á borðið og var að skoða
myndir. Hann var í skyrtu, með bindi og í gallabuxum, eins og ævinlega. Hann klæddist aldrei
jakka. Þegar Thad kom inn leit hann upp og rétti
úr sér. –Halló, sagði hann og klappaði vini sínum
á öxlina.
Þeir Darcy höfðu kynnst í lögregluskólanum og
verið vinir æ síðan. Thad treysti honum betur en
nokkrum öðrum. Thad hafði sérhæft sig í vettvangsrannsóknum, en Darcy farið í rannsóknarVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.