Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Framtíðardraumar
–Óhugsandi, sagði Debra Prentice hissa og
felmtri slegin við sjálfa sig og starði á þrjú þungunarpróf sem lágu á snyrtiborðinu á baðinu.
Öll sýndu prófin jákvæða niðurstöðu.
Hún var ófrísk. Á því lék enginn vafi. Það
hafði hvarflað að henni þegar blæðingarnar létu
á sér standa, en hún hafði talið víst að streitu
væri um að kenna. Það hafði gerst áður.
Hvernig gat hún verið ófrísk? Skyndilega rifjaðist upp henni nótt ein fyrir um það bil sex vikum.
Hún hafði óvænt hitt karlmann eftir að hafa
drukkið heldur mikið. Þau höfðu fengið sér
hótel herbergi og þar hafði hún sleppt fram af sér
beislinu með manni sem hún hefði betur forðast.
Hún roðnaði þegar hún rifjaði upp morguninn
eftir. Þau höfðu forðast að líta hvort á annað,
heldur klætt sig í skyndi. Nú hafði þetta ástarævintýri haft óvæntar afleiðingar.
Debra tók andköf þegar hún leit á klukkuna á
baðinu. Hún var að verða of sein. Hún hafði verið
ritari og aðstoðarmaður Kate Adair Winston í
mörg ár og aldrei komið of seint.
Hún fleygði prófunum í ruslafötuna og leit í
spegilinn. Þrönga, svarta pilsið lét ekkert uppskátt um ástand hennar, en rauða blússan undirstrikaði hins vegar hversu föl hún var, trúlega
eftir að hafa séð niðurstöðurnar úr prófunum.
Dökkskolleita hárið var að reyna að brjótast
út úr hnútnum sem hún hafði bundið það í fyrr
um morguninn, en hún hafði ekki tíma til að
laga það núna.
Hún fór fram og ákvað að hugsaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ógnartími
Ashley var farin að hata orðið fljótlega. Og
hún sá mikið eftir því að hafa samþykkt að taka
að sér þetta endurskoðunarverkefni í Destiny,
Tennessee. Ef hún væri á heimaskrifstofunni
sinni í Nashville núna, þyrfti hún varla að húka
undir borði til að fela sig fyrir brjáluðum byssu-
manni.
Ein af ungu íhlaupariturunum rak höfuðið út
úr öðrum bás skammt frá. Hvað hét hún aftur?
Karen? Kristen? Ashley hafði aðeins hitt hana
einu sinni og gat ekki munað það. Andlit stúlk-
unnar var náfölt og augun galopin af skelfingu
þegar hún bað Ashley orðalaust um hjálp.
Ashley fann magann í sér herpast saman.
Stúlkan gat ekki verið meira en nítján ára. Ashley
varð að hjálpa henni. en hvernig? Hvor básinn
var öruggari? Ætti hún að hlaupa til stúlk unnar
eða gefa stúlkunni merki um að hlaupa til sín?
Hún greip andann á lofti. Ó, nei. Gráir hár-
broddar sáust yfir skilrúmi á öðrum gangi.
Byssumaðurinn. Og hann var á leiðinni til þeirrar
nítján ára gömlu.
Ashley gaf henni merki um að fela sig.
Stúlkan hnyklaði brýrnar og lyfti höndum,
skildi ekki hvað Ashley var að reyna að segja.
Eftir nokkur skVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Spegilmyndir
Ég er myndin. Hún er nákvæmlega eins og
ég. Við erum eineggja tvíburar.
Hann strauk kámugt hár frá andlitinu og pírði
augun á hana í rökkrinu. Munnvikin lyftust í
glotti, eflaust þegar hann sá fyrir sér trekant með
tvíburasystrunum. –Ljúft.
Heather fann magann kútveltast. Hún renndi
sér af barstólnum en þá veifaði barþjónninn til
hennar.
–Líttu inn á baðherbergið, kallaði hann.
–Kannski sá ég hana halda þangað fyrir nokkrum
mínútum. Hann benti á dimman gang, rétt hjá
parinu sem hafði verið að njóta hvort annars af
miklum ákafa skömmu áður. Nú voru þau bæði
með syfjulegt bros á vör. Náunginn leit á Heather
og deplaði öðru auganu. Hún hryllti sig.
Eftir að hafa þakkað barþjóninum, bjó hún sig
aðra baráttu við mannfjöldann. Henni tókst að
troða sér að bleika neonskiltinu sem merkti
kvenna snyrtinguna.
Þegar hún opnaði dyrnar mæVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Lýtalæknirinn
Þetta var fullkominn dagur fyrir mannrán.
Stálgrá ský huldu fjallatindana, í fjarska heyrðust þrumur og bændurnir, sem voru örmagna eftir
erfiðan vinnudag í hálendinu í Perú, höfðu leitað
skjóls í moldarkofunum sínum, grunlausir um
yfir vofandi hryðjuverkaárás.
Rasheed Davar lá á maganum í grasinu og
fylgdist í gegnum kíki með bandarísku heilbrigðisstarfsmönnunum þar sem þeir voru að störfum í
búðum sínum neðar í fjallshlíðinni. –Hver þeirra
er skotmarkið?
Hryðjuverkamaðurinn við hliðina á honum
lagði kíkinn frá sér og það glampaði á silfurtönnina í honum í ljósaskiptunum. –Hún er ekki komin.
Hún?Rasheed varð ekki um sel, en hann mátti
ekki sýna nein viðbrögð og alls ekki efasemdir
eða áhyggjur. Of mörg mannslíf voru undir því
komin að verkefni hans heppnaðist, einnig líf hans
sjálfs.
Hann lét sem sér brygði ekki minnsta og hélt
áfram að fylgjast með búðunum gegnum kíkinn.
Ung, ljóshærð kona setti sprek á varðeldinn. Við
hlið hennar sat gráhærður maður og hrærði í potti.
Bæði voru klædd læknasloppum. Önnur kona,
dökkhærð í víðri úlpu, kraup á segldúk sem þakinn var lyfjum og flokkaði þau. Fjærst í búðunum
var dökkleitur maður, greinilega innfæddur, að
sinna múldýrum.
–Hvernig hljóðar svo áætlunin? spurði Rasheed.
Hryðjuverkamaðurinn leit áVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hermaðurinn
Það voru vandræði í aðsigi. Haley Barnes fann
það á sér. Hugboðin brugðust henni sjaldan.
Hún stóð fyrir utan skjólshúsið sem hún rak
fyrir ófrískar unglingsstúlkur og horfði út yfir
hálfdimma götuna. Enginn var á ferli þetta
kvöld. Meira að segja heimilislausi maðurinn
sem hafði tekið sér bólfestu annars staðar í
raðhúsalengjunni var hvergi sjáanlegur. Inni ornuðu stúlkurnar hennar sér við arineldinn.
Allar nema ein, sú sem olli henni mestum
áhyggjum.
Hún hristi af sér háskatilfinninguna sem ásótti
hana, hljóp niður á gangstétt og hélt rakleiðis að
jarðlestarstöðinni þar sem götubörnin héldu
stundum til. Hún hefði átt að fylgjast betur með
Lindsey. Stúlkan bar öll einkenni þunglyndis.
Hún borðaði ekki, svaf ekki og vildi ekki tala við
Haley. Hún þagði bara, laumaðist út þegar
enginn sá til og nú voru liðnir níu tímar síðan
hún hvarf.
Haley álasaði Lindsey ekki fyrir að vera langt
niðri. Hún var fjórtán ára og þunguð. Kærastinn
hafði yfirgefið hana og foreldrarnir vildu ekki
sjá hana. Haley hafði staðið í sömu sporum. Hún
skildi örvæntingu hennar og ótta við framtíðina.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Stúlkan sem strauk
Parker McCall, rannsóknarlögreglumaður í deild
óupplýstra mála, brá þegar hann sá ljósmyndina
af konunni á forsíðu Baltimore Sun. Hún leit út
eins og vel stæð kona á leið út úr listhúsi. Sítt,
gljáandi hárið náði niður á axlir og kraginn var
uppbrettur, enda var myndin tekin á vindasömum
degi í nóvembermánuði.
En augun voru á varðbergi.
Þetta voru augu konunnar sem myrt hafði
bróður hans. Morðingjans sem hann hafði leitað
að í fimmtán ár.
Hann tók veskið sitt úr rassvasanum, dró
þaðan
upp gamla, óskýra ljósmynd og bar hana
við myndina í blaðinu.
Hann horfði á myndina af litla bróður sínum
og eins og venjulega fann hann fyrir sektarkennd
og eftirsjá. Hinn sextán ára gamli Tommy, grindhoraður
eftir áralanga fíkniefnaneyslu,
hallaði
sér upp að útkrotuðum vegg við höfnina í
Baltimore og hvíldi höndina á öxlum ungrar
stúlku sem stóð við hliðina á honum.
Stúlku sem Parker hafði ekki tekist að finna.
Fyrr en núna.
Hann beindi athygli sinni að mjóum fótleggjunum,
víðri peysunni og villtum lokkunum í
rauðbrúna hárinu. Svo virti hann fyrir sér augu
hennar. Þau voru áhugalaus, þreytuleg og miklu
eldri en árin sögðu til um.
Hann leit aftur á myndina í blaðinu. Konan
var lítil, fíngerð og grönn og mun eldri en stúlkan
sem stóð hjá bróður hans en hann varVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í tímaþröng
–Annar dáinn strákur, sagði yfirmaður hans.
Robert hafði vonað innilega að mynstrið hætti.
Síðustu þrjár vikur hafði strákur fundist myrtur á
hverjum miðvikudagsmorgni. Þetta var fjórða vikan.
–Ég heyrði það, sagði Robert.
–Heyrðirðu að hann var frændi Franconis í borgarráðinu?
Systursonur hans.
Robert hristi höfuðið. Franconi var góður vinur
borgarstjórans. Nú færi hitinn að aukast. Auðvitað
voru allir rannsóknarlögreglumennirnir nú þegar
meðvitaðir
um málið og höfðu stöðugt augun hjá sér
í leit að vísbendingum.
–Hvar er Sawyer? spurði yfirmaður hans.
–Á leiðinni. Hann keyrir fyrst Liz og barnið á
Valkosti
fyrir ábyrgar mæður.
–Allt í lagi. Yfirmaður hans gekk af stað burt.
Stansaði svo, sneri sér við og kom nær skrifborðinu.
–Vinnur Carmen Jimenez ennþá þar? spurði hann
kæruleysislega.
–Ég býst við því, sagði Robert og gerði sitt besta
til að halda röddinni hlutlausri. Hann hafði ekki hitt
Carmen síðan í brúðkaupinu fyrir þremur mánuðum,
þegar besti vinur hans, Sawyer Montgomery, hafði
kvænst bestu vinkonu hennar, Liz Mayfield. Robert
hafði verið svaramaður. Carmen hafði verið brúðarmær.
Kjóllinn hennar hafði verið smaragðsgrænn og
loðað við líkamann á svo glæsilegan hátt að hann
hafði strax farið að svitna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Allt fyrir barnið
Liz Mayfield hafði sparkað af sér skónum löngu fyrir hádegi og nú, með bera fæturna undir rassinum, hunsaði hún svitann sem rann niður bakið á henni. Það hlaut að vera þrjátíu gráðu hiti í forsælu. Gott betur í litlu skrifstofunni hennar, neðst í byggingunni.
Þetta var dagur fyrir sundlaugarpartí og kalda drykki í fallegum glösum. Ekki til að fara í gegnum póst og eiga við ringlaða táninga.
En hún hafði tekið að sér seinni kostinn fyrir nokkrum árum þegar hún hafði hætt í vel launuðu starfi til að taka við starfi hjá Valkostum fyrir ástríkar mæður... VÁM.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.