Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og undirferli
-
Fenjadísin
Hann efaðist um geðheilsu sína, ekki í fyrsta sinn, eftir að honum datt í hug að leita á þessu hættulega svæði að næturlagi en þegar sjaldgæft, svart pardusdýr skaust yfir veginn fyrir framan hann og bíllinn rann til þegar hann reyndi að forðast dýrið hafði hann séð bílljósin endurspeglast á einhverju hinu megin við villidýragirðinguna. Endurspeglunin gæti verið af bílnum sem Calvin Gillette hafði verið á þegar hann hvarf þremur dögum fyrr. Fræðilega séð hefði öryggisgirðingin átt að koma í veg fyrir að bíllinn hans færi undir girðinguna og inn í skóginn, ef bíllinn hefði lent út af. Ef hann hefði lent á girðingunni hefðu blikkljós kviknað og umferðadeildin fengið sjálfvirka tilkynningu. Kerfið var reyndar ekki gallalaust. Nokkrum mánuðum áður hafði bíll lent á staur og flogið út af, runnið undir girðinguna án þess að snerta öryggiskapalinn í henni og lent ofan í skurði. Jake taldi víst að fyrst þetta hafði getað komið fyrir einu sinni hefði það getað gerst aftur. Þær fáu vísbend ingar sem hann hafði um hvarf Gillette beindust allar að sama svæðinu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Ættbálkurinn
Ef Cassidy Walker hefði vitað hvað gerast myndi þennan mánudagsmorgun hefði hún varla farið í nýju fötin sín. Sem vettvangsfulltrúi FBI hafði Cassidy verið óheppin með verkefnaval. Eða kannski var yfirmaður hennar bara svona fyndinn. Hann vissi að það var lítil væntumþykja á milli hennar og Clyne Cosen úr ættbálkaráðinu. Samt var hún komin hingað til að gæta hans. Fannst yfirmanninum fyndið að láta hana vernda Cosen eða var hann að hefna sín á henni eftir handtökuna í janúar? Var það hennar sök að hann var á skíðum í Vail þegar þau Luke höfðu fundið bæði efnin sem notuð voru til framleiðslu á metamfetamíni og seinni verksmiðjuna? Hann hafði látið vita af því að fulltrúar hans höfðu gómað skúrkana en sjálfur hafði hann ekki verið með í aðgerðinni. Önnur stjarna í einkunnabókina hennar Cassidy. Hún leit á yfirmann sinn, Donald Tully. Hann var með sólgleraugu svo hún sá augu hans ekki. En glottið sagði sitt. Maðurinn var að hefna sín. Cassidy lagaði sín sólgleraugu, sem hlífðu augunum fyrir miskunnarlausu skini sólarinnar yfir Arizona. Hún var fyrir aftan ræðumanninn og leitaði að ógn á sínu svæði. Verkefni hennar var að vernda ræðumanninn. Þetta var ekki venjulegt verkefni fyrir hana en í dag var sviðið fullt af háttsettum mönnum og því voru allir fengnir til starfa. Hættulegast var þegar menn sýndu sig svona utandyra en leiðtogar Apasanna höfðu krafist þess að hafa atburðinn í garðinum í miðborg Tucson.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Armur laganna
Gabe kveikti blikkljósin. –Stöðvaði bílinn, sagði pabbi hennar. Hún gerði það og dekkin runnu aðeins til á ísnum á vegaröxlinni. Hvíti jeppinn hans Gabes stöðvaðist fyrir aftan hana. Gabe Cosen, lögreglustjóri Apasalögreglunnar í Black Mountain, myndi sjá föður hennar strax og hann kæmi að bíldyrunum, sem yrði eftir svona fimmtán sekúndur. –Segðu mér þegar hann er við afturdekkið. Hjarta Selenu fór aftur á fullt. Hún leit í hliðarspegilinn. Gabe steig út úr bílnum sínum, togaði aðeins í sauðsskinns jakkann sinn og setti upp gráa kúrekahattinn. Nú sló hjarta hennar hratt af öðrum ástæðum. Jafnvel úr fjarlægð gat maðurinn fengið hjarta hennar til að slá ört og líkamshitann til að hækka. Sem lögreglustjóri var hann ekki í einkennisbúningi nema við hátíðleg tilefni. En hann notaði alltaf hattinn, eins og hann væri kúreki en ekki indíáni. Hann togaði aðeins í hattbarðið og gekk að bílstjóradyrunum hjá Selenu. Á öðrum dögum hefði hún kannski kunnað að meta þetta því Gabe leit afar vel út, hvort sem hann var að koma eða fara. Núna óskaði hún þess að hann væri að fara. –Hvað eigum við að gera? spurði hún. Faðir hennar leit vonsvikinn á hana. –Hvað heldurðu? Felast. Ég verð fyrir utan, á brettinu. Af hverju hafði hún haldið að hann ætlaði að meiða Gabe? Gekk faðir hennar yfir höfuð með byssu? Hún vonaði ekki... hann væri í nógu miklum vandræðum ef Gabe næði honum og það yrði hún reyndar einnig. Athygli hennar beindist að hliðarspeglinum. –Hann er að koma að afturdekkinu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Veiðimáni
Verndarsvæði Apacheindíána, Svörtufjöllum. Izzie Nosie lá fram á makka merarinnar og vonaðist til að verða þannig minna skotmark fyrir þann sem skaut á hana. Þetta var hennar land. Hvað gekk eiginlega á? Hún sveiflaði fótleggjunum og gaf Biscuit merki um að hraða á sér. Hver var þarna uppi og skaut á hana? Hún hallaði sér til hægri, tók laust í tauminn á sterklegum hálsi merarinnar. Biscuit skildi merkið og hljóp milli tveggja furutrjáa og yfir fallinn trjábol til að erfiðara yrði að elta þær. Izzie vissi að þeir sem eltu hana voru ekki á hestbaki svo hún gerði sitt besta til að velja erfiðustu leiðina fyrir fótgangandi. Samt gat hún ekki hlaupið undan byssukúlum. Næsta skot lenti í tré hægra megin og hún fékk flísar af berki og viði í vangann og augað rétt slapp við sendinguna. Hún leiddi sviðann hjá sér, einbeitti sér að flóttanum. Aðeins lengra, þá yrði hún komin úr skotfæri. Hún þekkti landslagið jafnvel og gripahúsin hjá sér. Nokkrir metrar í viðbót, þá gæti hún farið niður bratta brekku og þá væri hún örugg. Það tæki þá nokkrar mínútur að komast á brekkubrúnina og miða og þá ætlaði hún að vera löngu horfin. Hún kom út á milli trjánna og beint í flasið á öðrum manni með byssu sem sat á stórum ljósbrúnum hesti. Hún togaði í taumana og Biscuit prjónaði þegar hún reyndi að stöðva strax. Reiðmaðurinn var hávaxinn og grannur af indíánaættum og miðaði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Næturskuggar
Kino Cosen velti fyrir sér hvort þessi slóð gæti loks leitt hann að morðingja föður hans. Í tíu ár hafði hann beðið en aldrei komist svona nálægt. Smyglarar dóu, voru drepnir af Viper. Með smá heppni gæti hann verið á réttum stað á réttum tíma. Hann beygði út á vegaröxlina á landsvæði Tohono O‘odham-ættbálksins, rúmum þremur kíló metrum frá landamærum Mexíkó. Hitinn tempraði loftið yfir malbikinu því júnísólin skein miskunnarlaust á heiðum himni yfir Sonora-eyðimörkinni. Clay bróðir hans opnaði jeppadyrnar og hitinn skall á Clay, eyddi öllum áhrifum loftkælingarinnar á augabragði. Hann var farinn að svitna þegar hann tók riffilinn sinn úr festingunni á bak við sætið. Clay tók sinn riffil einnig. Kino steig út úr jeppanum til að sannsaka fótsporið sem sást þar sem einhver hafði stigið af malbikinu, áður en hann steig upp á það aftur. Þetta var eina merkið um ferð smyglarans. En framundan sá hann fleiri spor. Bróðir hans skellti bílhurðinni og bölvaði. –Og þetta er ekki einu sinni heiti hluti ársins. –Þeir fóru hérna, sagði Kino og benti á bil á milli tveggja þyrnirunna. Bróðir hans benti á brotna grein.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Hættulegur leikur
Hann skildi vel skuldbindingu í starfi og fjölskyldu, hafði lokið við menntun sína og unnið í sex ár fyrir strandgæsluna. Þetta orð minnti hann þó of mikið á þrjár eldri systur sínar og hvernig þær reyndu stöðugt að koma einhverjum konum á hann. Þær notuðu orð eins og stöðugleika, hughreystingu, börn. Eins og þeirra eigin börn væru ekki nóg til að halda öllum uppteknum. Þetta var bölvun þess að vera yngsta barnið og eini strákurinn í fjölskyldunni, hugsaði hann. Hann elskaði þær allar og var þakklátur fyrir það að hæfni hans og starf höfðu sett eins konar höggpúða á milli þeirra. Strandgæslan hafði hentað honum vel og ekki einu sinni systur hans höfðu vogað sér að tala illa um starfsval hans. Nú töldu þær að hann væri í venjulegri dagvinnu í DC og reyndu alltaf að koma honum á blind stefnumót þegar hann kom í heimsókn heim, í von um að einhver krækti í hann og fengi hann til að flytja nær heimahögunum. Þær virtust ekki láta hans eigin óskir trufla sig. Hann var þrítugur og ekki tilbúinn í eiginkonu og börn. Hann var ánægður með spennuna sem fylgdi því að vera Sérfræðingur hjá úrvalsliði Thomas Casey. Hann vissi að það að fara út og gera hluti sem skiptu máli í heiminum útilokaði ekki sambönd... margir Sér fræðingar voru trúlofaðir eða kvæntir... en það var samt erfiðara að búa til eitthvað varanlegt. Hann var ekki tilbúinn í það. Ekki enn. Það var nægur tími til að finna réttu konuna.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Heiður og vernd
Addison leit á bensínmælinn og reiknaði hratt út hve langt hún kæmist frá þeim sem voru að elta hana. Glænýi BMW-inn hennar hefði komið sér vel núna en þess í stað var hún á gömlum Land Rover sem hún kunni lítið á. Var ekki stærðfræði til þess? Þessu skyldi hún muna eftir næst þegar sonur hennar kvartaði yfir heimalærdómnum. –Mamma, hvað er langt eftir? Hún þekkti þennan raddblæ. Hann var við það að kvarta en ekki yfir stærðfræði. Hún leit í baksýnisspegilinn og brosti til sonar síns. Hárið á honum ljómaði þar sem sólin skein á það en svipurinn gaf til kynna að stutt væri í uppreisn. Hún skildi það vel. Þau höfðu verið á ferðinni í tvo daga og áttu annan dag eftir. Eða meira. –Við stönsum eftir svona hálftíma. –Ég þarf að pissa núna. –Þú verður að halda í þér í nokkrar mínútur. –Hálftími er þrjátíu mínútur. Nokkrar mínútur eru bara svona þrjár. Addison varð ekki stolt sem móðir við að heyra
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Undir Bláhimni
–Stuttbuxur eru fyrir börn og íþróttamenn.
Ætlarðu að kippa mér út úr verkefninu ef ég fer ekki í þær?
Thomas lokaði brúnu möppunni þar sem verkefni Wills var útlistað. Hugsanlegt verkefni. En verra gat það verið, hugsaði Thomas með sér.
Þeir gætu verið að þrátta um þetta í viðurvist annarra en ekki inni á skrifstofunni hans. Hann vissi ekki hvort Will var alvara eða ekki. Óvissan og óróleikinn settu viðvörunarbjöllur í gang í huga hans. Stuttbuxurnar voru greinilega mikið mál en hann afréð að spyrja ekki hvers vegna. Í áranna rás hafði Thomas unnið með fjölda manna og kvenna sem gerðu ótrúlega hluti á vettvangi og fólk sem studdi þau úr höfuðstöðvunum.
Lánið gat ekki leikið við hann að eilífu varðandi ráðningar. Það var líklega kominn tími til að setjast í helgan stein og láta einkalífið ganga fyrir vandamálum þjóðarinnar. En þjóðin þarfnaðist hans og hafði farið fram á sérþekkingu hans einu sinni enn. Ef hann setti saman rétta hópinn gæti hann kvatt starfið sáttur og sæll.
–Ég hef skipt um skoðun, Will. Þú ert ekki rétti maðurinn í þetta starf.
–Af því að ég vil ekki bera út póst í þessum fáránlegu stuttbuxum?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Nágranninn
–Nei. Hún kom til hans og kyssti hann. –Ég átti leið hjá og datt í hug að við gætum orðið samferða.
–Það er fínt. Það er bara einn stuttur fundur eftir hjá mér.
Það var bankað. Fjandinn. Hann yrði brátt að setja einkalífið í forgang.
Jo blikkaði hann. –Ég bíð í móttökunni.
–Takk. Hann horfði á eftir henni, þakklátur fyrir að hafa fengið annað tækifæri með konunni sem skipti hann máli, konunni sem skildi mikilvægi starfs hans.
Jo var fagleg og sagði ekkert við manninn í gráu jakkafötunum sem gekk inn þegar hún gekk út.
–Lokaðu dyrunum, sagði Thomas við gestinn. –Og fáðu þér sæti.
Riley O‘Brien sérfræðingur hlýddi.
Thomas leit af myndinni af lögreglustjóranum í Belclare og á manninn sem sat þolinmóður og beið.
–Takk fyrir að bregðast svona fljótt við.
–Já, herra.
Thomas hikaði. Enn eitt merki um það að ákvörðunin um að fara á eftirlaun var rétt. Maður í hans stöðu mátti ekki sjá eftir verkefnunum sem hann útdeildi en það sem hann þurfti að biðja O‘Brien um var ekkert smáræði.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Vogarafl
Það var svo sem dæmigert fyrir Burgamy.
Hins vegar var Dylan svo heppinn að þurfa ekki að hlusta á hann lengur. Burgamy var ekki lengur yfirmaður hans.
Að lokum þagnaði Burgamy. –Ertu þarna, Branson?
–Já. Dylan sat á pallinum við hús sitt þetta kvöld og virti fyrir sér ljósbleika sólina sem var lágt á lofti yfir Blue Ridge fjöllunum sem umkringdu hann á þrjá vegu. Fjöllin höfðu verið það eina sem megnaði að færa honum frið síðan konan hans dó fyrir nokkrum árum og nú reyndi hann að finna þá friðsæld á ný. En það bar ekki árangur. –Ertu búinn að gleyma því að ég vinn ekki lengur fyrir þig, Burgamy?
Maðurinn í símanum stundi þungan.
Burgamy og Branson-systkinin voru ekki beinlínis bestu vinir. Systir Dylans og bræður hans tveir voru virkir njósnarar hjá Ómega og öll höfðu þau lent í útistöðum við Burgamy oftar en einu sinni.
–Þú ert leiguflugmaður núna, Dylan, sagði Burgamy. –Ég er bara viðskiptavinur að falast eftir þjónustu þinni.
Það var satt. Í fjögur ár hafði Dylan flogið með fólk og varning á Cessnunni sinni um allaVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr.