Flýtilyklar
Brauðmolar
Carol Ericson
-
Fjölskylduleyndarmál
Faðir þinn var myrtur. Þú gætir orðið næst.
London Breck leit upp af miðanum og greip um handlegg
þjónsins, sem var að snúa sér undan. –Fyrirgefðu. Hver lét þig
hafa skilaboðin?
Ungi maðurinn galopnaði augun og London sleppti hvíta jakkanum hans.
–Eins og ég sagði þér, ungfrú Breck, fann ég samanbrotið
blaðið á bakkanum mínum. Nafnið þitt var skrifað á það. Ég...
veit ekki hver setti það þar og... ég las það ekki.
Hún braut blaðið saman og setti í veskið sitt, tók tíu dala seðil
upp í staðinn. –Allt í lagi. Takk fyrir að koma þessu til mín.
Þjónninn stakk seðlinum í vasann og flýtti sér burt.
Einhver hafði ákveðið að grínast í henni, eða kannski var þetta
upphafið að einhverri blekkingu. London strauk hárlokk aftur fyrir
eyrað. Ef þessi svikahrappur taldi sig geta leikið á hana eða Breck
Global Enterprises, þekkti hann ekki lögfræðingahópinn hennar.
Hún rétti úr bakinu og leit rólega í kringum sig. Brosið var svo
stíft að hana verkjaði í vangana. Það fylgdi hlutverki hennar á
fjáröfluninni. Að safna fé var eina starfið sem hún hafði haft, það
eina sem hún kunni að gera.
Hún lyfti kampavínsglasi af nálægum bakka og beindi athyglinni að gestunum í sal Fairmont-hótelsins. Hver hafði sent henni
skilaboðin? Einn glæsilegur í horninu vakti athygli hennar.
Þótt kjólfötin uppfylltu klæðastaðalinn þarna, sást á honum að
þetta var utangarðsmaður. Kjólfötin gátu ekki falið kraft mannsins, og þá var hún ekki bara að hugsa um breiðar axlirnar.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Bryggjan
Dragreipin skullu utan í möstrin á seglbátunum við bryggjuna
svo að bergmálaði yfir vatnið. Hljóðið var óhugnanlegt og
minnti á feigðarboða.
–Hann vill hefna sín á þér af því að þú lékst á hann og ef þú
gætir þín ekki nær hann þér.
Það fór hrollur um Kacie Manning. Hún starði á manninn
sem stóð rétt fyrir framan hana. Andlit hans var hulið af hafnaboltahúfu og klút sem hann hafði bundið fyrir munn og höku.
–Værirðu ekki til í að fara til lögreglunnar og segja henni
þetta? Hann má ekki viðhafa svona hótanir úr fangelsinu.
Skuggaveran yppti öxlum. –Ég ætla ekki að reita Dan til
reiði. Maðurinn er alger siðblindingi. Ef fangelsisstjórinn kemur í heimsókn til Dans veit hann hver það var, sem kjaftaði frá.
Aftur fór hrollur um Kacie, ekki bara vegna kuldans heldur
orða mannsins. –Hvernig kemur Dan skilaboðum út fyrir fangelsið? Öll samskipti hans eru vöktuð.
Maðurinn blístraði. –Ég hélt að þú þekktir Daniel Walker.
Skrifaðirðu ekki bók um hann?
–Jú, það veistu, annars værum við ekki hér.
–Þá ættirðu að vita til hvers honum er trúandi. Hann er ekki
bara siðblindur, Kacie. Hann er líka slóttugur.
Hún fékk gæsahúð og neri á sér handleggina. Þessi fyrrverandi fangi þekkti Daniel Walker auðheyrilega vel. –Játaði hannVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Illur ásetningur
Oftar en ekki tapar maður störukeppni við lík.
Christina deplaði augunum og leit af líflausum augum fórnarlambsins. Hún hafði verið á þrítugsaldri og stór skurður var á hálsinum á henni. Tarotspili hafði verið komið fyrir á milli fingra
hennar.
Tarotspil... Christina vissi sitthvað um þau. Hún hefði búist við
að sjá dauðann á hvítum hesti á spilinu, en þess í stað hafði morðinginn skilið eftir spil með mynd af yngismey og ljóni, tákni um
styrk.
Hún leit af líkinu og virti fyrir sér trén. Það skrjáfaði í laufblöðunum af óþolinmæði. –Hefur einhver rannsakað svæðið í kring?
Fitch undirforingi hjá lögreglunni í San Francisco veifaði fölri
hendi. –Gjörðu bara svo vel, Sandoval fulltrúi.
Hún beit saman tönnum og arkaði að trjánum. Ef ekki væri
fyrir tarotspilið, væri hún alls ekki hérna.
Þéttur gróðurinn var eins og svalt faðmlag, dempaði raddir
rannsóknarmannanna á bak við hana. Sólin var enn að reyna að
rífa burt þokuna og skein hér og þar á milli laufblaðanna og
myndaði sólstafi og skugga.
Hún andaði að sér ilminum af eucalyptus-trjánum, sem hreinsaði skilningarvitin og sendi adrenalínið af stað. Fórnarlambið
hafði verið að skokka á stígnum, annað hvort snemma í morgunVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brúin
Hann vildi drepa hana.
–Elise.
Hvíslað nafnið sveif í þokunni, blandaðist henni, umkringdi
hana.
Hana verkjaði í augun af því að reyna að sjá í gegnum hvítu
þokuslæðuna sem lagst hafði yfir strönd San Francisco, en ef hún
gat ekki séð hann, gæti hann ekki séð hana.
Og þannig ætlaði hún að halda því.
Þokulúður baulaði og hún nýtti sér hljóðið til að nálgast öldurnar
sem gældu við grýtta ströndina. Ef þess gerðist þörf, færi hún út í
kaldan sjóinn.
Hún lagðist flöt í sandinn og sandkornin loddu við glossið á
vörum hennar. Henni fannst heil eilífð síðan hún hafði hallað sér
að upplýstum speglinum í klúbbnum og sett glossið á sig.
–Elise, komdu og sýndu þig.
Hún fékk nýtt lag af gæsahúð við að heyra rödd hans. Fingur
hennar krepptust um plöntu sem óx í sandinum hægra megin við
hana, eins og hún gæti kippt henni upp með rótum og notað sem
vopn.
Ef hann næði henni, fengi hann ekki að draga hana í bílinn sinn.
Frekar berðist hún og léti lífið hér.
Vatnið gjálfraði og kvalari hennar bölvaði. Hann hlaut að hafa
stigið út í vatnið. Og líkaði það ekki.
Hún lyfti höfðinu upp og horfði í þokuvegginn. Ljósin á norðurturni Golden Gate-brúarinnar blikkuðu til hennar. Hljóð frá bílum
á brúnni blönduðust við gjálfur vatnsins og hún heyrði ekkert annað,Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hlutverkaleikur
Auga Deb kipraðist um leið og gikkfingurinn spenntist, en hún
var ekki með neina byssu. Þeir myndu vita af því. Einhvern veginn vissu þeir allt og þeir höfðu sagst skyldu meiða Bobby ef hún
kæmi ekki ein og óvopnuð.
Hún trúði þeim. Til þessa hafði Nico Zendaris staðið við allar
hótanir. Hví skyldi hún efast um það núna?
Hún leit á andlit fólksins sem gekk um í kuldanum á götuhorninu í Boston. Myndi einhver gefa henni merki? Hún hélt fast utan
um farsímann í kápuvasanum. Hún vissi ekki hvernig þeir hefðu
samband við hana.
Einhver rakst utan í hana og muldraði afsökunarbeiðni. Hún
starði á bak ókunna mannsins, breiðar axlir innan undir dúnjakka,
þar sem hann gekk hratt eftir gangstéttinni. Var þetta merki?
Hún tók nokkur hikandi skref á eftir manninum, en þá hvarf
hann fyrir horn. Hún beit í vörina og stansaði. Átti hún að elta?
Skilaboðin höfðu verið að standa þarna þar til hún fengi aðrar
leiðbeiningar. Höfðu þetta verið leiðbeiningar? Eða var maðurinn
bara klaufalegur þar sem hann flýtti sér eitthvað?
Hún treysti ekki lengur eðlisávísuninni því hún hafði látið
þá taka Bobby. Hún hefði átt að sjá það fyrir. Hefði átt að gera
meira.
Hún gekk aftur að ljósastaurnum á horninu. Ef hVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í gildrunni
Randi Lewis hélt ævintýrabókinni að brjóstinu þegar annar skellur
heyrðist.
Börnin hlógu og Nicky benti á bókina. –Hræddi nornin þig,
mademoiselle?
Randi kreisti fram bros. Nicky virtist ekkert taka eftir skellun
um að næturlagi og heimsóknum furðulegra manna á heimili föð
ur hans í skóginum. Heimili sem var líkast höll.
En Randi var orðin afar meðvituð um allt saman... og tor
tryggin.
Amma hennar hafði varað hana við því að þiggja starfið á
þessu glæsilega en furðulega heimili. Abuelita hafði notað eitt orð
til að segja sína skoðun. Fíkniefni.
En heimamenn höfðu fullvissað hana um að Nico Zendaris
væri enginn fíkniefnabarón og Randi hafði þurft á starfinu að
halda til að geta hjálpað heilsuveilli ömmu sinni. Nú var Abuelita
dáin og ekkert hélt Randi í Kólumbíu.
Yngri systir Nickys, Angelina, pikkaði í hnéð á henni. –Meira
af sögunni, takk, mademoiselle.
Ekkert nema þessi móðurlausu börn.
Randi fitlaði við dökkt, hrokkið hár Angelinu um leið og hún
leit í dökk augu stelpunnar. –En nú kemur ógnvænlegi hlutinn,
Angelina. Þú heldur alltaf fyrir eyrun þá.
Angelina hálflokaði augunum og gjóaði þeim á dyrnar. –Meira
af sögunni, takk.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í feluleik
Heimilislaus maður hékk í dyragætt byggingar og rétti fram
höndina þegar hún gekk framhjá. Hún tók stóran sveig framhjá
framréttri höndinni, sem á voru afar skítugar neglur. Maðurinn
smellti fingrunum. Hún hrasaði næstum á stéttinni.
Hann hló fyrir aftan hana og hún leit um öxl til að fullvissa
sig um að hann elti hana ekki. Vinnufélagi hennar hafði einu
sinni gefið þessum manni skiptimynt og í staðinn hafði hann
gripið um úlnliðinn á henni.
Þegar hún stóð frammi fyrir ógn gat hún tekið á málinu. Hún
þoldi hins vegar ekki þessa óljósu tilfinningu að einhver fylgdist
með henni.
Fjöldi fólks hélt niður tröppurnar að Chinatown-lestarstöðinni
og Noelle fylgdi straumnum. Hún verndaði súpuna. Ösin hefði
átt að draga úr spennunni sem hafði gagntekið líkama hennar
síðustu vikunnar. Hún leit af andliti á andlit og fann magann
herpast meira saman.
Hún skaust inn í lestina og settist við hliðina á konu sem var
niðursokkin í tímarit. Noelle hreyfðist með hreyfingum lestarinnar og það gutlaði í súpunni í dallinum.
Þegar hún kom á sína stöð, leit hún til beggja hliða til að
ganga úr skugga um að enginn elti. Svo steig hún út á stéttina og
hélt beina leið að íbúðabyggingunni sinni.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hefndarþorsti
Þeir höfðu fundið son hennar.
Jenna setti höndina yfir munninn á drengnum og bar fingur að vörunum.
Dökk augu hans, galopin fyrir ofan hönd hennar, ljómuðu af
spennu. Hann kunni þennan leik.
En nú var þetta alvara.
Þungt fótatakið fyrir ofan þau lét gólfið hristast. Jenna hnipraði sig
saman utan um Gavin, eins og birna að skýla húni sínum.
Niðurbældar raddirnar héldu uppi samtali sem var undirstrikað
með brothljóðum og skápahurðum sem var skellt. Hve margir? Tveir?
Þrír? Hún dræpi þá alla til að bjarga Gavin úr klóm þeirra.
Einnota farsíminn í peysuvasanum suðaði og hún hélt utan um
hann, ýtti á takka með þumalfingrinum til að slökkva á honum. Hún
gæti hringt í neyðarlínuna en vissi að það var tilgangslaust. Fólkið var
að leita í húsinu hennar myndi ekki láta litla lögregludeild heimamanna
stöðva sig. Svo var kannski þegar búið að snúa lögreglunni
gegn henni.
Betra að fela sig.
Hverfa.
Gavin iðaði í fangi hennar svo hún linaði takið. Hann kjökraði og
hún sussaði á hann. Áttaði hann sig á því að þetta var ekki leikur lengur?
Hann horfði fýldur á hana og neðri vörin titraði. Hún hélt honum
þétt að sér og hvíslaði í eyra hans. –Bara aðeins lengur.
Augu hennar vöndust myrkrinu og hún horfði í kringum sig í rýminu
undir gólffjölunum. Peningarnir sem hún faldi hérna skárust í
mjöðmina á henni. Hún hafði geymt féð til rigningardags, og nú var
hellidemba.
Með handleggina vafða utan um Gavin, snertu olnbogarnir næstumVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Blekking
Systir þín er dáin. Orðin á skjánum runnu saman og Mia St. Regis
skellti lokinu á fartölvuna til að hundsa þau. Af hverju ætti hún að
taka mark á rugluðum miðli eins og Kylie Grant?
Mia teygði handleggina upp fyrir höfuðið og lét sig svo síga upp
að mjúkum púðunum í litla sófanum í horninu á kaffihúsinu. Hún var
að sjálfsögðu komin aftur til Coral Cove en það var ekki tölvupósturinn
frá Kylie sem fékk hana til að snúa aftur.
Hún var að gera eitthvað við gamla fjölskylduhúsið, Columbellahús,
áður en það hryndi í hafið. Kannski ætti hún bara að láta
það hrynja.
Hún greip tölvuna af lága borðinu fyrir framan sig og stakk henni
í töskuna. Hristi ermina frá úrinu og leit á það. Hún hafði ennþá tíma
til að kíkja á fjölskyldukumbaldann áður en það yrði alveg dimmt.
Hún yrði að gera ráðstafanir til að láta setja rafmagn á aftur og allt
það sem þurfti að tengja þarna útfrá.
–Bless og takk fyrir. Hún stóð upp af sófanum en veifaði um leið
til kaffibarþjónsins sem var að taka brauðmeti sem farið var að þorna
úr glerskápnum.
Unga konan kíkti yfir brúnina á skápnum. –Ætlarðu virkilega að
breyta Columbellahúsi í einhvers konar dvalarstað?
Mia rak sköflunginn í borðið. –Ha?
–Þú ert Mia St. Regis, er það ekki?
–Jú. Stúlkan hafði sennilega verið í grunnskóla síðast þegar Mia
lét sjá sig í Coral Cove. Hvernig í fjáranum vissi hún hver Mia var?
–Það stóð í greininni í bæjarblaðinu að þú værir að koma heim til
að breyta Columbellahúsi í strandhótel. Svalt.
Mia setti töskuna á öxlina og strunsaði að afgreiðsluborðinu. Hún
hlaut að líta úr fyrir að vera eins viðskotaill og henni leið því unga
konan lét sig síga niður á hælana aftur og tók skref aftur á bak.
–Var grein um mig í þessu smáblaði?
Kaffibarþjónninn beit á vörina og benti með óstyrkum fingri með
svartlakkaðri nögl að framdyrunum á kaffihúsinu. –Blaðið er ennþá íVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Innsæi
Lík móður hennar dinglaði fyrir framan hana eins og leikbrúða í fullri
stærð sem beið eftir að brúðustjórnandinn togaði í spottana og vekti
hana til lífsins. En það yrði ekki.
Munnurinn á Kylie Grant opnaðist í hljóðu öskri þegar líkami móður
hennar sveiflaðist í áttina til hennar. Höfuðið á brúðunni kipptist upp á
við og augun opnuðust snöggt.
Þú hefðir átt að vita þetta. Þú hefðir átt að vita þetta.
Kylie reyndi af öllum mætti að líta af ásakandi verunni fyrir framan
sig. Ef hún liti undan myndi veran hverfa. Ef hún liti undan myndi hún
vakna af martröðinni. Ef hún liti undan fengi hún aldrei svörin sem hún
þarfnaðist.
Kylie tókst að gefa frá sér hálfkæft óp og settist snöggt upp í hótelrúminu.
Hún var kaldsveitt og skalf.
Núna. Hún varð að gera eitthvað núna.
Hún velti sér fram úr rúminu, pírði augun á græna stafina á vekjaraklukkunni.
Ekki beinlínis sá tími þegar allar yfirnáttúrulegar verur fóru á
kreik en nógu framorðið til að hún gæti laumast óséð inn í Columbellahúsið
meðan ferðamennirnir borðuðu og drukku.
Hún skvetti köldu vatni framan í sig, stakk fótunum í sandalana og
greip handtöskuna sína af stólbakinu. Hún þurfti ekkert annað. Öll þau
verkfæri sem hún þurfti að nota voru í höfði hennar.
Hún læddist út úr hótelherberginu og ýtti á takkann til að kalla
lyftuna til sín. Eftir stutta ferð niður um þrjár hæðir opnuðust dyrnar út í
anddyrið.
Kylie þeyttist út úr lyftunni og rakst utan í hávaxinn, þrekinn mann
sem var á leiðinni inn.
Hún leit upp, langt upp. –AfsakiðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.