Jordan henti fötum til skiptanna ofan í ódýra tösku sem hún hafði keypt á markaðnum. Hún leit á mjúku leðurtöskuna sem móðir hennar hafði gefið henni í útskriftargjöf og eftirsjá fór um hana við að skilja hana eftir. Hún gat ekki annað. Það yrði ekki eins augljóst að hún væri að fara, meiri líkur á að hún kæmist upp með áætlun sína.
Jenna Taylor, fulltrúi hjá FBI, horfði upp eftir þögulli götunni í íbúðarhverfinu og síðan niður eftir henni. Hún sá engan á ferli og tók lögregluborðann varlega af útidyrahurðinni á litla húsinu. Það sem hún var að gera var ekki rétt en hún ætlaði sér ekki að snerta neitt. Hún myndi ekki gera neitt sem eyðilegði sönnunargögnin.
Farren Gage fjarlægði lampann úr Atwater Kent útvarpinu frá 191 sem hún hafði keypt á uppboði nokkrum dögum áður. Henni fannst það venjulega afslappandi að gramsa með velsnyrtum höndunum í gömlum hlutum. En ekki í dag. Ekki heldur í gær, né daginn þar á undan.
Bobby Crabb horfði í gegnum sjónauka riffilsins á útlínur háa mannsins sem var að opna hliðið að bryggju. Maðurinn var klæddur eftir veðri, með prjónahúfu á hausnum og kragann brettan upp.Ólíkt Bobby. Nei, þegar Bobby fékk þetta Verkefni hafði hann talið að í Kaliforníu væri alltaf sólskin og allar skvísurnar á sundfötum.
Að yfirgefa barnið sitt var það erfiðasta sem Honey Dawson hafði gert. En einhver var að reyna að drepa hana og hún þurfti að leggja á flótta. Varð að gera þetta til að tryggja öryggi barnanna. Hún þurrkaði tárin sem runnu niður vangana og hélt aftur af kjökri. Við hlið hennar hjalaði litla stelpan hennar, svo sakleysislega að hjarta hennar herptist saman.
Ellie Chase elskaði starf sitt. Hana hafði lengi dreymt um að eignast sitt eigið veitingahús... allt frá þeim þíma þegar draumar voru eitthvað sem hún þorði tæpast að leyfa sér á meðan hún bjó á götunni. Í fjarlægum draumi hafði hún séð fyrir sér matsölustað, kaffihús, litla matstofu þar sem heitt var inni þótt kalt væri úti og þurrt þótti úti rigndi.