Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Kúreki á vakt
Heyrðu! Hvað í fjandanum ertu að gera? Lagavörðurinn Wyatt Colter undirforingi skellti hurð jeppans síns og tók þrjú löng skref yfir veginn. Það hafði tekið hann lengri tíma en hann áætlaði að komast hingað. Eign Jonah Becker var gríðarstór... jafn stór og bærinn Comanche Creek, Texas, var lítill. Becker átti tólf þúsund ekrur. Allur bærinn kæmist fyrir í suðausturhorni eignar hans.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Aftur á heimaslóðir
Rio McClintock setti olnbogana í rakan jarðveginn, bölvaði CIA og stillti sjónaukann. Hann horfði á veröndina, sem var skreytt með jólaljósum og virtist hanga yfir dökku Kyrrahafinu. Fólk var að spjalla saman, sötra rándýrt áfengi og óska sjálfu sér til hamingju. Hann gat næstum því heyrt glamrið frá glösunum og raddirnar frá staðnum sínum. Önnur veisla. Hafði þetta fólk ekkert að gera nema éta, drekka og vera glatt?
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Fógetinn í Silverhill
FBI-fulltrúinn Dana Croft beygði sig undir gula borðann sem afmarkaði vettvang glæpsins. Vindurinn feykti borðanum til og smellir frá honum heyrðust yfir byggingarsvæðið. Hún gekk til félaga síns, Steves Lubeck fulltrúa, sem sat á hækjum sér við lík ungrar konu... þeirrar þriðju á tveimur mánuðum. Dana hafði verið að skipuleggja heimsókn á Ute-verndarsvæðið þar sem hún ólst upp... en hafði ekki ætlað að eyðatímanum þar í að leitaraðmorðingja.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heitt í kolunum
Varla ætlarðu að senda mig burt án þess að bjóða mér svo mikið sem drykk fyrir háttinn? Jaime Collingsworth trúði því varla sjálf. Fullt tungl, glæsilegur karlmaður sem var afar hrifinn af henni, og hún ætlaði að kyssa hann bless við dyrnar. En skyldan kallaði... og hafði skilið eftir skilaboð til hennar á símsvaranum
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kraftaverkið
Becky Ridgely greip gallajakkann af snaganum og fór út um bakdyrnar. Létt mistur lét loftið virðast svalt en spáð hafði verið tíu stiga hita yfir daginn. Vindurinn kældi hana strax en hún hafði orðið að sleppa frá húsinu, annars hefði hún sokkið dýpra í vanlíðanina sem hafði gagntekið hana. Eftir nokkrar vikur yrði skilnaður þeirra Nicks genginn í gegn.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Innri barátta
Shelly Lane elti Matt Collingsworth inn á Country Café þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tvö á föstudegi um miðjan júní. Lykt af steiktum kjúklingi, kanil og nýlöguðu kaffi tók á móti henni. Lágvaxin, bústin kona með grátt hár tekið aftur í hnút brosti og kom til þeirra. Sæl verið þið, sagði konan með heillandi Texas-hreimi. –Þið megið setjast þar sem þið viljið og Jill kemur strax til að taka við pöntun.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Af stuttu færi
Það var niðamyrkur þegar Kali Cooper steig út úr forugum jeppanum til að opna hliðið að Silver Spurs-búgarðinum. Búgarðinum hennar. Enn átti hún erfitt með að átta sig á því að hún var eigandi landsins sem hún hafði elskað síðan hún heimsótti það í fyrsta og eina skiptið fyrir fimmtán árum. En eftir mánaðalöng átök við son þriðju eiginkonu afa hennar, var það orðið opinbert.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Átök í Texas
Það fór að rigna svo vegurinn að Jack’s Bluffbúgarðinum varð hættulega háll. Þetta kvöld var hvorki öruggt fyrir menn né dýr. Flesta daga tilheyrði Bart fyrrnefnda flokknum. Hann hægði á pallbílnum og hækkaði í útvarpinu, söng með George Strait og annar þeirra var töluvert falskari en hinn. Bart teygði úr sér og tók svo af sér hálsbindið sem hann hafði þegar losað um. Hann hafði ekki viljað keyra til Houston þetta kvöld, sérstaklega ekki í þessum apafötum. En móðir hans hafði ekki sætt sig við neitun.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Dóttir kúrekans
Trish Cantrell skolaði vínglasið og setti í uppþvottavélina. Eins gott að fara í háttinn. Klukkan var aðeins tíu en hún hafði ekki sofið vel síðan byssumaður hafði ruðst inn í bílinn hennar á bílastæði veitingahúss í vikunni áður. Sem betur fer var dóttir hennar ekki heima, táningsstúlkan var í sjálfboðastarfi í sumarbúðum fyrir fötluð börn.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Enginn vafi
Sophie Markham stóð í miðjum danssalnum á Hilton og fékk leiftursýn inn í fortíðina. Það var eins og að sjá afturgöngu þegar hún horfði á barnið... hún var alveg eins og systir hennar þegar hún var lítil... mörgum árum áður en hún fórst í skelfilegum eldsvoða. Að reykja í rúminu. Sophie deplaði augum og hristi höfuðið. Þvílík sóum. Hún virti barnið aftur fyrir sér og fylgdist með því hvernig hún talaði við móður sína, sem var sú sem skipulagði söfnunarátakið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.