Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Ljótur leikur
Almáttugur.
Hjartað í Sawyer herti ofurlítið á slættinum
og hann þreifaði ósjálfrátt eftir Glock-byssunni sinni sem jakkinn huldi. Það var sorglegt að hann skyldi ósjálfrátt fálma eftir byssunni í brúðkaupsveislu bróður síns. En hann hafði verið nógu lengi í alríkislögreglunni og orðið fyrir skoti nógu oft til að vita að allur var varinn góður.
Betra var líf en dauði.
Sawyer var ekki sá eini sem veitti konunni athygli. Síður en svo. Josh, bróðir hans, og sex frændur af Ryland-ætt voru laganna verðir í Silver Creek. Sawyer tók eftir því að sumir
þeirra fálmuðu eftir vopnum sínum líka.
Hún nam staðar í miðri hlöðunni, sem var skreytt ljósum og blómum, og enda þótt hún væri með sólgleraugu taldi Sawyer víst að hún væri að litast um. Hún hætti því hins vegar þegar hún kom auga á hann.
–Sawyer, sagði hún.
Vegna skvaldursins í gestunum og fiðluleikara sem lék blús og sveitatónlist heyrði Sawyer hana ekki segja nafnið, heldur sá
það bara á skjálfandi vörum hennar. Svo tók hún af sér sólgleraugun og þau horfðust í augu.
Þá bölvaði hann hraustlega.
Hann nennti fjandakornið ekki að standa í þessu í dag. Raunar gilti það um alla daga.
–Cassidy O‘Neal, muldraði hann.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Athvarf í Montana
Julie Chilton strauk rökum lófunum við pilsið
sitt og dró andann djúpt að sér. Þegar hún talaði,
titraði röddin töluvert. –Ég þarf að segja þér
nokkuð.
Yfirmaður hennar, James Killigrew prófessor,
benti á stól fyrir framan glerskrifborðið sitt. –Þú
virðist vera í uppnámi, Julie. Fáðu þér sæti.
Hann var hár maður og undirstrikaði útlit
menntamannsins með tvídjökkum og gleraugum. Hátt ennið teygði sig upp í hvítt og úfið hár
en það var röddin, framar öllu, sem krafðist
athygli. Eðalvín gat búið yfir sól, ávöxtum og
jörð. Rödd hans bjó yfir visku, öryggi og
forvitni. Engin furða að hann ætti auðvelt með
að auka tekjurnar fyrir kennslu í stjórnmálavísindum, með fyrirlestrum og sjónvarpsþáttum.
Það var sá hluti lífs hans sem Julie hafði verið
ráðin til að sinna og hún elskaði starfið. Jæja,
hafði elskað það þar til fyrir tveimur vikum...
–Ég veit ekki hvar ég á að byrja, viðurkenndi
hún.
Hann spennti greipar og brosti hvetjandi til
hennar. Hún hefði gefið nær hvað sem er til að
forðast þessa stund, en það var ekki um neitt að
velja. Hættu að tefja.
–Fyrir tveimur vikum settist maður við hlið
mér í strætó á leiðinni heim, sagði hún. –Hann
sýndi mér skilríki og fór að tala, röddin var svo
lág að ég þurfti að leggja mig fram til að heyra
hana. Það var ljóst að hann vissi hver ég var og
fyrir hvern ég vann.
–Strætó? En sérstakt. Hvað sagði hann?
–Hann sagðist vera alríkisfulltrúi sem stýrði
sérstakri deild sem sérhæfði sig í að rannsaka
pen ingabrask.
Hvítar augabrúnir Killigrews skutust upp á
ennið. –Hvað sagðirðu?Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Býlið
Það var nóg af þeim. Fjórir fulltrúanna voru
líka frændur Josh. Og ef Grayson hefði búist við
að mæta manni með árásarriffil í þessu hefðbundna útkalli, hefði hann örugglega komið með
hina en ekki Josh.
–Þú gerðir mig að fógetafulltrúa, áminnti Josh
hann. –Þetta er hluti af starfinu.
Það hljómaði vel. Eins og eitthvað sem fógetafulltrúi í smábæ segði við yfirmann sinn.
En það var lygi.
Sannleikurinn var sá að Josh hafði komið aftur
heim eftir að hafa farið í leyfi frá FBI til að forðast byssumenn. Árásarriffla. Kúlur í bringuna.
Og blóðugu minningaflækjuna sem hann reyndi
að halda frá sér.
Sú áætlun hafði ekki gengið upp.
Josh notaði sjónaukann til að horfa á byssumanninn ganga fram og aftur á verönd tveggja
hæða búgarðshússins. Maðurinn var greinilega á
verði.
En af hverju?
Verst að Josh gat ímyndað sér nokkrar ástæður
fyrir því af hverju einhver á búgarði gæti þurft
vörð með árásarriffil og engin af ástæðunum
tengdist nokkru löglegu.
Josh rétti Grayson kíkinn svo hann gæti líka
litið á. –Heldurðu að þeir séu að fela fíkniefni í
húsinu?
–Fíkniefni eða byssur, kannski.
Hvort sem það var, hafði umferðin verið mikil
því það var mikið af hjólförum á heimreiðinni.
Það var þessi óvenjulega umferð sem hafði
fengið einhvern til að hringja nafnlaust á fógetaskrifstofuna. Það bætti ekki úr skák að enginnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Svikráð
Skylar Pope tók járnhliðið við bakdyrnar að listhúsi frænku sinnar úr lás og opnaði það. Þetta
hafði hún gert flesta morgna síðustu sex vikur.
Næst kom röðin að glerhurðinni og viðvörunarkerfinu. Síðan fór hún inn. Það glumdi í nýbónuðu viðargólfinu er hún gekk á hælaskónum
gegn um vinnustofuna og inn í sjálft galleríið og
kveikti ljósin í leiðinni.
Hún gekk rakleiðis að aðaldyrunum og tók þær
úr lás. Svo fór hún út á gangstéttina í Traterg með
felliskilti þar sem afgreiðslutími listhússins var
auglýstur. Hún skalf er kaldur vetrarvindurinn
næddi um fæturna á henni og upp undir pilsið.
Að þessu loknu fór hún aftur inn á vinnustofuna, fór úr yfirhöfninni og setti hana og hliðartöskuna sína í læstan skáp. Hún greiddi sér og
lagaði fjólubláa og gula kjólinn, sem hún hafði
lokið við að sauma kvöldið áður. Flíkina hafði
hún hannað sjálf og var ánægð með árangurinn.
Skylar saumaði næstum öll föt sín sjálf. Eleanor
frænka hennar hafði ekki beðið hana um að klæðast skárri fötum í vinnunni. Það eitt var skýrt
merki þess hversu veik hún var orðin.
Næst opnaði Skylar fjárhirsluna og tók út
skeljar, prýddar gimsteinum, sem hún stillti upp í
glugganum ásamt nokkrum glerstyttum og fáeinum öðrum verðmætum munum. Hún dáðist að
ljóma þeirra og gæðum.
Vel sterkt kaffi að hætti heimamanna í
Kanistan, sem var lítið ríki á Balkanskaga, var
næst á dagskrá. Meðan það var að renna á könnuna opnaði Skylar bleiku pappaöskjuna sem hún
hafði komið með úr bakarínu. Hún innihélt smákökur með sultufyllingu, sem voru skreyttar
gulln um og rauðum blómum. ÞVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ógnir fjallanna
Hann var í jakkafötum, en sat á grýttum árbakka
þar sem áin rann í sjóinn. Hún flæddi yfir fætur
hans, en þeir voru svo dofnir að hann fann ekki fyrir
því. Hann dró fæturna á þurrt og litaðist um.
Hann sá fjöll og tré, kletta og vatn. Sólin var
lágt á lofti. Hvar var hann? Hvernig komst hann
hingað? Hann leit upp með ánni og sá foss. Síðan
leit hann á rifnu jakkafötin sín, sárin og skrámurnar
á húðinni.
Hafði hann fallið fram af fossbrúninni?
Hver var hann? Hvað hét hann?
Hann hlaut að vera með einhvers konar skilríki á
sér.
Í blautum vösunum fann hann ekkert annað en
smámynt. En undir jakkanum kom í ljós axlarslíður
og í því var hálfsjálfvirk byssa.
Hvað var hann að gera með skammbyssu þarna
úti á víðavangi? Ósjálfrátt kannaði hann byssuna.
Hún var hlaðin og tilbúin fyrir...
Tilbúin fyrir hvað?
Hann mundaði vopnið og horfði niður eftir
ströndinni. Lítill fugl tyllti sér á stein. Hann kom
auga á lítinn rekaviðardrumb og miðaði á hann.
Þegar hann hleypti af flaug fuglinn upp, felmtri
sleginn. Drumburinn splundraðist.
Byssan var í lagi.
Hvellurinn bergmálaði upp með ánni og hann
hrökk við er hann uppgötvaði að hann hafði gefið
upp staðsetningu sína mjög nákvæmlega, líkt og um
ögrun eða áskorun væri að ræða. Hárin risu á höfði
hans. Oft var í holti heyrandi nær.
Hann svimaði þegar hann stóðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Saman á ný
Engin ljós? Af hverju?
Íbúð vinnuveitanda hennar var aðliggjandi herbergi Lauru og hún tók kunnugleg skrefin í flýti,
hjartað sló hratt af áhyggjum út af frú Priestly. Gamla
konan var ekki góð til heilsunnar og það var ómögulegt að vita hvað hafði gerst eftir álag kvöldsins.
Það leit út fyrir að rúmið væri mannlaust. Laura
hafði áhyggjur af hjartaáfalli eða mjaðmabeinsbroti
og horfði yfir persnesku motturnar. –Frú Priestly?
Röddin svaraði og það vottaði fyrir streitu.
–Hérna, við gluggann.
Laura sá loksins í rýran líkama frú Priestly sem
sat í stól með útsýni yfir garðinn bak við húsið sem
stóð nálægt ánni. Í dagsbirtu var útsýnið í miklu
uppáhaldi hjá frú Priestly.
En þetta var um miðja nótt og ekki heldur dæmigerða haustnótt, ekki einu sinni fyrir Idaho. Það
hafði hvesst fyrr um kvöldið og það eina sem sást nú
út um gluggann voru iðandi skuggar af greinum og
runnum sem vindurinn feykti til. –Þú hefðir ekki átt
að fara á fætur án þess að kalla á mig til að hjálpa
þér, sagði Laura mjúklega. –Til þess er ég hérna.
Frú Priestly greip í handlegginn á Lauru. –Ég
held að ég hafi séð morð.
–Hvað segirðu! Hvar?
Gamla konan benti með hnýttum fingri á gluggann. –Þarna úti, við gosbrunninn. Sérðu lík?
Laura rýndi út í nóttina en skuggarnir voru of
dimmir. –Nei. Sérð þú það?
Frú Priestly teygði fram álkuna en hristi loks
höfuðið. –Nei, ekki núna.
–Segðu mér frá því sem gerðist, sagði Laura hvetjandi, vonaði að frú Priestly myndi sannfærast um að
þetta hefði verið martröð ef hún segði frá atburðum.
–Jæja, ég gat bara ekki sofið. Þú veist hvernig
það er þegar hugurinn er endalaust á ferð og flugi og
maður óskar þess að hafa ekki sagt þetta eða hitt?
–Ó já, sagði Laura og kraup með erfiðismunum
við hliðina á stól gömlu konunnar. –Já, ég þekki
tilfinninguna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brögð í tafli
Munnvikin á Lonnie sigu. –Hvað áttu við með hvað
er þetta? Þetta eru listmunir.
–Er einkasamsafnið þitt haugur af gömlum, brotnum
leirpottum? spurði annar mannanna háðslega. Nú var
Lonnie að verða reiður. Eftir öll þessi ár hafði hann loks
ákveðið að segja frá safninu sínu og voru þetta viðbrögðin? Hann benti á ferkantaða fígúru í glerkassa.
–Þetta er sjaldgæf eftirlíking af manni frá Mið-Ameríku. Næstum því 5000 dollara virði. Hann benti á
annan kassa. –Og þessi drykkjarflaska er frá Anasazimenningarþjóðinni í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Ég
borgaði þrjú þúsund fyrir hana. Kassinn þarna er fullur
af gripum frá Mississippi Indíánum. Hvaða safn sem er
myndi vilja fá hvaða hlut sem er af þessu.
–Hvar fékkstu þá?
Þetta kom frá besta vini hans í hópnum sem horfði á
Lonnie eins og hann væri svikahrappur.
–Hér og þar.
–Á svarta markaðnum?
Lonnie yppti öxlum.
–Hvað um þetta?
Lonnie sneri sér við til að dást að forsögulegri, útskorinni steinskál. Handfangið var grófgerð eftirlíking
af mannshöfði sem vísaði frá skálinni sjálfri, hauskúpan
var þakin þunnu lagi af gulli.
–Þetta eru nýjustu innkaupin mín, sagði Lonnie
hróðugur. –Staðbundin, héðan frá Wyoming. Enginn
veit frá hvaða ættbálki en hún er gömul. Forsöguleg. Ég
borgaði líka fúlgu fyrir hana.
–Var það einhver heimamaður sem seldi þér hana?
Hver?
Lonnie hristi höfuðið. –Nei, nei, ég segi ekki frá því.
Hann lofaði mér samt fleiri gripum. Sagðist ætla dýpra,
hvað sem það þýðir.
Það var eins og það kólnaði snögglega í herberginu,
eins og norðlægur vindur hefði allt í einu blásið yfir snævi
þakinn tind Klettafjalla. Lonnie leit af öðrum mann inum á
hinn. Augnaráð hvorugs þeirra lét nokkuð uppi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heim á búgarðinn
Cody Westin hélt um símtólið með vinstri
hendinni um leið og hann settist við skrifborðið.
–Segðu mér nákvæmlega hvar þú fannst
hana, sagði hann og hlustaði á upplýsingarnar
frá einkaspæjaranum.
–Já, ég kem, sagði Cody og beindi dökkum
augum sínum að stóra glugganum sem veitti útsýni yfir fjallstindana í Wyoming. Hann leit á
veggklukkuna. –Ég fer innan klukkustundar.
Ég hitti þig þar. Svo hnyklaði hann brýrnar.
–Smyth? Ekki týna henni.
Hann sleit símtalinu og reis á fætur. Eftir að
hafa staðið kyrr í smástund gekk hann að hliðarborði og hellti sér dálitlu viskíi í glas, skellti því
í sig í einum sopa og lokaði augunum þegar
vökvinn brenndi hálsinn á leiðinni niður.
Adam, bróðir hans, sem vann á búgarðinum
með Cody og föður þeirra, var á Hawaii í gönguferð um óbyggðirnar og ekki hægt að ná í hann í
síma. Það þýddi að Cody yrði að tala við hinn
bróður sinn, Pierce. Símtal einkaspæjarans hefði
ekki getað komið á verri tíma... verið var að undirbúa allt fyrir kýrburð, sem hæfist eftir mánuð.
–Fjölskyldan gengur fyrir, tautaði hann. Það
hentaði illa þegar maður bjó á búgarði. Hjörðin
þurfti líka að ganga fyrir.
Pierce átti helming í fyrirtæki og vann núna
erlendis. Hann gæti tekið sér frí vegna neyðartilfellis ef hann vildi. Það var vandamálið. Vildi
hann það?
Hann varð að gera það. Einhver varð að
stjórna þar sem faðir þeirra gat það ekki. Búgarð urinn rak sig ekki sjálfur.
Blautt trýni snerti höndina á honum svo hann
vissi að Bonnie var komin inn á skrifstofuna.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leikur örlaganna
Wyatt McCabe lögreglufulltrúi stillti kíkinn og
fylgdist með konunni. Lyla Pearson. Hún teymdi
rauða meri inn í hlöðu rétt fyrir aftan litla sveitabýlið og honum sýndist hún vera að tala við
hrossið. Jafnvel eins og hún væri að syngja fyrir
það.
Hún líktist ekki manneskju sem var við það að
fara að fremja glæp.
Ekki enn í það minnsta.
En eitt var víst... hann hafði aldrei hitt hana.
Wyatt var nokkuð viss um að hann hefði munað
eftir því þó að það væri ekki margt sem vakti sérstaka athygli í fari hennar.
Hún var um 175 cm á hæð. Meðalstór. Brúnt
hár bundið í tagl.
Hún var í gallabuxum og snjáðum leðurjakka...
sem var eiginlega einkennisbúningur þeirra sem
unnu með hesta. Það var nokkuð sem hann þekkti
svolítið til þar sem hann hafði unnið á búgarði
fjölskyldunnar.
Wyatt leit á úrið. Klukkan var rétt rúmlega sjö
að morgni sem þýddi að fröken Pearson myndi
fljótlega skipta úr kúrekastelpugallanum yfir í
fötin sem hentuðu aðstoðarforstjóra rannsóknardeildar lögreglunnar í San Antonio. Hann ætlaði
að elta hana þangað líka. Reyndar ætlaði hann
ekki að líta af henni fyrr en hann væri búinn að
átta sig á því hvað væri í gangi.
Hann ætlaði að fá svör við spurningum sínum.
Og þessar spurningar vörðuðu barnið sem hún
bar undir belti.
Það var engin sýnileg kúla á mVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Makleg málagjöld
Hún bar fingur að vörum, gaf honum merki um
að hafa hljótt.
Hver fjandinn?
Til að gera þetta enn furðulegra, gaf hún hon-
um merki um að koma nær.
Declan velti því fyrir sér. Hann velti líka fyrir
sér að kalla til hennar en hún hristi höfuðið ákaft
og gaf honum aftur merki um að hafa hljóð.
Hann reyndi að sjá hvort hún væri vopnuð en
gat ekki verið viss. En þar sem hún hafði haft gott
tækifæri til að skjóta á hann án þess að gera það,
ákvað Declan að taka áhættu. Hann stakk byss-
unni ekki í slíðrið en gekk nær.
Já, þetta var kona. Um það bil 165 sentímetrar
á hæð. Nokkur hár höfðu sloppið undan derhúf-
unni og honum sýndist hún vera dökkhærð.
–Inn, hvíslaði hún og kinkaði kolli að bakdyr-
unum. –Gerðu það, bætti hún við.
Ef hún var glæpamaður var hún kurteis glæpa-
maður, svo mikið var víst. Síðustu orðin höfðu
engin áhrif á Declan en annað mátti segja um ótt-
ann sem hann heyrði í rödd hennar. Eða eitthvað.
Það var eitthvað sem sagði honum að hún væri
ekki morðingi.
Líklega ekki.
Hann hafði áður haft rangt fyrir sér. Og var
með ör á bringunni til að sanna það.
En stöðvaði það hann?
Honum til vanþóknunar, stöðvaði það hann
ekki. Hann hafði aldrei verið varkár maður og þótt
þetta virtist vera góður tími til að byrja á því, gekk
Declan enn nær og leitaði enn að merkjum um að
hún væri vopnuð.
Allt í lagi, hún var vopnuð.
Dularfulli gesturinn færði jakkann til hliðar og í
ljós kom skammbyssa... Glock... í axlarhulstri. Þar
sem hún gerði enga tilraun til að draga byssuna
upp, gekk Declan enn nær, upp hliðartröppurnar.
Hann benti líkVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.