Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Eftirförin
Dawson Chisholm stöðvaði hestinn til að líta aftur á húsin í fjarska. Þetta var útsýnið sem hann hélt mest upp á á Chisholm-búgarðinum. Hann hafði alltaf verið stoltur af veldinu sem faðir hans hafði byggt. En í dag fann hann fyrir ábyrgðinni á búgarðinum og óttaðist um föður sinn... og framtíðina. Einhver vildi ekki bara eyðileggja það sem Hoyt Chisholm hafði byggt, heldur líka Hoyt sjálfan.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á snörunni
Ljósin birtust í myrkrinu eins og vin í eyðimörk. Billie Rae leit í baksýnisspegilinn á gamla pallbílnum, svo á bensínmælinn. Hún hafði ekki séð neinn bíl í langan tíma en hún vogaði sér ekki að hægja ferðina. Það heyrðist hátt í vél pallbílsins, hún keyrði á tæplega hundrað og fimmtíu en það var bensínmælirinn sem olli henni áhyggjum. Hún var næstum orðin bensínlaus. Sem þýddi að hún var að verða búin með heppnina.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brennimerkt
Emma Chisholm heyrði lætin inn í eldhúsið, sem var aftast í búgarðshúsinu. Hún þurrkaði sér um hendurnar á svuntunni og gekk í gegnum stórt húsið til að sjá út í garðinn fyrir framan hús. Eftir hratt samband og hjónaband, hafði hún ekki verið viðbúin þessu nýja heimili. Hoyt hafði varað hana við, hafði sagt að búgarðurinn væri langt frá nokkru öðru í Montana. Samt hafði hún ekki getað ímyndað sér neitt svona afskekkt eða svona stórt
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Brúðkaup mánaðarins
TD Waters ýtti með tánni við manninum á jörðinni. Engin viðbrögð og hann leit til sjóndeildarhringsins. Hinn maðurinn var að fara yfir hæð, kominn úr skotfæri og of langt til að eftirför gerði eitthvert gagn. Waters bölvaði, ýtti kúrekahattinum ofar á höfuðið og slíðraði vopnið á meðan hann horfði á manninn komast undan með hálfa milljón dollara. Hann hafði misst peningana... og látið annan komast undan. Hvar eru peningar
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heim á ný
Jace Dennison sá konuna stara þegar hann settist niður til að bíða eftir fluginu til Montana. Hann opnaði strax bókina sem hann hafði keypt til að komast hjá því að tala við nokkurn mann. En við það féll bréfið frá móður hans úr bókinni. Jace fann fyrir sektarkennd í bland við sorg þegar hann beygði sig til að taka bréfið upp. Ef hann bara hefði lesið það og getað farið aftur til Montana áður en það varð um seinan
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Slóð leyndarmála
Jack hafði ekki séð hræðu í langan tíma þegar hann kom auga á konuna við veginn. Hann keyrði eftir þjóðvegi 191, á leið norður í strjálbýlasta hluta Montana, þegar hann sá hana. Í fyrstu deplaði hann augunum og taldi sér missýnast, þar sem hann hafði ekki séð neinn annan bíl tímunum saman. En þarna var hún, stóð við veginn, hélt þumlinum út, með sítt og rautt hár sem féll niður fyrir axlirnar, klædd í þröngar gallabuxur sem smellpössuðu yfir laglegan bakhluta og ótrúlega langa leggi.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þráður fortíðar
Þegar Cyrus Winchester opnaði augun, botnaði hann ekki neitt í neinu. Hann virtist vera á spítala og kannaðist ekki við sig. Hann lá í sjúkrarúmi og heyrði í sjónvarpinu frammi á ganginum þar sem verið var að auglýsa síðustu haustútsölurnar. Hann hlaut að vera að dreyma. Hann hafði verið á leiðinni til Montana til að verja fjórða júlí með ömmu sinni, sem hann hafði ekki séð í tuttugu og sjö ár.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kalt stál
Tilhugsunin nægði til að magi hans herptist saman. Hvað í fjandanum var hann að gera hérna? Whitehorse, Montana, var sá staður á jörðinni sem hann vildi síst vera á. Hann langaði ekkert að hitta ömmu sína. Hafði enga löngun til að fara aftur á búgarðinn og reyna að rifja upp góðar minningar. Í huga hans hlaut bölvun að hafa verið lögð á búgarðinn. Cordell hafði verið með slæma tilfinningu fyrir þessu frá byrjun. Þess vegna hafði hann ekki viljað láta Cyrus fara þangað einan. Cyrus
virtist alltaf geta fundið vandræðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hikandi brúður
Vindurinn ýlfraði í gljúfrinu þegar fógetafulltrúinn McCall Winchester potaði með kúrekastígvélatá í nokkuð sem virtist vera moldarköggull. Þrumuveðrinu um nóttina hafði fylgt hellirigning. Þegar moldin færðist aðeins til sá hún að það sem var neðst í gljúfrinu var hvorki mold né steinn. –Sagði ég ekki? McCall leit á manninn sem stóð skammt frá. Rocky Harrison var heimamaður og steinasafnari.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Síðasti piparsveinninn
Allar taugar í líkama Dede Chamberlain voru þandar þegar hún lagðist á mjótt rúmið í læstu herberginu. Hún hlustaði á hljóðin í kringum sig þetta kvöld... grátur heyrðist, stöku öskur, marr frá stól við borð hjúkrunarkvennanna neðar á ganginum. Dede vissi betur en að sofna. Hún hafði heyrt að nýr sjúkraliði hefði verið ráðinn og hún vissi hvað það þýddi. Hún hafði enn ekki séð hann en hafði heyrt hina sjúklingana hvísla um hann. Stóran náunga með ljósgrá augu og ör á vinstri vanganum. Claude
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.