Flýtilyklar
Brauðmolar
Ástarsögur
-
Liðsforinginn
Desmond Gallagher, sem ævinlega var kallaður Des, stundi þungan þegar hann starði á litríku glerbútana sem lágu á vinnuborðinu hans. Þriðja daginn í röð var hann kominn út í rúmgóðu hlöðuna sína, sem nú þjónaði hlutverki verkstæðis en hafði áður verið skrifstofa, og gerði ekki annað en að sitja og stara. Rispurnar og rákirnar á borðplötunni sýndu svo ekki varð um villst að þarna fór ýmiss konar vinna fram. Bara ekki þennan dag. Og heldur ekki daginn áður. Hann neri á sér skeggbroddana. Yfirleitt dugðu glerbrotin á borðinu til þess að hann fengi hugmynd, jafnvel þótt hann hefði ekki neina sérstaka hönnun í huga. Verkefni dagsins var ófullgerð, steind rúða sem hægt væri að setja í gluggaop eða ramma inn og hengja upp eins og málverk. Rúðurnar voru ávallt vinsælar, en það sem hafði mest gaman af þessa dagana var að vinna verk úr brotnu gleri. Hann mölvaði glerið sjálfur og naut þess síðan að raða brotunum saman og búa til eitthvað nýtt og betra úr þeim. Þó að hann hefði leikið sér að því að búa til smáhluti úr blásnu gleri lét hann stærri verk eiga sig, enda þurfti fleiri en einn til þess að skapa þau. Það stíflaði sköpunargleði hans að þurfa að hugsa um verkefni. Bestu verkin urðu til þegar heilinn sendi fingrunum milliliðalaus skilaboð og hann raðaði brotunum saman án þess að hugsa sérstaklega um útkomuna. Það var í rauninni fáránlegt, en með þessu móti hafði hann getað séð fyrir sér alllengi. Hann var ekki auðugur en átti fyrir salti í grautinn og tekjurnar komu sér vel til viðbótar við örorkubæturnar frá hernum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hamingjuslóð
Heyrðu, hvað með nýja náungann frá… –Nei. Ellie Harding var að skera köku í ferninga en gerði hlé á verki sínu til að hvessa augun á vinkonu sína fyrir tilraunir hennar á sviði hjúskaparmiðlunar. Meg McBride Cooper stóð hinum megin við rétthyrnda borðið og hélt á hvítum eftirréttadiskum. Ellie og Meg voru við sjálfboðastörf á hádegisverðinum sem boðið var upp á vikulega í kjallara hvítu kirkjunnar við bæjartorgið á Lómavatni í Vermont-ríki. Þeir sem gátu greitt fyrir matinn gerðu það, en fyrir hina var hann ókeypis. –Ég þarf ekki hjálp við að finna mér karlmann og kæri mig heldur ekki um hana, sagði Ellie. Miðað við það sem hún hafði þolað sín tuttugu og sjö ár var ekkert mál fyrir hana að fara ein í brúðkaupsveislu. Héldu vinkonur hennar að hún gæti ekki fundið sér herra ein og óstudd? Upp rifjuðust minningar um það hvernig stundum hafði verið komið fram við hana eftir að hún greindist með krabbameinið. Hún vissi að vinkonurnar vorkenndu henni ekki, en á barnsaldri hafði fólk vorkennt henni, ýmist beinlínis eða á bak við tjöldin, og þess vegna var hún viðkvæmari fyrir slíku á fullorðinsárunum. Ellie bægði minningunum frá sér og hélt áfram að skera súkkulaðikökuna. Strákar hringdu í hana. Já, þeir voru alltaf að hringja. Þeir hringdu þegar þá vantaði keilufélaga eða mann í hafnaboltaliðið. Einn hringdi meira að segja fyrir mánuði og spurði hvort hún væri með símanúmerið hjá nýja geislafræðingnum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ovænt kynni
–Ef þú ætlar að jagast í mér verðurðu að giftast mér. Brody Wilson, fyrrverandi liðþjálfi í hernum, stundi þreytulega og hallaði sér fram á gljáandi viðarborðið við afgreiðslukassann í krambúðinni við Lómavatn. Hinum megin við borðið otaði hin rúmlega sjötuga Octavia Whatley, sem jafnan var kölluð Tavie, gigtveikum fingri að honum. –Guð er til vitnis um það að þú stóðst nákvæmlega á þessum stað, Brody Wilson, og sórst og sárt við lagðir að þú værir hættur að brúka þessa líkkistunagla. –Ég var hættur því, sagði Brody og dæsti. –Og mun gera það aftur. Hann hristi höfuðið. Íbúar Lómavatns voru vissulega sérvitrir, en þeir voru líka gott fólk og umhyggjusamt. Hann naut þess að búa í þessu sérkennilega samfélagi í Vermontríki. En stundum… Allt benti til þess að þetta yrði einn af þessum „stundum“ dögum. Ef hann byggi í borg væri hann óþekktur og öllum væri sama þótt hann reykti sig í hel. En því miður hafði konan lög að mæla. Ef hann kveikti sér í sígarettu núna væri hann að rjúfa þrjátíu og tveggja mánaða reykbindindi. Maí var erfiður mánuður fyrir hann, en sígarettur myndu ekki breyta því liðna og aðeins flækja framtíðina. Já, það var heimskuleg hugdetta að fara að reykja. Engu að síður hvessti hann augun á Tavie eins og henni hefði orðið á í messunni. Tavie hnussaði. –Og láttu ekki eins og þú getir brosað framan í smástelpurnar í matvörubúðinni og fengið þær til að selja þér tóbak. Ég þekki mömmur þeirra
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dóttir landgönguliðans
Sannleikurinn gat verið óþægilegur, en hann ætlaði ekki að gera læknunum það til geðs að leyfa þeim að hafa rétt fyrir sér. Riley Cooper skellti hurðinni á pallbílnum sínum og liðkaði öxlina. Langur akstur án sterkari lyfja en íbúprófens hafði ekki haft góð áhrif. Læknirinn hafði látið hann fá lyfseðil fyrir sterkari verkjatöflum, en þær sljóvguðu hann. Og hann áleit að með því að taka inn lyfin væri hann að finna sér auðvelda undankomuleið. Félagar hans höfðu kvalist mjög áður en þeir dóu og fjölskyldur þeirra þjáðust enn. Á herspítalanum hafði verið potað í hann og stungið og fagmennirnir komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakbitinn vegna þess að hann hafði komist lífs af en ekki þeir. Hann hafði gníst tönnum. Vildu þeir fá sektarkennd? Hann þjáðist svo sannarlega af henni, enda dvaldist hann í kyrrlátum fjöllunum í Vermont í stað þess að fara fyrir mönnum sínum í Afganistan. Geðlæknirinn hafði sagt: Þú verður að gefa þér tíma til að græða líkamann og hreinsa höfuðið áður en ég get mælt með því að þú verðir sendur á átakasvæði. Taktu þér þrjátíu daga, liðþjálfi, og þá kannski íhuga ég að gera þig virkan á ný. Riley kreppti hnefann utan um lykilinn þegar orð læknisins ómuðu í höfði hans eins og ryk frá þyrluspöðum. Öxlin var að lagast og að undanskildum sóni í eyrunum annað slagið hafði hann það gott. Ári gott. Hann þurfti að komast aftur til manna sinna í Afganistan en ekki að hanga úti á víðavangi og missa vitið. Hann var ekki sjálfum sér líkur í þessum friðsæla bæ, en á orrustuvellinum hafði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hjúskaparmiðlarinn
Himinninn var heiður þennan fagra sumardag í bænum Starlight í Washington-ríki. Ella Samuelson var í skapi til að berja eitthvað. Hún var fegin að vilja fá útrás fyrir reiði sína á einhverjum vesalings, grunlausum, dauðum hlut en ekki lifandi mannveru. Var það ekki merki um þroska og sjálfsstjórn? Verst að hún skyldi ekki geta hamið tilfinningarnar jafn hratt og hún gat stjórnað hvötum sínum. Hún stóð yst í mannþrönginni á helgarhátíðinni til heiðurs móður hennar sálugu og stuðningi hennar við listalífið í snotra bænum við rætur Cascade-fjalla. Ella ætti að vera ánægð. Hún ætti að minnsta kosti að vera sátt og finna fyrir stolti. Hún var nýbúin að tilkynna hvaða listamenn hlytu styrkina sem banki fjölskyldunnar veitti. Faðir hennar hóf að styðja hið skapandi samfélag í Starlight, einkum sumarlistahátíðina, fljótlega eftir að kona hans lést. Með því vildi hann heiðra minningu hennar. Það var göfugmannlegt af honum, en göfgi hafði ekki skipt Ellu máli þegar hún var unglingur. Hún hafði misst hina blíðu og þolinmóðu mömmu sína í hræðilegu bílslysi. Ella og Finn, stóri bróðir hennar, höfðu verið í bílnum líka og ekki getað á heilum sér tekið. Jack, faðir þeirra, var yfirkominn af sorg og árum saman var hann
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjallabúarnir
Tessa Reynolds andaði djúpt að sér gufunni í loftinu og reyndi síðan að verjast hóstanum. Hún einbeitti sér að því að anda eðlilega og minnti sig á að þetta væri bara svolítill hósti og ofur eðlilegur. Heilsuhraust fólk hóstaði líka. Hann var ekki endilega merki um að eitthvað væri að. Samt sló hjartað ört í brjósti Tessu. Hún var nefnilega ekki heilsuhraust. Reyndar var hún orðin það núna, en jafnvel þriggja ára góð heilsa dugðu ekki til að eyða afleiðingum tuttugu ára ólæknandi nýrnaveiki. Hún dýfði hendinni í vatnið í heitu uppsprettunni þar sem hún sat. Þó að það væri miður apríl í Cascade-fjöllunum í vestanverðu Washingtonríki hafði þessi dagur verið óvenju svalur. Meðal annars þess vegna hafði Tessa gengið tvo og hálfan kílómetra frá bústaðnum sínum að heitu lauginni sem hún kannaðist við síðan í bernsku. Þegar hún var yngri hafði hún ekki getað gengið alla þessa leið. Minningin um það er frænka hennar og systir skildu hana eftir voru eins og kláði sem hún náði ekki að klóra í. Brátt tæki að rökkva og hitastigið lækkaði jafnt og þétt. Hún yrði að fara upp úr mjög fljótlega ef hún ætlaði að komast til baka upp hálsinn áður en myrkrið skylli á. Hún var komin til smábæjarins Starlight til að byrja upp á nýtt og verða eitthvað annað en veika stúlkan Tessa. Verða ótemjan sem hún hafði alltaf álitið sig vera. En það var munur á ótemju og heimskingja. Aðeins þeir síðarnefndu myndu halda sig úti í þéttum skógi í myrkri.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sár fortíðar
Hvernig hafði hún getað verið svona vitlaus? Hún var læknir! Hún vissi vel hvað var í húfi. Hvernig hafði henni dottið í hug að það væri allt í lagi að sleppa fram af sér beislinu eitt andartak? Hún gat fyrirgefið sér það að hafa fengið sér of mikið vín. En á því sem á eftir kom fannst engin afsökun. Hún varð að komast til Christine. Á leiðinni til Marie Cove frá fínu þakíbúðinni sem fyrrverandi eiginmaður hennar átti rétt fyrir utan Los Angeles gat dr. Olivia Wainwright ekki hætt að álasa sér. Þegar sólin gægðist yfir sjóndeildarhringinn og breytti nótt í dag jókst skelfing hennar enn. Hún brást of hart við. Það vissi hún vel. Hún vissi líka að áhættan sem hún hafði tekið var raunveruleg. Því olli tímasetningin. Eftir nokkra klukkutíma átti hún að sinna sjálfboðastarfi í kvennaathvarfinu. Hún varð að komast heim, fara í sturtu og komast yfir neyðarpillu. Jafnvel tilhugsunin um að taka getnaðarvarnarpilluna daginn eftir olli því að hún gretti sig. Ekki bara vegna hormónatruflananna sem pillan hefði í för með sér, heldur einnig af því að ef egg væri í leiðaranum gæti þungun verið að eiga sér stað. Og pillan myndi rjúfa hana snarlega. Henni varð hugsað til Lily og svo margra af pínulitlu sjúklingunum sínum á nýburadeildinni og vissi að þannig myndi það fara. Hún bölvaði sjálfri sér fyrir að hafa opnað á möguleikann á þessu. Í huganum fór hún yfir lista yfir þá sem gátu útvegað
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Framtíðardraumar
–Þakka þér fyrir, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Annie Morgan horfði í tárvot augu konunnar sem hafði stöðvað hana á ganginum á lögreglustöðinni. –Frú Milkin, sagði hún og tók í höndina á Bonnie. –Við erum þér þakklát fyrir að vilja tala við fólkið í strokubarnateyminu og vera svona hreinskilin. Það hlýtur að vera þér óbærilegt að þurfa að rifja upp sonarmissinn. En ég fullvissa þig um að það sem þú hefur sagt okkur, öll litlu einkennin sem oft fara framhjá fólki, hjálpa okkur að bjarga mannslífum. Annie hefði getað bætt ýmsu við, til dæmis því að ellefu löggæslustofnanir í sunnanverðri Kaliforníu stóðu að þessari sameiginlegu sérsveit, sem hafði það meginhlutverk að finna þessi börn, hjálpa þeim og vernda þau. En það hafði allt komið fram á morgunfundinum skömmu áður. Hún þurfti að fara á annan fund í San Díegó þennan ágústmorgun. Hún kveið honum en var jafnframt vongóð. Það yrði ekki auðvelt að sjá fyrrverandi eiginmann sinn í fyrsta skipti í tíu ár, en vonandi þess virði. En hvað sem öllum fundum liði myndi hún gefa Bonnie tíma. Hún renndi fingrunum gegnum stutta, ljósa hárið. –Þú ert gott dæmi um móðurina sem mig langar til að verða. Þú helgar þig syni þínum. Það er augljóst af öllum tilraunum þínum til að reyna að hjálpa honum og útvega honum aðstoð. Ást þín var stöðug og skilyrðislaus þrátt fyrir fíknina sem ekki vildi sleppa af honum tökunum. Og í dag heiðrarðu minningu hans með því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. –Áttu engin börn? spurði Bonnie og rölti hægt í átt að lyftunni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gamlar glæður
Nýi Dodge Ram-pallbíllinn hossaðist eftir malarveginum að GG-búgarðinum, þar sem Matt Grimes hugðist láta fyrirberast þangað til hann hefði náð sér eftir meiðslin og gæti aftur snúið sér að kúrekamótunum. Síðdegissólin blindaði hann næstum því svo að hann dró niður sólskyggnið. Við það yfirsást honum stór og myndarleg hola í veginum. Hann fann til í veika hnénu og bölvaði lágt. Hann yrði að sannfæra George frænda sinn um að það væri tímabært að malbika fjandans veginn áður en hann yrði ófær öðrum ökutækjum en fjórhjólum. Matt hafði ekki komið heim síðan um jól. Hann hefði líklega átt að hringja og láta frænda sinn vita að hann væri að koma, en hann hafði langað til að koma honum á óvart. Hann sveigði til að forðast annan pytt og hreyfingin var svo snögg að hann meiddi sig aftur í hnénu. Hann gnísti tönnum af sársauka. Síðasta nautið sem hann hafi riðið, Grafari, hafði kastað honum af sér og síðan traðkað á honum. Hann hafði ekki beinbrotnað en skemmt vöðva og sinar. Það var samt fjandans ári sárt og læknirinn sagði að það tæki hann dágóðan tíma að ná bata
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fósturbörnin
Rannsóknarlögregluþjónninn Adam Santiago fór aldrei í grímubúning. Stundum þurfti hann reyndar að fara í dulargervi þegar hann var í leynilegri eftirlitsaðgerð, en það taldist varla með. Nú var hann hins vegar kominn á fjáröflunarsamkomu fyrir góðgerðarsamtök, klæddur eins og Zorró. Náunginn í búningaversluninni hafði reynt að fá hann til að kaupa skylmingasverð, en Adam hafði hafnað því þó að sverðið væri vitaskuld ekki ekta. Búningurinn var nógu hallærislegur. Hann bjóst ekki við að þurfa á leikmunum að halda til að flækja málin. Hann hafði að sjálfsögðu keypt svörtu augnagrímuna, sem lá í farþegasætinu. Ef hann væri ekki með augnaumbúnað Zorrós myndi fólk kannski halda að hann hefði bara gleymt að strauja skyrtuna sína. Eða að hann væri nautabani. Margir yrðu hissa að sjá hann þarna, enda var hann mun hrifnari af minni samkvæmum, til dæmis nokkrum ölglösum með vinunum á uppáhaldskránni sinni. Ekki var verra að eiga rómantískt stefnumót að kvöldlagi sem endaði með morgunverði. En samkvæmi kvöldsins var undantekning frá reglunni. Adam hafði meira að segja greitt hundraði dali til þess að koma til þessarar kvöldstundar, sem myndi koma sér vel fyrir tvö eftirlætis góðgerðarsamtök hans í Brightondal, búgarðinn Ruggustólinn og barnaheimilið Krakkabæ. Þegar hann frétti af því að til stæði að halda fjáröflunarsamkomuna ákvað hann að gefa væna fúlgu til málstaðarins og segja fólkinu sem fyrir samkomunni stóð að hann þyrfti því miður að vinna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.