Flýtilyklar
Brauðmolar
Ástarsögur
-
Hermaðurinn
Ef Clay Masters, höfuðsmaður, hefði ekki verið svona upptekinn af kynþokkafullu, dökkhærðu konunni í rauða bikiníinu hefði hann kannski ekki fengið fótboltann í höfuðið. Fjandinn. Hann leit á gömlu félagana sína úr miðskólanum, sem hlógu báðir ógurlega, og sótti síðan boltann. Á undanförnum þrettán árum hafði hann haldið sambandi við Stegg og Ponsjó í gegnum tölvupóst, textaboð og stöku símtöl, en þeir höfðu ekki varið neinum tíma saman að ráði síðan þeir fóru hver í sinn háskólann. Margur hefði þó ætlað annað. Um leið og þeir hittust á laugardegi í komusalnum í flugstöðinni í Honolúlú var eins og þeir hefðu aldrei farið hver í sína áttina. Nú voru þeir komnir á norðurströnd eyjarinnar Óahú og nutu þess að vera í verðskulduðu fríi. Brimbrettatímabilinu hafði lokið fyrir mörgum vikum. Ströndin var því fámenn. Þar voru raunar engir nema vinirnir þrír og fíngerða, dökkhærða konan sem lá á handklæði í sandinum. Ponsjó gaf Clay olnbogaskot og kinkaði kolli í átt að konunni. –Hún tekur sig svo sannarlega vel út í rauðu bikiníi. Það voru orð að sönnu. Clay hafði ekki getað haft af henni augun síðan hún kom sér fyrir í sandinum. Og þegar hún bar á sig sólarvörnina hafði honum þótt afar freistandi að bjóða fram aðstoð sína. En hann var ekki þangað kominn til að reyna við fyrsta kvenmann sem hann sá. Hann langaði til að njóta þess að vera með vinum sínum. Þegar þeir komu hafði hann skipt um föt
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Jólaboðið
Kæra Debbie. Ég er örvæntingarfull og þarfnast hjálpar þinnar. Elena Montoya skoðaði fyrsta bréfið af nokkrum sem hún hafði verið látin fá á meðan á atvinnuviðtalinu stóð hjá Brightondalstíðindum. Hún var komin í von um að fá starf hjá litla héraðsfréttablaðinu, en sem blaðamaður en ekki nafnlaus kona sem gaf ástsjúkum ráð í vikulegum dálki. Ritstjórinn hét Carlton og var þunnhærður, miðaldra maður. Hann hallaði sér fram á borðið og spennti greipar. –Jæja, hvernig líst þér á? Í alvöru? Elena var þess ekki umkomin að gefa öðrum góð ráð, hvað þá fólki sem átti í erfiðleikum í ástarlífinu. En hún vildi síður upplýsa um reynsluleysi sitt eða efasemdir. –Ég vonaðist til að fá annað verkefni. Eða annars konar dálk. –Við skulum fyrst sjá hvað þú getur gert fyrir þennan, sagði Carlton og hallaði sér aftur í skrifborðsstólnum. Gormarnir nötruðu undan þunga hans og tölurnar á skyrtunni áttu fullt í fangi með að halda aftur af ístrunni. Elena vildi ekki hafna vinnu, jafnvel þó
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dóttir kúrekans
Kúrekinn Nate Gallagher hafði riðið með nautunum í Pamplóna og setið nokkra af ólmustu hestum landsins í keppnum og sýningum, en aldrei hafði hann staðið fyrir neinu jafn ógnvekjandi og óþægilegu og þessu. Hvern fjandann átti hann að gera við fyrirbura? Sumar beltissylgjurnar hans voru áreiðanlega þyngri en þessi agnarsmáa telpa. Nýburahjúkrunarfræðingurinn var nýbúinn að koma Jessicu litlu fyrir í burðarstólnum og benti á hvítan plastpoka með merki spítalans. –Ég stakk nokkrum pelum og þurrmjólkurdós í pokann handa þér til að taka með heim. Ertu tilbúinn? Nei, fjandakornið. Hjartað sló svo ört að hann hélt að það myndi springa. Svo var hann kófsveittur að auki. En hann skyldi hundur heita ef hann sýndi á sér einhver hræðslumerki. –Jamm. Hann tók upp burðarstólinn, sem hann gat komið fyrir í aftursætinu á pallbílnum sínum. Stóllinn var alveg jafn léttur og þegar hann kom með hann á heilbrigðisstofnunina í Brightondal. Ef hann hefði ekki kíkt ofan í hann, þar sem Jessica litla lá og svaf, hefði hann ekki grunað að hún væri þar. En þarna var hún vissulega, um það bil að fara burt með honum og yfirgefa öryggið á spítalanum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kúrekastelpan
Hafði hann verið rekinn? Í alvöru? Blake Darnell hallaði sér fram í leðurstólnum sínum við skrifborðið og las skjalið sem hann hafði fengið með síðdegispóstinum. Hann var svo niðursokkinn í það sem nýi lögfræðingur frænda hans hafði skrifað og sent til dómstólsins í Texas að hann hafði ekki heyrt að einhver var að ávarpa hann. –Heyrðirðu í mér? spurði skrifstofustjóri lögmannsstofunnar. Hann leit upp og sá hvar hin dugmikla, fullorðna kona stóð í gættinni. –Fyrirgefðu, Carol. Hvað varstu að segja? Hún krosslagði handleggina og forvitnin í svipnum breyttist í áhyggjur. –Ég spurði hvort þú vildir að ég gerði eitthvað fleira áður en ég færi heim. Þú varst óralangt í burtu í huganum. Er eitthvað að? Hún hafði greinilega staðið þarna alllengi og tekið eftir hrukkunum á enninu á honum og þungu brúnunum. Hann lagði sig yfirleitt fram um að vera heiðarlegur, en í þetta sinn ákvað hann að breyta út af venjunni. –Nei, allt er í besta lagi. –Annað sýnist mér. Í rauninni var allt í steik. Hvað hafði Sam frændi verið að hugsa þegar hann tók þessa ákvörðun? Blake var agndofa og reiður, en hann hafði líka svolítið samviskubit. Honum fannst alls ekki gott að þurfa að taka sökina að hluta á sig,
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ráðabrugg
Corey Hall gekk til mannsins sem var nýfarinn út úr hálfdimmri kránni og reyndi að láta sem sér fyndist stærð hans og kraftar ekki yfirþyrmandi. Hann var hár og íþróttamannslega vaxinn, enda fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta. Í daufum bjarmanum frá ljósastaurnum var erfitt að sjá andlitsdrættina, en hún vissi að í dökka hárinu voru gylltar rendur af því tagi sem eiginkonur íþróttamanna eyddu gjarnan fúlgum fjár í að fá á hárgreiðslustofum. Cory sá að hann hafði ekki rakað sig í nokkra daga og að jakkinn undirstrikaði vel breiðu herðarnar. Hann sneri sér að dyrunum án þess að taka eftir henni. Hún var svo sem vön því að vera ósýnileg þannig að það kom henni ekki á óvart. –Það er lokað, sagði hann og röddin bergmálaði í kyrrðinni. Hann hafði þá tekið eftir henni. En hann hafði ekki fyrir því að snúa sér frá hurðinni sem hann var að læsa. Annaðhvort átti Jordan Schaeffer ekki von á vandræðum að kvöldlagi í smábæ eins og Starlight í Washingtonríki eða taldi víst að hann myndi ráða við árásarmennina. En Cory var í þann veginn að baka honum svo mikil vandræði að hann myndi óska þess að hafa farið gætilegar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Töfrar jólanna
Brynn Hale leit á úrið sitt. Hún var orðin fimmtán mínútum of sein á hádegisverðarfundinn. Á símaskjánum stóð enn skýrum stöfum efst í vinstra horninu að ekkert samband væri þarna að hafa. Hún reyndi enn að snúa lyklinum í svissinum en án árangurs. Aðeins heyrðust nokkrir litlir smellir. Hún bölvaði lágt og fékk óðara samviskubit. Móðir hennar hafði snemma innrætt henni að blótsyrði væru ekki konum sæmandi. Brynn hafði reyndar valdið mömmu sinni vonbrigðum á mörgum sviðum, en yfirleitt gætti hún þó tungu sinnar. Nú hafði hún hins vegar fyllstu ástæðu til að bölva og ragna. Í fjarska heyrði hún hljóð í bílvél. Það var í fyrsta sinn sem hún varð vör við mannaferðir frá því að gamla Toyotan hennar neitaði að fara í gang á þessum fáfarna fjallvegi. Hún steig út úr bílnum, sem hún hafði lagt á öxlinni nálægt krappri beygju sem gekk undir nafninu Djöflavör og andaði að sér fersku og svölu fjallaloftinu. Staðurinn var bara um þrjátíu kílómetra frá bænum Starlight í Washingtonríki, en þar hafði Brynn átt heima frá fæðingu, sem sagt í tuttugu og átta ár. Það hafði aldrei verið ætlun hennar að setjast að í bænum. En fæst í lífi hennar hafði svo sem farið eins og hún hafði vonað eða gert ráð fyrir. Hún hafði gert það besta
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ný framtíð
Svalandi septembergolan lék sér að hárinu á Möru Reed, sem dró andann djúpt og reyndi að slaka á. Svitinn milli herðablaðanna var ástæðulaus, en hann lak niður eftir bakinu á henni og skeytti því engu þótt hlýtt væri í veðri miðað við árstíma. Litríkar blöðrur dingluðu í spottum sem bundnir höfðu verið við handriðið á pallinum við tvílyfta múrsteinshúsið sem hún og dóttir hennar gengu nú að. Raddir bárust af baklóðinni, hlátrasköll og ánægjuóp barna. Hún bjóst við að þar væru saman komnir ættingjar og vinir. Af einhverjum ástæðum fór um hana hrollur. Stundum var fjári erfitt að kreista fram bros og setja upp sinn besta geðblöndunarsvip. –Mamma, hvað er að? Hin fimm ára gamla Evie hnyklaði brýnnar undir gleraugunum og þrýsti hönd Möru. Áhyggjurnar skinu út úr stóru, brúnu augunum. –Við erum of seinar í veisluna hennar Önnu. Viltu kannski ekki fara? Mara brosti við dóttur sinni og fann að hún roðnaði. –Auðvitað förum við í veisluna. Við erum komnar og það verður voða gaman. Við fáum köku og ís og Josh sagði að það væri hoppukastali
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sáttmálinn
–Skál fyrir minningu Daniels. Finn Samuelson og Parker Johnson klingdu bjórflöskum. Síðan leit Finn eftirvæntingarfullur á Nick Dunlap. Nick hristi höfuðið. Í þögninni heyrðist snarkið í eldstæðinu í garðinum hans. Tíu ár voru liðin síðan Finn hafði hitt þessa tvo bestu vini sína úr miðskólanum í heimabæ þeirra. Í áratug hafði hann ekki stigið fæti í bæinn Starlight í Washingtonríki. Honum fannst slæmt að það skyldi hafa þurft andlát skólabróður þeirra til þess að hann sneri aftur heim. Það bættist við langan lista yfir það sem hann hafði séð eftir um dagana. –Svona nú, Nick, sagði Parker. –Daniel er dáinn og enginn á það skilið, þrátt fyrir það sem kom í ljós. Þú getur heiðrað minningu hans án þess að bregðast Brynn. Finn sá að Nick tók svo fast um bjórflöskuna að hnúarnir hvítnuðu, en að lokum lyfti hann flöskunni. –Skiptir engu, tautaði hann. –Ég veit of mikið til að geta trúað því að Daniel Hale hafi á nokkurn hátt verið heiðvirður maður. –Ertu búinn að tala við Brynn? spurði Finn. –Ég bankaði náttúrulega upp á um miðja nótt til að færa henni þær fréttir að maðurinn hennar hefði misst stjórn á bílnum sínum við Djöflahöfn og gert hana að ekkju og einstæðri móður, sagði Nick og hristi höfuðið. –Það var eiginlega allt og sumt. Finn hafði margoft ekið eftir hlykkjótta veginum yfir
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Jólabréfin
Hún gat það. Og samt gat hún það ekki. Aftur stundi hún, en leit svo upp og horfði á hann. Jack var ákaflega hávaxinn maður, herðabreiður, stæltur og íþróttamannslegur. Hann hafði þann eftirsóknarverða eiginleika að vera í senn sjálfsöruggur og sérlega fær bæklunarlæknir og samúðarfullur, einlægur græðari. Hann hafði heldur aldrei nokkurn tíma niðurlægt sjálfan sig á sama hátt og hún hafði gert núna. Hún stóð upp. –Hvað viltu að ég segi? spurði hún og fórnaði höndum. –Víðfrægir tæknihæfileikar mínir aukast með hverjum degi. Það virtist koma fát á hann augnablik, en svo fylgdist hann með henni ganga um gólf. –Ætlarðu ekki að segja mér hvað gerðist? Hún dæsti. Hún gat svo sem alveg játað syndir sínar fyrir einhverjum. –Þú veist að útskriftarnemendurnir í hjúkrunarháskólanum mínum halda í þá hefð að senda árleg jólabréf hver til annars, ekki satt? Hann brosti samúðarfullur. –Mig minnir að þú hafir aldrei haft neitt sérlega gaman af þeirri hefð. Aðallega vegna þess að flestir virtust eiga það sem hugur hennar girntist og það var að verða sífellt erfiðara að sætta sig við það hve langt hún var frá því að ná settum markmiðum í lífinu, öðrum en þeim sem tengdust vinnunni. Enda var hún orðin þrjátíu og tveggja ára gömul. Hún yppti öxlum. –Geturðu álasað mér fyrir það? Ég hef aldrei neitt markvert að segja um einkahagi mína. Að minnsta kosti ekki í jafn miklum mæli og allar hinar
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Forsjá
–Hvað ert þú að gera hér?
Lulu McCabe stóð upp og gapti á stóra, sterka kúrekann með ljósa hárið og heillandi augun. Enda þótt hann stæði hinum megin við borðið og um fjóra metra í burtu greip hún andann á lofti þegar hún sá hann. Sam Kirkland rölti inn í fundarherbergið á lögmannsstofunni þeirra í Laramie í Texas, fullur sjálfstrausts að venju. Hann brosti til hennar svo að henni hitnaði allri.
–Ég gæti spurt þig þess sama, elskan. Lulu yggldi sig þegar hann gekk í kringum borðið og tók sér stöðu við hliðina á henni. Sam var hinn farsæli búmaður holdi klæddur þar sem hann stóð þarna í gallabuxum, ljósbrúnni skyrtu og stígvélum. Hann hélt kúrekahattinum við miðjan brjóstkassann, sem var breiður og stæltur. Sam hafði komist áfram af eigin rammleik. Allt fas hans var í takt við mikla og karlmannlega persónutöfrana. Lulu lét sem hún fyndi ekki til minnstu löngunar í manninn og horfði fast á hann.
–Veist þú þá ekki heldur um hvað þetta snýst? spurði hún.
–Nei, svaraði hann og virti hana kæruleysislega fyrir sér frá hvirfli til ilja. –Ég hélt að þú stæðir fyrir því, bætti hann við og kipraði augun. Stundum lét hann eins og öll vandræði sem þau lentu í væru henni að kenna. Það fauk í hana, en reiðin mátti sín þó lítils gagnvart girndinni
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.