Blíðmælt og tvíræð spurningin sem kvenröddin bar fram í símanum, hefði laðað fram bros á andliti Collins Masters ef hann hefði ekki strax borið kennsl á rödd systur sinnar. Hann fylgdist með tölunum í lyftunni lækka eftir því sem hann fjarægðist íbúðina sína á einni af efstu hæðunum í háhýsinu sem hann bjó í.
Racy Dillon sór við gröf föður síns að metrahái verðlaunagripurinn, með fæti úr plasti sem líktist valhnotuvið og þremur hæðum sem hvíldu á fjólubláum og gullnum súlum, væri það ljótasta sem hún hefði nokkurn tímann séð. Heilinn var enn ekki almennilega vaknaður og það tók sjónina nokkra stund að skýrast
Erica Corelli virti fyrir sér hvítar strendur Mirabelleeyju, seglbátana og byggingar, sem minntu á brúðuhús, vel hirta garðana og hvít grindverkin um leið og ferjan lagðist að bryggjunni. Sólin var lágt á lofti, enda komið fram á kvöld snemma í apríl. Erica strauk um um hár Jason og sagði með uppgerðar glaðværð: –Er þetta ekki falleg eyja? Henni leiddist að þurfa að lita ljóst hár hans, en við því var lítið að gera
Noah andaði djúpt og bægði reiðinni frá sér. Reiðin var hans daglegi förunautur og ferðafólkið hafði ekkert til saka unnið. Hann vildi reyna að vera þolinmóður. Það hafði tekið hann fimmtán ár að koma hingað, svo að nokkrar mínútur í viðbót komu ekki að sök. Hann virti fyrir sér fólkið þegar það var komið niður á bryggjuna. Hann veitti því athygli að hópurinn samanstóð af pörum á öllum aldri, en ekki fjölskyldufólki.
Stephen Wells gretti sig þegar hann heyrði farsímann sinn hringja. Fjandinn. Hann hafði ætlað að slökkva á þessu leiðinda tæki áður en hann færi inn á skrifstofuna hjá Jake Burrow því hann vissi hvað sá gamli þoldi illa truflanir. Sérstaklega farsíma. Eins og við var að búast varð Jake reiðilegur á svipinn. –Fyrirgefðu, sagði Stephen og tók símann úr vasanum. Hann ætlaði að slökkva en sá hvaða númer var á skjánum. Caroline? Hann horfði afsakandi á Jake og sagði lágt: –Ég verð enga stund, stóð upp og gekk fram.