Flýtilyklar
Brauðmolar
Ástarsögur
-
Barn hermannsins
Barnaraddir, skærar og glaðlegar, heyrðust í síðdegissólinni.
Nokkrum húsum frá malaði sláttuvél. Golan kom með ilm af
grillkolum og hamborgurum. Bílar óku hjá, það skrjáfaði í laufblöðum og fuglar sungu. Gatan var lifandi, full af venjulegum
hljóðum og lykt vorsins.
Það venjulega var athvarf sem flestir hugsuðu ekkert út í,
hugsaði Seth Foster höfuðsmaður. Flestir almennir borgarar.
Hann hafði hins vegar kvatt það venjulega á meðan hann var í
Afganistan.
Hann hafði komið aftur til Bandaríkjanna tæpri viku fyrr og í
dag hafði Seth keyrt að heimili foreldra sinna í Portland, Oregon,
þar sem hann ætlaði að vera í leyfinu sínu. Fjögurra vikna hvíld
var framundan. Hann ætlaði að gera venjulega hluti alla dagana.
Hluti eins og að borða heimalagaðan mat með fjölskyldunni,
kýta við eldri bræður sína tvo, tengjast foreldrunum á ný og sitja
á verönd hússins sem hann hafði alist upp í og drekka bjór með
bræðrum sínum. Eins og hann gerði núna.
Seth hafði hlakkað til þessarar stundar, þegar lífið... um
tíma... yrði eðlilegt aftur.
Auðvitað hafði hann ekki búist við að bjáninn bróðir hans
hefði átt sér leyndarmál mánuðum saman. Eða að Jace veldi
þessa stund til að segja frá því, og að það eyðilegði allar áætlanir
Seths fyrir venjulega heimsókn.
Seth fékk sér stóran sopa af bjórnum og leit á Jace, bróðurinn
í miðið. Eldri bróðir þeirra, Grady, virtist jafn hissa á orðum
Jace en hafði ákveðið að þegja. Hann hafði þó ekki farið burt og
látið hina bræðurna útkljá málin. Nei, hann beið og fylgdist meðVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leikur ástarinnar
Sumir dagar byrja illa og enda vel. Aðrir dagar byrja illa og
versna bara. Þrátt fyrir bestu tilraunir Melanie Prentiss til að bæta
daginn, virtist hann ætla að vera af seinni gerðinni.
Dagurinn hafði byrjað á því að hún kveikti í hárinu á sér. Jæja,
brenndi það. Hún hafði bara ætlað að hita augnskuggapensilinn
svo liturinn væri meðfærilegri. Hún hafði ætlað að vera með stór
og falleg augu, ekki að líta út fyrir að hafa naumlega sloppið úr
brennandi byggingu.
Melanie fitlaði við brennda hárið við hægra gagnaugað og andvarpaði. Á þeim tímapunkti hefði hún átt að taka mark á fyrirboðanum og tilkynna sig veika. En þar sem móðir hennar hafði kennt
henni að vera dugleg, hafði hún haldið áfram... og sullar stórum
macchiatoyfir kjöltuna á sér í bílnum, á leiðinni í vinnuna. Það
óhapp hafði næstum ollið aftanákeyrslu. Svo ekki sé minnst á þá
óþægilegu tilfinningu að fá rjúkandi heitan kaffidrykkinn á lærin.
En sneri hún bílnum við og hélt heim eins og allar skynsamar
manneskjur hefðu gert? Nei. Hún sá heldur betur eftir því þegar
hún gekk inn í skrifstofubygginguna, á hraðri ferð því hún var
þegar orðin of sein, og festi hælinn í gúmmímottunni í anddyrinu.
Hún hafði flogið fram fyrir sig eins og vængbrotinn fugl og lent
á kaffiblautum fötunum fyrir framan lyftuna. Skórinn hafði orðið
eftir í mottunni.
Og nú þetta.
Melanie gretti sig og horfði á skilaboðin sem yfirmaður
hennar hafði párað á miða og fest á tölvuskjáinn hennar. Melanie!Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Barist fyrir ástinni
Þetta eru mistök.
Olivia Markham-Foster vissi það strax og hún gekk inn á
dauflýstan ítalskan veitingastað. Hún hafði komið snemma til
að skoða umhverfið og þjónninn hafði leitt hana að borði í
horn inu þar sem gott næði var. Hún var þakklát fyrir næðið en
rómantískt andrúmsloftið passaði ekki. Ást og tæling liðu um
loftið, drupu af tónum kvöldverðartónlistarinnar og fengu magann á henni til að herpast saman.
Ó, já. Þetta voru mistök.
Hún fékk gæsahúð og skalf öll. Hún fékk sér sopa af rauðvíninu áður en hún setti hendurnar í kjöltuna. Þetta kvöld snerist ekki um rómantík eða tælingu, en Grady... Jæja, hún bjóst
við að hann gengi inn, sæi hana sitjandi þarna og drægi ranga
ályktun.
Maðurinn hennar var harður náungi en þó afar rómantískur,
með blítt hjarta sem trúði á hamingju til æviloka af sama ákafa
og hann trúði á hafnabolta. Við það bættist að þegar Grady vildi
eitthvað, fékk hann það yfirleitt og þetta kvöld hlaut að verða
erfitt. Hann yrði ekki ánægður með það sem hún ætlaði að segja.
En Olivia hafði tekið ákvörðun og ætlaði að fylgja áætlun
sinni... jafnvel þótt það væri bjánalegt að fá hann inn á svona
fallegan veitingastað í kvöldmat. Staðsetningin var Samönthu
að kenna en nú var of seint að breyta því. Líf Gradys valt einnig
á þessu. Að halda svona áfram, föst á öndverðum meiði, særðiVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ástin sigrar allt
Gatan var mannlaus í morgunsárið. Geislar sólarinnar dönsuðu yfir
húsþökum múrsteinsbygginganna og Lexi Preston sem húkti í tröppunum fyrir utan dökklita byggingu. Hún hélt lófunum að vöngum
sér og fylgdist með vindhviðu þeyta haustlaufunum til. Andrúmsloftið var í svalara lagi en það var bara notalegt eftir að þurft að
dúsa í bílnum samfellt í einn og hálfan sólarhring.
Það var að verða hálft ár frá því hún kom í fyrsta skipti til Brevia
í Norður Karólínufylki. Hún gerði sér ekki miklar væntingar um
við tökurnar nú fremur en þá en var of örvæntingarfull til að hafa
áhyggjur af því. Hún lygndi aftur augunum... bara eitt lítið andartak,
sagði hún við sjálfa sig... en hlaut síðan að hafa sofnað. Sólin var
komin hátt á loft þegar hún hrökk upp við það að einhver ýtti við
fætinum á henni. Hún klöngraðist á fætur, skömmustuleg yfir að
hafa sofnað á verðinum.
−Hvað í fjandanum ert þú að vilja hingað? Hvell rödd Júlíu
Callahan skar í gegnum þögnina.
Lexi hörfaði ósjálfrátt. Hún var vissulega örvæntingarfull en Júlía
hafði fulla ástæðu til að hatast við hana. –Ég þarf á aðstoð þinni að
halda, tókst henni samt sem áður að stynja upp. −Ég get ekki leitað
til nokkurs annars.
Fagurlega snyrtar augnabrúnir Júlíu lyftust. Lexi vildi óska að
hún hefði sömu hæfileika til að tjá sig án orða. Hún fann hreint og
beint hvernig reiðina geislaði frá hinni konunni. En hnyklaðar brúnir
og herptar varir Júlíu drógu þó ekki úr fegurð hennar. Þetta var
grannvaxin kona, ljóshærð og nokkrum þumlungum hærri en Lexi.
Suðræn fegurðardrottning í orðsins fyllstu merkingu en Lexi vissi að
meira var spunnið í hana en fegurðin eins og sér. Það vissi hún eftirVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óvænt trúlofun
Julia Morgan kveikti á síðustu eldspýtunni, ákveðin í að eyðileggja bréfið sem hún hélt á. Hún var afar meðvituð um mistökin
sem hún hafði gert í lífinu en að sjá þau prentuð á bréf með fínum haus var meira en hún þoldi núna. Hún færði titrandi logann
að bréfinu en annar rakur vindgustur slökkti hann.
Fjöllin sem umkringdu heimabæ hennar, Brevia í NorðurKarólínu, voru alræmd fyrir rakann á seinni hluta vetrar. Jafnvel
þótt ekki hefði rignt í nokkra daga, hékk rakinn í köldu marsloftinu þetta síðdegi og kuldinn náði inn að beini.
Með gremjuandvarpi vöðlaði hún bréfið saman í litla kúlu. Á
mistakalistann mátti bæta við því að geta ekki eyðilagt eitt blaðsnifsi. Hún kraup niður á raka jörðina og henti notuðu eldspýtunni í rusladall, þar sem hinar voru.
Hún hunsaði sírenuvæl frá hraðbrautinni fyrir ofan sig. Nokkrum mínútum fyrr hafði hún keyrt út af veginum og klifrað niður
brekkuna, hafði þurft smástund til að bæla niður kvíðann sem
kraumaði innra með henni.
Í nokkrar sekúndur horfðu hún á greinar furutrjánna fyrir neðan
hrygginn sem hún var á og hjartslátturinn varð eðlilegur á ný.
Síðan hún hafði komið til heimabæjar síns fyrir tæpum
tveimur árum, hafði ást hennar á skóginum komið henni á
óvart. Hún hafði aldrei verið mikið fyrir náttúruna, sígaunatilveran hafði leitt hana frá einni borginni til þeirrar næstu. Það
var hennar fallega syni að þakka að Julia var nú í Brevia og
þéttur skógurinn sem umkringdi bæinn fyllti hana friði sem hún
hafði saknað árum saman, án þess að átta sig á því.
Að kveikja eld hafði ekki verið merkileg áætlun en það var
ekkert nýtt fyrir Juliu að gera hlutina óundirbúna. Hún dró andVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Hinn eini sanni
Hann snerti handlegginn á henni en hún hristi hann af sér.
–Lainey, bíddu...
Hún sneri sér aftur að honum og hristi fingurinn fyrir framan
hann.
–Eitt enn áður en þú sendir dýraeftirlitið á eftir mér. Ég á þennan hund bara eiginlega.Hún hefur þvælst í kringum húsið mitt í
nokkrar vikur. Ég hengdi upp mynd af henni í hverfinu en flækingshundar eru mjög algengir í Nýju-Mexíkó.
Hún hélt áfram að veifa fingri og færði sig nær honum uns
hann var kominn með bakið að húsveggnum. –Hún faldi sig aftur í
jeppanum hjá mér... gaf ekki frá sér hljóð fyrr en ég var komin að
Oklahoma. Of seint til að snúa við.
Á meðan hún hikaði til að draga andann, beit hún í neðri vörina. Ethan fann hjartað sleppa úr slagi.
Rödd hennar mýktist og hún leit á hundinn. –Trúðu mér, Ethan,
ég veit vel að ég get ekki einu sinni verið góð hundamamma.
Hann skildi ekki sorgina sem kom í augu hennar. Eflaust tengdist það ekkert Pítu, sem horfði á hana með aðdáun sem enginn gat
sýnt nema hundar og táningsstrákar. –Ég sagði ekki...
Hún bandaði hendinni. –Ég hef keyrt stanslaust í tvo daga. Ég
ætla á sjúkrahúsið og tek hundinn með mér. Ef þér finnst ég vera
svo slæm, finndu þá gott heimili fyrir tíkina. En núna á hún engan
að nema mig.
Hún starði á hann með blöndu af ögrun og tortryggni, eins og
hún byggist við að hann véfengdi rétt hennar til að gæta hundsins.
Vindurinn gerði vart við sig og hún strauk burt lokk sem slapp
undan derhúfunni. Meira að segja andlit hennar hafði breyst.
Mjúkt og kringluleitt barnsandlitið hafði vikið fyrir háum, áberandi kinnbeinum og hvössum kjálka. Breytingin gerði hana fallega
en hún var alls ekki stelpan sem hann hafði eitt sinn þekkt. Augun
voru eins. Grænn litur sem breyttist í óveðursgrænan þegar húnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Gamlar glæður
Herra Capelli yrði ekki ánægður.
Mary Jane æfði afsakanir sínar þegar hún beygði inn veginn
að Capelli-verkstæðinu. Hún vissi að það var löngu kominn tími
til að litli bíllinn hennar kæmi í skoðun en þetta var byrjunin á
sumarvertíðinni og hún hafði verið svo upptekin á Spruce Bayhótelinu. Það hafði verið skrýtið hljóð í bílnum í nokkurn tíma,
það yrði hún að viðurkenna, en hljóðið var hærra núna en það
hafði verið í fyrstu svo hún hafði alls ekki verið að hunsa eitthvað afar áberandi.
Meira að segja í eigin huga hljómaði þetta ömurlega og herra
Capelli var svo fær í að gefa manni samviskubit með augnaráðinu. Cherry-fjölskyldan hafði komið með alla bíla sína til hans í
þjónustu og viðgerðir eins lengi og hún mundi.
Verkstæðið, sem var gamaldags og huggulegt, stóð við fáfarna
hliðargötu. Art Capelli var bifvélavirki sem sagði satt og rukkaði
aldrei of mikið. Hann átti ekki skilið að þurfa að gera við bílinn
hennar Mary Jane af því að hún hunsaði að sinna honum. Pabbi
hennar var alltaf svo vandvirkur með svona viðhald en hún...
Hún var syndari að því leytinu og vissi það vel.
Núna leið henni illa vegna hljóðsins í bílnum, svona svipað og
henni liði ef hún kæmi til dýralæknis með horaðan kettling með
flís í loppunni sem sýking væri komin í.
Hún lagði fyrir framan verkstæðið, skildi rúðurnar eftir skrúfaðar niður og lykilinn í kveikjulásnum. Það var enginn á skrifstofunni en hún heyrði hljóð frá verkstæðinu og fór því í gegn,
þurfti þó að hika aðeins á meðan augun vöndust minni birtu.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Besta gjöfin
Um leið og þeir voru búnir að troða sér inn allir þrír
lokaði hann hurðinni, setti læsingajárnið fyrir, kveikti
ljósið og beið eftir að heyra undrunarandköf þeirra.
–Hvaða drasl er þetta?
Munnvikin á Lonnie sigu. –Hvað áttu við með hvað
er þetta? Þetta eru listmunir.
–Er einkasamsafnið þitt haugur af gömlum, brotnum
leirpottum? spurði annar mannanna háðslega. Nú var
Lonnie að verða reiður. Eftir öll þessi ár hafði hann loks
ákveðið að segja frá safninu sínu og voru þetta viðbrögðin? Hann benti á ferkantaða fígúru í glerkassa.
–Þetta er sjaldgæf eftirlíking af manni frá Mið-Ameríku. Næstum því 5000 dollara virði. Hann benti á
annan kassa. –Og þessi drykkjarflaska er frá Anasazimenningarþjóðinni í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Ég
borgaði þrjú þúsund fyrir hana. Kassinn þarna er fullur
af gripum frá Mississippi Indíánum. Hvaða safn sem er
myndi vilja fá hvaða hlut sem er af þessu.
–Hvar fékkstu þá?
Þetta kom frá besta vini hans í hópnum sem horfði á
Lonnie eins og hann væri svikahrappur.
–Hér og þar.
–Á svarta markaðnum?
Lonnie yppti öxlum.
–Hvað um þetta?
Lonnie sneri sér við til að dást að forsögulegri, útskorinni steinskál. Handfangið var grófgerð eftirlíking
af mannshöfði sem vísaði frá skálinni sjálfri, hauskúpan
var þakin þunnu lagi af gulli.
–Þetta eru nýjustu innkaupin mín, sagði Lonnie
hróðugur. –Staðbundin, héðan frá Wyoming. Enginn
veit frá hvaða ættbálki en hún er gömul. Forsöguleg. Ég
borgaði líka fúlgu fyrir hana.
–Var það einhver heimamaður sem seldi þér hana?
Hver?
Lonnie hristi höfuðið. –Nei, nei, ég segi ekki frá því.
Hann lofaði mér samt fleiri gripum. Sagðist ætla dýpra,
hvað sem það þýðir.
Það var eins og það kólnaði snögglega í herberginu,
eins og norðlægur vindur hefði allt í einu blásið yfir snævi
þakinn tind Klettafjalla. Lonnie leit af öðrum mann inum á
hinn. Augnaráð hvorugs þeirra lét nokkuð uppi.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Breytt staða
Mary Jane hló. Það heyrðist í þrjátíu metra fjarlægð, í gegnum lokaðar dyr og þéttvaxna runna, og þetta var yndislegt
hljóð við fjallavatnið, á mildum mánudegi í október.
Daisy Cherry kom upp tröppurnar, inn úr ferska loftinu og
beint inn á skrifstofu hótelsins. Þar sá hún systur sína með
titrandi axlir og tár á vöngunum. Gamlar ljósmyndir voru allt
í kringum hana og flutningakassar rétt hjá. –Heyrðu, hvað er
svona fyndið?
Mary Jane hallaði sér aftur á hælunum, setti lófann yfir
brjóst kassann á sér og saup hveljur. –Yfirvaraskeggið á pabba.
Hatturinn sem mamma var með þegar þau giftust. Fötin þeirra.
Sundbolurinnhennar. Fyrirgefðu, þetta er ekkert svo fyndið.
Ég veit ekki af hverju ég...
–Nei, þetta er fínt, sagði Daisy ákveðin.
Mary Jane var elst Cherry-systranna þriggja, þrjátíu og
fjögurra ára gömul. Hún var of alvarleg og oft of ábyrgðarfull. Núna stóð meðalsítt, brúnt hárið út í loftið, það voru
ryk klessur á ljósri peysunni og hún leit út eins og kona sem
hafði unnið of mikið, of lengi.
Daisy og Mary Jane höfðu þegar átt nokkrar erfiðar stundir
síðan Daisy hafði komið aftur austur fyrir nokkrum vikum og
satt að segja fannst Daisy hún ekki eiga sök á því. Það var
gott að sjá Mary Jane missa stjórn á sér, slaka á, og Daisy gat
ekki annað en brosað þegar hún sá það.
Því miður entist þetta ekki lengi.
–Ég hef ekki tíma fyrir þetta. Mary Jane náði stjórn á sér,
reis á fætur, þurrkaði tárin úr augunum með krumpaðri servíettu og raðaði albúmunum í stafla sem hún setti í pappVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Skuldbinding
–Ég geri ráð fyrir að þið vitið bæði af hverju þið eruð hérna,
sagði lögmaðurinn og leit fyrst á Emmy og svo á Dylan.
Að sjálfsögðu vissi Emmy það. Ally og Pete höfðu beðið
hana um að verða forráðamaður sonar þeirra, Tyler, ef það
óhugsanlega myndi gerast.
Ef. Hún kyngdi ákaft. Það var nákvæmlega ástæða þess að
hún var hér. Því að hið óhugsanlega hafði gerst. Og Emmy gat
varla trúað því enn að hún sæi ekki bestu vini sína aftur.
Hún leit upp. Í dag átti að ganga frá lagalegu hliðinni. Og
hvað Dylan Harper varðaði, eina manninn að hennar mati sem
gat litið út eins og viðskiptajöfur íklæddur gallabuxum og bol,
þá hlaut hann að vera hér vegna þess að hann var besti vinur
Pete og Pete og Ally höfðu beðið hann um að vera skiptaráðandi erfðaskrár þeirra. –Já, sagði hún.
–Já, bergmálaði Dylan.
–Gott. Lögmaðurinn pikkaði með pennanum á skrifblokk
sína. –Svo, fröken Jacobs, herra Harper, getið þið bæði staðfest
það að þið séuð tilbúin til að verða forráðamenn Tylers litla?
Emmy fraus eitt augnablik. Bæði? Hvað var maðurinn að tala
um? Það var ekki möguleiki að Ally og Pete hefðu beðið þau
bæði um að verða forráðamenn Tylers. Þetta hlutu að vera mistök.
Hún leit á Dylan, hann horfði beint á hana og hann var jafn
undrandi á svipinn og hún.
Eða kannski hafði þeim misheyrst. Misskilið eitthvað. –Eigum við bæði að vera forráðamenn Tylers? Spurði hún.
Í fyrsta sinn, sýndi lögmaðurinn einhvern annan svip en
alveg hlutlausan. –Vissir þú ekki að þau nefndu þig sem forráðamann Tylers í erfðaskrá sinni, fröken Jacobs?
Emmy blés frá sér. –Jú. Ally bað mig um það áður en húnVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.