Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Ofurpabbinn
Einhver annar? Dr. Belle Carter kallaði út til vinnumannanna sem stóðu og góndu á hana. Hún var vön því að karlmenn góndu en ekki eins og þessi tíu manna hópur gerði. Þeim var óglatt, sumir riðuðu á fótunum, studdu sig við húsgögn og veggi. Húðlitur flestra var grágrænn. En þannig voru afleiðingar matareitrunar, jafnvel þegar um væg tilfelli var að ræða.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Munaðarlaus
Þetta er allt í lagi, dr. Burke. Dr. Raul Navarro brosti uppörvandi til Bella og rétti henni lyfseðil fyrir eyrnardropum. –Þetta eru bara eftirköst eftir flugið og örlítil sýking í kokhlustinni. Það gerist oft og ekkert til að hafa áhyggjur af. En það er betra að vinna gegn því strax en að leyfa því að grassera. Fljúga til Perú og fá eyrnabólgu. Þvílík fjandans heppni.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þegar á reynir
Hvar verðum við um jólin, mamma? Christy leit upp frá bréfinu sem hún var að lesa. –Ég veit það ekki. Líklega hérna með Pete frænda og frændsystkinum ykkar. Af hverju spyrðu? Það er langt til jóla.Hún var líka að reyna að hugsa ekki um það. Jólin voru tími fjölskyldunnar og hennar virtist vera að leysast upp.Og það var allt henni að kenna. Hún hafði gert virkilega heimskulegan hlut og nú þurftu þau öll að gjalda fyrir það.–Það er mánuður til jóla.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í hjartastað
–Hjartaígræðslu? Barnið mitt er bara tveggja ára. Hanna Quinn starði á dr. Scott McIntyre, hjartaskurðlækninn sem sat á móti henni við borðið. Augu hans voru kunnugleg, blá eins og Miðjarðarhafið og full samúðar. Svipurinn var alvarlegur.Það var áfall að sjá Scott aftur en sársaukinn sem fylgdi orðum hans var mun meiri. Sonur hennar var að deyja.Hvenær hafði hún fallið úr venjulega lífinu og inn í þennan óraunverulega heim á barnasjúkrahúsinu?
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Barn við útidyrnar
Adam Monroe velti öxlunum, teygði á hálsinum til að reyna að losa um uppsafnaða spennu í hálsvöðvunum og reyndi að fela hversu örmagna hann var. –Doris, hversu margir sjúklingar bíða enn? –Aðeins einn, í skoðunarherbergi númer tvö. Doris, læknaritarinn leit á hann og gretti sig. –Þú borðaðir engan hádegismat, er það? –Nei. Adam stakk upp í sig kexköku um leið og hann náði í sjúkraskýrslu síðasta sjúklingsins.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ítali í konuleit
Góðan dag. Mætti ég fá athygli ykkar? Þegar dr. Nick Tremayne arkaði inn í starfsmannaherbergið á læknastofunum í Penhally Bay á sólskinsríkum mánudagsmorgni um miðjan september, settist Polly Carrick heimilislæknir óséð á einn stólinn. Þótt það væru tveir tímar í fyrsta sjúklinginn hennar hafði Polly komið snemma fyrir fundinn og til að ráðast á pappírsfjallið á skrifborðinu.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Bjargað af brúninni
Georgie McArthur fikraði sig varlega upp nánast lóðrétt bjargið. Dagurinn, sem hafði verið óvenju heitur miðað við venjulegt skoskt vorveður, var að kvöldi kominn og hitinn fór ört lækkandi. Þrátt fyrir kælandi goluna fann Georgie fyrir svitaperlum myndast á enni sínu sem láku niður kinnarnar á meðan hún neyddi sjálfa sig til að klífa hærra. Hún dró inn andann, gróf fingurna í bergið, fann sér örugga fótfestu og hífði sig nær takmarkinu.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óskin sem rættist
Dagurinn verður sífellt betri, hugsaði Sara Wittman ergileg með sjálfri sér þegar hún rak augun í eina af fyrirsögum morgunblaðsins. Þrír létust er sjúkraþyrla hrapaði. Hún þoldi ekki að lesa svona fréttir... það var hræðileg byrjun á deginum... en sjúkleg forvitni og eðlilegur ótti fékk hana til að lesa stutta fréttina til enda.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kraftaverkið þeirra
–Pabbi!–Halló, gúrka! Mike þreif Sophie upp í fangið á sér og sveiflaði henni í hring, hlátur þeirra ómaði um hlaðið og endurkastaðist af gömlu steinveggjunum í hlöðunni svo að hún fékk kökk í hálsinn.Þessi tvö dýrkuðu hvort annað og núna var gleðisvipurinn á þeim svo smitandi að Fran gat ekki annað en brosað.–Hvernig hefur eftirlætisstelpan mín það í dag? spurði hann og horfði framan í geislandi andlit dóttur sinnar eftir þétt faðmlag.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Aftur til lífsins
Ég held að hún sé ekki enn tilbúin. Orðin bárust inn um opinn herbergisglugga Jodie. –Ó, ég er sammála! Hún er ekki tilbúin! Enginn í Palmer fjölskyldunni hafði nokkurn tíma fundist Jodie
tilbúin til neins. Hún sat á rúminu sínu og barðist við að lyfta upp vinstri handleggnum, sem var í fatla, til að komast í nýja sumarbolinn.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.