Flýtilyklar
Brauðmolar
Sjúkrasögur
-
Sönn hetja
Tíminn stóð kyrr. Þennan frasa hafði Rick Wilson aldrei skilið áður. En núna gerði hann það.Þetta var eins og atriði í kvikmynd þar sem tökuvélinni er snúið í heilan hring, þar sem eitthvað er frosið en allt annað heldur áfram í kringum það. Hann var hluti af atriðinu en allt í einu skipti engu máli hvar hann var og af hverju.Það var merkilegt að enginn hafði tekið eftir þessu. Eða hvað? Það eina sem hafði í raun og veru stansað var í huga hans.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Heiðvirður einfari
Mennirnir þrír stóðu þétt saman. Háir. Dökkir. Hljóðir. Þeir voru klæddir í svart leður og héldu á mótorhjólahjálmum. Í hinni hendinni héldu allir á ískaldri bjórflösku. Þeir hreyfðu sig sem einn, lyftu flöskunum og létu þær snertast svo það glamraði í glerinu. Raddir þeirra voru alvarlegar. –Fyrir Matt, sögðu þeir bara. Þeir drukku. Fengu sér stóran sopa af gylltum drykknum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Móðurlausir tvíburar
Ég verð kominn eftir þrjátíu eða fjörutíu mínútur og láttu þér ekki einu sinni detta í hug að fara ein. Það er of hættulegt. Dinah Corday hafði verið að horfa á skilti sem á stóð Velkomin til White Elksíðustu tíu mínúturnar því umferðin í litla þorpinu mjakaðist svo hægt áfram. Systir hennar, hin kasólétta Angela, var við það að fara út í vorstorminn til þess að vera hjá óléttri vinkonu sinni og Dinah vildi komast til hennar áður en hún færi. En vatnið var alltaf að hækka.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Í föðurleit
En fallegt þorp! Dr. Gabrielle Evans andvarpaði af létti og drap á bílnum á stæðinu sem var merkt gestum fyrir framan hið sérstaka gistihús White Elk Lodge. Hún hafði búið í stórborgum í of mörg ár. Var orðin vön hraða og þægindum. Ekkert við þorpið White Elk virtist hratt eða þægilegt. Og þessa stundina hentaði það henni vel. Hún var þreytt og þurfti á þessari hvíld að halda.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þótt húmi að
Que l’enfer? Gabriel Devereux læknir átti varla orð yfir sýnina sem tók á móti honum er ákvörðunarstaður hans kom í ljós. Hann stöðvaði bílinn í vegkantinum og steig út. –Mon Dieu!
Hvað hafði orðið af litla Cornish-bænum Penhally Bay? Hann hafði einu sinni heimsótt bæinn og það var að um sumarið þegar hann hafði eytt helgi í að skoða sig um og ganga frá eins árs starfssamningi við læknastofuna í bænum.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Óskin um barnið
Eve Dwyer brosti út í annað þegar dyrnar á St. Mark‘s kirkjunni opnuðust með ískri og lokuðust svo aftur. Einhver var á síðustu stundu. Alveg síðustu stundu. Fimm mínútur í viðbót og giftingarathöfnin hefði verið byrjuð. Hún leit forvitin um öxl til að sjá hver sá síðbúni var og brosið fraus á andlitinu á henni.Þetta var hann. Það voru kannski komnir gráir flekkir í þykka, svarta hárið hans og það voru djúpar línur á enninu á honum sem höfðu ekki verið þar fyrir tuttugu árum síðan
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á framandi slóðum
Sársaukinn var viðstöðulaus en Zayed var næstum orðinn vanur honum. Það sem fór mest í taugarnar á honum var að hann varð að viðurkenna að á þessum tíma á kvöldin var lítill möguleiki á að fela óstöðugt göngulagið er hann gekk í áttina að sléttri sandfjörunni við Penhally Bay. Það var ekkert sem hann gat gert til að slökkva á kvölunum sem fylgdu í kjölfar annasams dags... nema að taka stóra skammta af verkjalyfjum og hann ætlaði ekki að fara þá leið.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Nýtt líf ljósmóðurinnar
Það er eitthvað að, er það ekki? Ljósmóðirin Chloe MacKinnon tók blóðþrýstingsmælinn af handlegg Avril Harvey og reyndi að brosa hughreystandi til kvíðnu konunnar. –Blóðþrýstingurinn er frekar hár, viðurkenndi hún og huldi eigin áhyggjur á meðan hún fór aftur yfir glósurnar og fyrri mælingar.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Leitað að ást
Mér þykir það mjög leitt, Dr. Hayden, en farangurinn þinn virðist hreinlega hafa gufað upp, tilkynnti starfsmaðurinn í farangursafgreiðslunni Eloise þegar hann leit upp frá tölvunni. –Ég sé ekkert um að hann hafi verið settur í flugvélina sem þú komst með.–Týndur? Eloise hvessti augun á unga manninn. –Hvað áttu við með að hann sé týndur?
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Þegar ástin kallar
Viltu giftast mér, Maddy? Við munum búa í stóra hvíta húsinu mínu á hæðinni og borða jarðarber í morgunmat á hverjum degi. Madeline Granger hjúkrunarfræðingur brosti. –Það hljómar vel... sérstaklega þetta með jarðarberin. Ég myndi gjarnan giftast þér, herra Bryce en fólk myndi segja að ég væri bara á höttunum eftir peningunum þínum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.