Flýtilyklar
Brauðmolar
-
Ódýrar hljóðbækur
Ódýri netpakkinn
-
Desember 2023
6 rafbækur saman í pakka með 10% afslætti
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK2.400 kr. Verð áður5.970 kr.
Hljóðbækur
-
Öryggisgæslan-hljóðbók
Gwen Kind beygði sig til að teygja á hásinunum og ná andanum við hliðina á fjölfarnasta hlaupastígnum í New Plymouth, Kentucky. Hún hafði verið að vonast til að geta hrist af sér ónotatilfinninguna um að einhver væri að fylgjast með henni áður en hún færi heim í sturtu en það tókst greinilega ekki. Hún rétti úr sér og sneri upp á sig, dró að sér svalt haustloftið og horfði á litlu skýin, sem andardráttur hennar myndaði, svífa burtu. Októbermánuður var fallegur í haustlitunum í New Plymouth. Þeir sem voru á ferli voru vel klæddir í svalanum, í skærlitum jökkum og með húfur. Mikið notaður stígurinn lá inn á milli vel snyrtra trjáa og umhverfis vatn sem var alltaf þéttsetið af gæsum. Metro-garðurinn var aldrei mannlaus og þess vegna fór Gwen þangað til að hlaupa. Hún kunni betur að meta morgunhlaupin á fáfarnari hlaupa- og hjólastíg sem hún var vön að heimsækja áður en hún fór í vinnuna en undanfarið hafði henni liðið ónotalega þegar hún var ein á ferð. Síðast hafði hún næstum hlaupið beint í bílinn því henni fannst eins og hún væri ekki einsömul þó að hún sæi ekkert annað en íkorna og fuglahópa hér og þar. Innsæið sagði henni að breyta rútínunni sinni og reynslan samþykkti það. Það voru ekki liðin nema 6 ár síðan hún varð fyrir fólskulegri árás í þemaviku háskólans. Hún hafði verið úti að skemmta sér með vinum sínum eitt kvöldið. Henni var nauðgað, hún var barin og stungin og skilin eftir meðvitundarlaus. Hún andvarpaði og dró bíllykilinn upp úr vasanum. Hún saknaði hlaupa- og hjólastígsins en hún myndi lifa þetta af. Hún hafði hætt ýmsu sem skipti hana meira máli, allt fyrir öryggið. Uppáhaldsstaðurinn til að hlaupa á taldist engin fórn í samanburðinum þó að Metro-garðurinn væri yfirfullur og martraðarkenndur.
Keyptu aðgang að þessari hljóðbók núna!
Hljóðbókum okkar betur þú hlaðið niður eftir kaup eða þá hlustað í gegnum hlekk sem opnast í skjali sem fylgir kaupum.
Verð á hljódbókVerð á hljódbókmeð VSK500 kr.
Sjúkrasögur - Rafbækur
-
Gagnkvæm þrá
Hún var of sein. Aftur.
Hún skundaði inn, þjökuð af sektarkennd og gremju eins og venjulega, og beint í flasið á James Slater, yfirlækni,
deildarklappstýru og heimsins stundvísasta manni.
Hann lyfti brún og brosti í kampinn. –Daginn, Emily.
Hver er afsökunin í dag?
Hún ranghvolfdi augunum. –Billy. Fyrirgefðu. Hann vildi ekki fara í skóna.
Þá hló James. –Farðu með hann berfættan í skólann.
Þá gerir hann þetta aldrei aftur. En ég er feginn að þú ert komin. Ég set þig inn á endurlífgun. Ég er svolítið
upptekinn á fundum í allan dag og þarf að biðja þig um að sinna nýja lækninum okkar.
Emily rak upp stór augu. –Þarf hann barnapíu?
Aftur skellti James upp úr. –Tæplega. Hann þarf bara að kynnast deildinni. Við erum mjög heppin að fá hann.
Hann vann hjá SKL.
Það kom henni á óvart. Stóráfallakerfi Lundúnaborgar var á heimsmælikvarða og eitt andartak velti hún því fyrir
sér hvers vegna í ósköpunum hann hefði kosið að koma til Yoxburgh. Spítalinn var frábær, en samt… Jæja, hann
hlaut að minnsta kosti að vera fær á sínu sviði. Það sama varð ekki sagt um síðasta afleysingalækninn þeirra.
–Allt í lagi. Ég þarf bara að skipta um föt. Hvað heitir hann?
–Oliver Cavendish.
Hún fékk áfall alveg ofan í tær, en hún hafði engan tíma til að staldra við og hugsa. Hún vissi ekki einu einni hvað
hún ætti að hugsa.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Ást og undirferli - Rafbækur
-
Sprengingin
Þetta var ekki ástæðan fyrir því að hún gekk til liðs við lögregluna í Battle Mountain.
Alma Majors, lögregluforingi í varaliðinu, stakk hælnum í moldina og reyndi að komast hjá því að detta á andlitið ofan í gilið. Hún var með vasaljósið í annarri hendi og reyndi að halda jafnvæginu með hinni. Moldin
hrundi undan henni og veröldin snerist.
Hún gat ekki haldið aftur af ópinu í brjósti sér. Sársaukinn endurkastaðist um höfuð kúpuna á henni þegar stjörnurnar breyttust hvað eftir annað í hvít strik. Þetta var fyrsti dagurinn hennar í vinnunni og hún hafði þegar gert sig að fífli.
–Fjandinn.
Hana verkjaði í liðina þegar hún reyndi að setjast upp. Skothelda vestið gerði henni erfitt um vik. Mold þakti gómana á henni og náði ofan í lungun. Hún hélt fyrir munninn og hóstaði megninu af henni upp úr sér.
Vasaljósið hafði lent skammt frá henni.
Geislinn skar myrkrið og varpaði skuggum á steina og kletta. Hún leit upp og áleit að hún hefði fallið sextán til sautján metra niður þverhnípið. Hún kom sér fyrir á aumri mjöðminni og seildist í vasaljósið.
Hvern skrambann var hún að gera þarna?
Fyrir ári hafði hún verið hamingjusamlega gift, átt vegabréf með tugum stimpla,Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Ástarsögur - Rafbækur
-
Blekkingarleikur
–Ekki aftur.
–Hvað er þetta búið að gerast oft?
–Í þessari viku? Að minnsta kosti tíu sinnum.
–Nei oftar.
–Og í hvert skiptið sem þetta gerist þá er eins og hann ætli að kasta upp.
Fimmtán ára Max Travers heyrði varla hvað vinir hans voru að tala um. Hann var of upptekinn af þessari fögru
sýn hinu megin við sundlaugina. Marcy Hanlon. Fallegasta, tignarlegasta og frábærasta... Hann andvarpaði. Svo
gáfuð, góð, yndisleg.. Hann andvarpaði aftur. Bara... besta manneskjan á jörðinni. Í bleiku bikiní. Hún var að bera
sólarvörn á hvítar axlirnar á meðan hún talaði við bestu vinkonur sínar úr Endicott sveitaklúbbnum þennan bjarta
septemberdag.
Frábært. Hún var algjörlega frábær. Hún ljómaði jafnvel.
Max hafði lesið þetta orð í bók um daginn. Eftir að hafa flett því upp þá fannst honum þetta fullkomið orð til þess
að lýsa Marcy. Vegna þess að hún lýsti upp tilveru hans í hvert skiptið sem hann var í kringum hana og líf hans var
litlaust þegar hann var ekki nálægt henni.
Sem var oftast. Fyrir utan að sjá hana einstaka sinnum við sundlaugina þá sá hann hana aldrei nema þá bara í
skólanum, og þau voru bara í tveim tímum saman þessa önnina, og annan hvern laugardag þegar hann fór með
yfirmanni sínum til þess að sjá um garðinn þeirra á meðan herra Bartok fór yfir runnana. En nú var hann að fara
að hætta í þessari vinnu og hann myndi ekki sjá hana áEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Ást og afbrot - Rafbækur
-
Grafin lifandi
Hún passaði fullkomlega í kassann. Ef hún teygði sig upp þá náði hún að snerta efri hlutann með höfðinu. Axlirnar strukust upp við hliðarnar og hún náði rétt svo að renna höndunum upp að bringu. Það var líka kolniðamyrkur.
Thora Graham sneri höfðinu og reyndi að kasta ekki upp. Hún taldi hægt upp á tíu til þess að ná stjórn á ógleðinni og öskrinu sem var að reyna að brjótast út. Þegar hún vaknaði fyrir nokkrum klukkutímum þá hafði hún misst stjórn á sér. Öskrað og reynt að opna kassann með öllum mætti. Hún hafði andað of hratt og misst meðvitund. Hún vissi betur núna.
Hún náði að snúa sér að stóru röri og lagði varirnar yfir það til þess að anda að sér fersku lofti. Hún taldi aftur upp á tíu þegar hún fann óttann læsast um sig aftur. Hugsaðu! Hvað veistu? Ekki mikið. Hún fór sjaldan út á lífið en þá hafði henni verið byrlað eitthvað og hún sett í viðarkassa.
Var hún neðanjarðar?
Hún fann óttann læðast að sér aftur. Hún andaði að sér meira súrefni. Rörið var vísbending. Það var ástæða fyrir því að það væri verið að halda henni á lífi. Það þýddi að hún hafði tíma til þess að komast út eða að minnsta kosti komast að því hver hafði gert henni þetta og af hverju. Sérfræðingar FBI voru þjálfaðir í að finna ólíklega hluti sem gætu passað í ráðgátu sem þurfti að leysa. En hún vann ekki lengur hjá FBI. Þau gætu ekki hjálpað henni núna. Hún varð að stóla á sínar eigin gáfur og þjálfun mannsins sem hún hafði sært.
Hann kemur.
Will Dresden var góður maður og það sem henni fannst mikilvægast í augnablikinu, mjög góður rannsóknarlögreglumaður.
Hann hafði unnið sem rannsóknarlögreglumaður í mörg ár áður en hann hækkaði í tign og þurfti að verja öllum sínum tímaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Ást og óvissa - Rafbækur
-
Í felum
–Bara aðeins lengra, sagði Erika Powell hughreystandi og leit um öxl. Daisy Haregrove, bókavörður bæjarins og besta
vinkona Eriku, var aðeins fáein skref á eftir henni.
–Úff, þú sagðir það sama fyrir hálfum kílómetra síðan. Ég er alveg búin í fót leggjunum, sagði Daisy og strauk aðsniðn
ar íþróttabuxurnar til að leggja áherslu á orð sín.
Erika hlustaði ekki á hana. Daisy hafði alveg verið til í að bæta fjallgöngu við hefðbundna íþróttaiðkun þeirra þegar
Erika stakk upp á því í apríl, en þegar sumarið var liðið og síðan komið fram yfir áramótin hafði áhugi Daisy á útivist
mikið minnkað.
Þær höfðu að vísu aldrei áður gengið svona langa leið en fyrir nokkrum dögum hafði Erika fundið fyrir eirðarleysi sem
hún gat ekki hrist af sér. Hún vonaðist til að löng og hressandi gönguferð myndi róa hana, en án árangurs.
Hún þrammaði samt áfram eftir moldar slóðanum sem lá þvert yfir landskikann sem hún hefði keypt tveim árum áður.
–Ég hélt að þú vildir losa þig við fimm kíló fyrir vorið, sagði Erika.
–Já, ég vil það, svaraði Daisy másandi.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.
Örlagasögur - Rafbækur
-
Bjarnaslóð
Það var miklu auðveldara að skilja birni en fólk. Birnir hugsuðu bara um næstu máltíð og kærðu sig ekki um
að vera blekktir. Kannski þótti Amber Daniels svo vænt um þá vegna þess. Ef einhver spyrði hana myndi hún
viðurkenna að hún ætti margt sameiginlegt með björnum.
Reyndar myndi innri rödd hennar vara hana við slíkum játningum, sem orðið gætu vatn á myllu andstæðinga
hennar.
Það besta við birni? Þeir þurftu ekki að sætta sig við neitt kjaftæði frá neinum. Þeir voru efst í fæðukeðjunni
og þurftu ekki að gera nokkurn skapaðan hlut til að sanna það. Þeir voru án efa þeir sem stjórnuðu í sínum heimi.
Það var kraftur bjarnarins og náttúruleg grimmd sem hélt vöku fyrir fólki á nóttunni. Þegar það stóð andspænis þeirri staðreynd að allir menn voru viðkvæmir í samanburði við meistara skógarins, hvort sem þeir töldu sig vera lömb eða úlfa, breyttist þessi veikleiki í ótta.
Og ótti breyttist síðan í þörf fyrir að stjórna.
Það var þessi þörf og löngun fólks til að stjórna öllu sem olli því að Amber var á vettvangi þennan dag. Hún
var veiðieftirlitsmaður í Montana-ríki og því var það hluti af starfi hennar að ná björnum í gildru og flytja
þá burt, en henni þótti það ævinlega óþægilegt. Henni þótti vænt um birni og þegar hún veiddi þá leið henni
eins og hún væri að hneppa sjálfa sig í fjötra.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.